Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 21
Félagsmál
Eins og á fyrra ári voru haldnir 3 félags-
fundir og farið í eitt ferðalag. A haust-
fundinum kynntu þær Kristín Jónsdóttir
Schmidhauser og Katrín Agústsdóttir
prjónahönnun og batikvinnslu. A jóla-
fundinum var viðfangsefnið laufabrauðs-
skurður. Þá las Flosi Kristjánsson sögu
Halldórs Laxness, Sagan af brauðinu
dýra, og Steinunn Ingimundardóttir
sagði frá laufabrauðsdegi á æskuheimili
sínu. Síðan gátu félagar og gestir þeirra
skorið út nokkrar laufabrauðskökur und-
ir leiðsögn Steinunnar og jafnframt notið
veitinga sem voru súkkulaði og pönnu-
kökur.
Eftir nýár var einn fundur og var sá
haldinn á Þjóðminjasafni Islands. Elsa
E. Guðjónsson, deildarstjóri textíldeild-
ar, leiddi fundargesti gegnum safnið, var
staldrað við helstu textíla og búninga og
hlustað á skýringar Elsu. Þessi fundur
var óvenju vel sóttur. Var fjölmennt á
kaffistofu Norræna hússins að honum
loknum.
Vorferðin var farin í maí , lagt af stað
kl. 9 f.h. og farið fyrst til Þorlákshafnar.
Þar var kirkjan skoðuð og Iítið minja-
safn. Þá var ekið á Selfoss, þar snæddur
hádegisverður og að honum loknum var
Minjasafn Árnessýslu skoðað undir leið-
sögn Hildar Hákonardóttur. Að því
loknu var farið að Gröf í Hrunamanna-
hreppi og safn Emils Ásgeirssonar skoð-
að. Hefur hann safnað saman ýmsum
gömlum munum og sett upp í gömlu
fjósi. Einnig gat þar að líta tálgaða gripi
Emils en það voru skemmtileg atvik
telgd í tré.
Aðalfundur var haldinn 26. maí.
Helstu breytingar á stjórn urðu þær að
Brynja Runólfsdóttir, varaformaður, gaf
ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.
í hennar stað var Elín Helgadóttir kjörin.
Er þá stjórnin þannig skipuð:
Hildur Sigurðardóttir, formaður, Elín
Helgadóttir, varaformaður, Guðbjörg
Hannesdóttir, ritari, Sigrún Axelsdóttir,
gjaldkeri, Matthías Andrésson, með-
stjórnandi, Ingibjörg Sigurðardóttir,
meðstjórnandi og Sigríður Haraldsdótt-
ir, meðstjórnandi. Varamenn eru Mar-
grét Kjærnested, Björn Loftsson og Kol-
brún Finnsdóttir.
Sigríður Halldórsdóttir lét af störfum
sem skólastjóri Heimilisiðnaðarskólans
um síðustu áramót. Við tók Elísabet Þor-
steinsdóttir vefnaðarkennari og starfaði
til vors. Nú hefur Steinunn Ingimundar-
dóttir handavinnu- og íþróttakennari tek-
ið við skólastjórastarfinu. Framan af
vetri var aðsókn í minnsta lagi en glædd-
ist heldur eftir áramót. Endurbætur hafa
verið gerðar á húsnæði skólans í kjallara
og er ekki lokið og í haust var efri hæðin
máluð. Miðhæðin er ennþá að mestu
leigð.
Norrænt sumarmót var haldið á
Hvanneyri í Borgarfirði í júlí. Tókst það
mjög vel og þakkar félagið öllum þeim
sem gerðu mót þetta mögulegt. Nánar er
sagt frá því á öðrum stað í blaðinu.
Næsta sumar verður norrænt heimilis-
iðnaðarþing í Sunne á Vermalandi dag-
ana 2,—-4. júlí. Nú í haust var ég á fundi
þar til undirbúnings þinginu. Þá sá ég
húsakynnin og nokkra merkisstaði í
grenndinni. Vermaland er mjög fallegt
hérað í Svíþjóð og virðist öll aðstaða
þarna til þinghalds rnjög góð. Einkunn-
arorð þingsins eiga að vera Heimilisiðn-
aður —framtíð. Hægt er að taka á móti
u.þ.b. 10 þátttakendum frá Islandi og
verður þetta nánar auglýst síðar. Einnig
verður fljótlega auglýst eftir munum á
sýninguna sent alltaf er sett upp á þess-
um þingum.
Heimilisiðnaðarfélag Islands verður
75 ára á þessu ári. í tilefni þess gefur fé-
lagið út bók um þríhyrnur og sjöl í sam-
antekt Sigríðar Halldórsdóttur, og er hún
væntanleg í nóvember. Af sama tilefni
var fyrr á árinu skipuð nefnd sem gera
skyldi tillögur að hátíðahaldi. Ákveðið
hefur verið að halda sýningu í húsakynn-
um verslunar í október og efna til afmæl-
ishófs.
Hildur Sigurðardóttir
Hjá okkur færðu
Mikið litaúrval af:
Alafosshespulopa, Álafoss-plötulopa,
Álafoss-Flosi, Álafoss Lopa-Lyng.
Einnig Álafoss sokkaband og eingirni
Alafoss búðin
Islenskur markaður
Vesturgötu 2, Reykjavík, sími: 13404 og 22090
HUGUROG HÖND
21