Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 33
ur. Fitjaðar eru upp 40 lykkjur á prjóna
nr 3 Vi, prjónaðar 9 umferðir perluprjón,
sett á prjóna nr 4 og prjónað slétt prjón.
I 1. umferð er 18 lykkjum aukið í (þeirri
fyrstu eftir 3 prjónaðar, síðan eftir hverj-
ar 2 og 3 prjónaðar síðast). í 3. hverri
umferð er nú 2 lykkjum aukið í undir
hendi, 2 lykkjur hafðar á milli (1 jaðar-
lykkja utan við hvorum megin ef prjónað
er fram og til baka). Haldið er áfram að
auka í þar til lykkjur eru orðnar 118,
komnar 76 umferðir frá perluprjónskanti
og öll ermin orðin um 32 cm löng. Fellt
af.
Kragi. Áður en lykkjur eru teknar upp
fyrir kraga þarf að sauma saman á öxl-
um. Teknar eru upp á prjóna nr 3 'A með
bláu, 26 lykkjur á hvorum boðungi og 33
á baki, samtals 85 lykkjur. Á fyrstu 6 og
síðustu 6 lykkjur er prjónað perluprjón
(á móts við hnappa- og hnappagatalista)
en slétt prjón á milli. 16 umferð er 3. og
4. lykkja felld af fyrir hnappagat og 2
fítjaðar í staðinn í næstu umferð. Prjón-
aðar eru 10 umferðir í allt, 11. umferðin
er prjónuð slétt frá röngu. Þá er prjónað
fóður á kragann með hvítu í beinu fram-
haldi. Fyrsta og síðasta lykkja tekin úr í
fyrstu umferð. Hnappagat er gert á móts
við það sem er á ytra borði. Þegar fóður
er orðið jafnhátt og ytri kragi (brotið um
garðinn) er fellt af.
Frágangur. Ganga þarf frá öllum laus-
um endum, lykkja saman bak og boð-
unga og ermar við handveg. Fóður á
kraga saumað niður og tölur festar á.
Peysan er síðan undin úr mildu, volgu
sápuvatni, vatnið kreist mjög vel úr, síð-
an er hún lögð slétt á handklæði og látin
þorna.
Herborg Sigtryggsdóttir
Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir.
©
Iðnaöarbankínn
HUGUR OG HÖND
33