Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 16
Glerfín listsköpun
Orðtakið að eitthvað sé „í deiglunni“ er
gamalt og gott og vel kunnugt okkur öll-
um. Hitt vita líklega fæstir að deigla er
gamalt nafn á pönnu, sem notuð var við
málmbræðslu. Deigla nefnist skálin sem
glermassinn er í þegar hann er bræddur
við um það bil 1300 stig í ofninum í Berg-
vík. Og þar verður hann fljótandi.
I tvennum skilningi er stöðugt, dag og
nótt, eitthvað í deiglunni í Bergvík á
Kjalarnesi. Þar hafa ung hjón, Sigrún
Olöf Einarsdóttir og Sören Larsen, kom-
ið sér upp verkstæði, breytt af elju með
eigin höndum fjárhúsi og hlöðu í góða
vinnuaðstöðu til þess að geta hannað list-
ræna muni, brætt gler og mótað úr því á
ýmsa vegu. „Gler í Bergvík“ kalla þau
fyrirtæki sitt sem þau stofnsettu fyrir 6
árum að afloknu námi Sigrúnar í Kaup-
mannahöfn. Hún lagði þar stund á gler-
list við Skolen for Brugskunst, en við
16
skólann kenndi Sören, sem er danskur
að ætterni, lærður múrari og leirkera-
smiður. Sören hafði lagt stund á kera-
mik-kennslu í nokkur ár og eftir að þau
Sigrún fluttu til Islands var hann umsjón-
arkennari við keramikdeild Myndlista-
og handíðaskóla Islands um fjögurra ára
skeið, eða þar til glerverkstæðið kallaði
á hann í fullt starf og þar var hann nem-
andinn en hún kennarinn.
Óhætt er að kalla það stórátak sem þau
hjón hafa ráðist í og augljóst að talsvert
mikill tími og orka fer í viðhald og allt
sem því fylgir að reka fyrirtæki. Vinnu-
dagur hlýtur því að verða langur oftar en
ekki. Ekki er þó að sjá að orkan fari að
mestu í þennan hluta rekstrarins, því að
á sex ára ferli þeirra hjóna í Bergvík hef-
ur orðið greinileg þróun í hönnun þeirra
og framleiðslu. Og það er mál manna að
framfarir séu geysimiklar og örar. Þau
Sigrún og Sören hafa vakið verðskuldaða
athygli með list sinni, hönnun og fram-
leiðslu á nytjahlutum eins og glösum,
sem þau byrjuðu á í upphafi, skálum,
diskum og bréfapressum. En ekki síst
hafa glerskúlptúrar þeirra af ýmsum
gerðum vakið eftirtekt og aðdáun.
Heimsókn
A verkstæðinu í Bergvík er tekið vel á
móti gestum. Þeir standa álengdar og
fylgjast með því sem fram fer. I suðræn-
um hita keppast þau við hjónin — eru á
stöðugri hreyfingu fram og aftur með
málmpípuna löngu, reka hana inn í rauð-
glóandi ofninn til þess að halda heitum
glermassanum á endanum, snúa stöng-
inni, móta til massann með tréformi,
þrýsta glerdeiginu í mislitt glerduft sem
myndar mynstur, stinga því svo aftur í
ofninn og móta til deigið og hita á víxl
þar til þau eru endanlega ánægð og koma
sköpunarverkinu fyrir í 500 stiga heitum
ofni til kælingar. Vinna við heitt gler er
einu nafni nefnd glerblástur, þó að ekki
sé alltaf blásið í stálpípuna. Sé gerður
hlutur sem þarf að vera holur að innan,
eins og glös, skálar eða vasar er blásið í
pípuna og hluturinn mótaður og klipptur
til. Glerblásturspípan er uppfmning frá
því um 100 árum eftir Krist og er enn not-
uð á sama hátt og fyrr á öldum. Og nú-
verandi vinnubrögð segja þau Sigrún og
Sören vera frá miðöldum. Glerlistamenn
hafa þá reynslu allt fram á þennan dag að
verkfæri og aðferðir þróast í mörgum
löndum á svipuðum tíma. Sem dæmi
nefnir Sigrún glerklemmu sem notuð er
til að gera fótstall á vasa og glös. Slíkt
áhald varð til á nokkrum stöðum um líkt
leyti.
2.
HUGUR OG HÖND