Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 26

Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 26
Til gagns og fegurðar Sitthvað um störf Sigurðar málara Guðmundssonar að búningamálum I tilefhi af 125 ára afmœli Þjóðminja- safns Islands 23. febrúar 1988flutti rík- isútvarpið dagskrá 21. febrúar í umsjón Ingu Láru Baldvinsdóttur um Sigurð Guðmundsson málara, en hann var, svo sem alkunna er, frumkvöðull að stojhun safiisins. Hluti af dagskrá þessari fjall- aði um störf Sigurðar að búningamálum. Sem svör við spurningum umsjónar- rnanns tók undirrituð saman nokkra stutta þœtti um þetta ejhi. Er eftirfarandi grein að verulegu leyti byggð á þeim. Um íslenska kvenbúninga Sigurður Guðmundsson málari (f. 1833, d. 1874) dvaldist við nám í Kaupmanna- höfn 1849—1858. A námsárum sínum kom hann einu sinni til Islands, sumarið 1856, og mun þá fyrir alvöru hafa farið að hugleiða búningamál Islendinga, einkum þó íslenskra kvenna. Veturinn næsta á eftir skrifaði hann langa og yfir- gripsmikla ritgerð um þetta efni, ,,Um kvennbúnínga á íslandi," og birtist hún í Nýjum félagsritum 1857. í stuttum inngangskafla greinarinnar ræðir Sigurður lítillega tilgang klæðnað- ar almennt: að hann sé ,,til gagns og til fegurðar," eins og hann kemst að orði. Nefnir hann íþví sambandi að Islending- ar ættu að kappkosta að geta sýnt erlend- um ferðamönnum meðal annars með búningi sínum að þeir væru „ekki þræla ættar, eða líkir förumönnum" . . . held- ur væru þeir afkomendur „hinna gömlu Norðmanna höfðíngja," og bæru „klæðnað þeirra hver eftir sínum efn- um.“ Einnig bendir hann á að íslenskur klæðnaður sé mjög farinn að breytast, og að „menn verði að gæta þess, að betur fari, þá breytt er, en ekki taka báðum höndum móti öllu útlendu, hvernig sem það er, en sleppa því, sem er innlent, og á vel við þjóðerni og landshag í alla staði.“ Því næst segist hann ætla að tala um „kvennbúnínginn,“ til að lýsa hvern- ig hann hafi verið „síðan landið bygð- ist,“ og gætu menn þá séð hvað af honum væri „þjóðlegt eða ekki þjóðlegt.“ Að auki telur hann að það mikið sé eftir af „gamla þjóðbúníngnum kvennfólksins víða um landið, . . . að honum er vel við hjálpandi, ef menn hafa góðan vilja og þjóðernistilfinníngu.“ I næstu tveimur köflum greinarinnar er ítarleg frásögn og umræða um ein- staka hluta kvenbúninga, bæði flíkur og skartgripi, eins og þeim er lýst í íslensk- um fornritum, og um þróun þeirra og þær breytingar sem á þeim urðu vegna erlendra tískuáhrifa á síðari öldum, allt fram um miðja 19. öld. Þessu næst lýsir Sigurður samtímabúningum íslenskra kvenna; er hann ómyrkur í máli og vand- ar þeim ekki kveðjurnar. I lokakaflanum gerir hann síðan mjög svo nákvæmar til- lögur um hvernig hann telur að um megi bæta og færa búningana í þjóðlegt horf. Sigurði var hátíðabúningurinn, fald- búningurinn, einkum hugleikinn hvað þetta snertir; um hann segir hann í grein- inni, að hann eigi að „vera til hátíða og skrauts“ og að „faldinn ætti allar heldri konur að bera.“ 26 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1988)
https://timarit.is/issue/406978

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1988)

Aðgerðir: