Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 9
að sex litbrigði sauðalitanna. Mest dá-
læti hafði hún á mórauða litnum. Tigl-
ótta dúksvuntan, sem hún bar daglega ut-
an hátíðis- og tyllidaga, var í þessum lit,
svo og flest, sem ég hef séð úr ull frá
hennar hendi. Ur ullinni gerði hún smá-
dúka, suma allt að fimmtíu sentimetra í
þvermál, t.d. áttablaða rósir með sprang-
saumi og augnsaumi og dúka, þar sem
þræðir voru strengdir í hring, þrætt svo
í mynstur og í lokin heklað utanum eða
margir smærri heklaðir saman. (Þetta
mun kallað að tenerifa.) Dúka gerði hún
einnig úr örfínu heklugarni eða tvinna og
virðast prjónarnir fínir sem saumnálar.
Teppi hef ég hér, sem ætlað mun vera til
að leggja yfir kjöltu sér og fætur. Það eru
sex ferningar u.þ.b. þrjátíu og þrír senti-
metrar á hvern kant og fjórir mynstur-
bekkir í hverjum ferningi og innst fern-
ingur með upphleyptri fjögurra blaða
rós. Hver bekkur og rósin hefur sitt lit-
brigði. Teppið er tvöfalt líkt og færeyskt
sjal, innra byrðið er minna, prjónað á
ská úr horni í horn og lykkjað við fram-
stykkið, síðan heklað utan um allt sam-
an. Prjónaða púðaborðið, sem til var
heima, var unnið eins, þó ekki tvöfalt,
ferhyrningurinn var aflangur og rósin
innst sex laufa, tvö lauf að ofan og önnur
tvö að neðan og eitt í hvorri hlið. Að aftan
var slétt prjón með úrtöku úr hverju
horni og lykkjað saman í miðju. Púðinn
var fisléttur og mjúkur, fylltur með æð-
ardún úr Klakkeyjum, en þær átti hún.
Amma hafði gefið pabba púðann. Mér
finnst í minningunni að hún hafi alltaf
verið að búa eitthvað til handa vinum sín-
2. Flauelstaska með ásaumuðum flðrild-
um úr filti o. fl. Lásinn gerður úr fugls-
beini.
Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir.
3. Pr jónaður negrastrákur.
Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir.
4. Kisa saumuð eftir krosssaums-
munstri á óhefðbundinn hátt með margs
konar sporum og ýmiss konar garni.
Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir.
5. Dúkur saumaður með tvenns konar
krossspori, dæmi um munsturgerð
Theodóru, hvergi endurtekning.
Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir.
um af hinu kyninu. Ekki get ég skilist svo
við prjónaskap ömmu að ég minnist ekki
á negrastrák, sem hún gerði annaðhvort
handa Maríu Kristínu dóttur sinni eða
Jóni Thóri syni hennar. Vera má, að hug-
myndina hafi hún fengið úr erlendu
blaði, en sérkenni hennar leyna sér ekki
t.d. á háleistunum. Stráksi er prjónaður
á prjóna nr. 2, brúnn á hörund í ljós-
grænni peysu með rauðum kraga og upp-
slögum og stuttbuxum, háleistum og
með vettlinga úr brúnsprengdu garni.
Hárið er hrokkið þannig að garnið er
snúið og síðan saumað á. Þetta er hverju
barni mesta gersemi.
Síðustu árin (sjálfsagt alla tíð) saum-
aði amma mikið í stramma. Var það mest
krosssaumur en líka kelimspor og hálft-
spor. Engan hefðbundinn rósapúða eða
klukkustreng hef ég séð frá hennar hendi
en því meir af drekum, köttum, hundum,
smáblómum og smádýrum. Það virðist
sem stórt, margslungið og reglubundið
mynstur hafi verið eitur í hennar bein-
um. Það er eins og það fullnægi hvorki
sköpunargleði né sköpunarþörf hennar.
Hún verður alltaf að breyta, nota annan
saumt.d. íbekkeða hluta mynsturs, aðra
tegund garns, jafnvel margvíslega litar
perlur, taka eitt smámynstur héðan, ann-
að þaðan og bæta síðan við frá eigin
brjósti. Hún hafði gaman af að sauma
kúbísk form, sennilega oft út í bláinn.
Dóra frænka mín Guðmundsdóttir átti
fótapúða frá ömmu (þá gaf hún marga,
sennilega minnug gólfkulda í gömlu bæj-
unum) með kubbamynstri og sagði
amma henni, að mynstrið hefði hún tekið
5.
HUGUROG HÖND
9