Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 28

Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 28
gáfunnar 1878, helst leitað í útskurði, út- saumi og handritaskreytingum miðalda; til dæmis hefur hann í einu tiiviki, eins og nánar verður frá sagt síðar, farið svo til alveg eftir bekk á refilsaumuðu altar- isklæði frá Reykjahlíð, líklega frá um 1400, í eigu Þjóðminjasafns Dana. En meðal þessara uppdrátta eru einnig yngri munstur og má í því sambandi benda á myndefni jafnvel frá 18. öld. Blómamunstrin teiknaði Sigurður að mestu eftir íslenskum plöntum, á stund- um úti í náttúrunni, en studdist þó jafn- framt við myndskreytt rit erlend, svo sem Flora Danica sem til var á Stifts- 5. bókasafninu í Reykjavík. Kemur þetta greinilega fram í varðveittum plöggum eftir hann. Fyrirmyndir að faldi Hvað varðar fyrirmyndir að sniði bún- ingsins er einkum ástæða til að nefna faldinn. I vasabók Sigurðar frá 1858— 1859 og einnig á lausum blöðum eftir hann, eru þó nokkrar rissmyndir af forn- um höfuðfötum, til dæmis vefjarhöttum, hjálmum og svonefndum frýgískum húf- um, sem benda til þess að hann hafi verið að leita fyrirmynda að faldinum. Virðist enda eitthvað hafa vafist fyrir honum að móta faldinn, það er að segja sjálfa faldhúfuna, því að í sömu vasabók hefur hann rissað upp eina fimm mis- munandi falda og annað eins aftan á sendibréf til hans frá vorinu 1859, auk þess sem varðveist hefur eftir hann blý- antsteikning með konumynd þar sem hann hefur strokað út eina gerð af fald- húfu og teiknað aðra í staðinn. Þá er og athyglisvert að á mynd sem hann teiknaði af stúlku í skautbúningi með nýja laginu að því er virðist veturinn 1859 til kynn- ingar á búningnum, eru treyjuborðar og belti nákvæmlega upp dregin, og einnig faldurinn neðanverður með koffri og blæju niður undan því, en efri hluta faldsins hefur hann ekki teiknað. Gæti þetta einmitt bent til að hann hafi þá ekki verið búinn að fullmóta gerð hans og raunar ekki heldur að ákveða hvernig blæjunni yrði best fyrir komið. Fyrstu skautbúningarnir Sigurður hefur þó lokið við að móta fald- inn síðar á árinu 1859, því að þá bar kona fyrst búning hans, og var það í Reykja- vík. Kemur þetta fram í vasabók hans frá 1861 þar sem hann hefur hripað tvær eft- irfarandi klausur: „föstudaginn þan 21 october 1859 bar fist ein stúlka nía faldin og koffur og treyuna og slör lín kraga og fleira með nía en þó gamla sniðinu, á sín- um bruðkaupsdegi hún hét Sigríður og var guðmundsdóttir, en brúðgumi hét guðbrandur.“ „Þann 13 Nofember 1859 vóru þær Ragnhildur og Sigríður til alt- aris í reykjavík með búninginn.“ Sigríður Guðmundsdóttir var Reyk- víkingur, en brúðguminn, Guðbrandur snikkari Sigurðsson, af Snæfellsnesi. Bjuggu þau á Arnarhólslóð nr. 3, húseign sem Guðbrandur hafði keypt 1858. Ekki eru kunn deili á Ragnhildi. Rúmu hálfu ári síðar, 19. júní 1860, kom norðlensk kona, Sigurlaug Gunn- arsdóttir, eiginkona Olafs Sigurðssonar í Ási í Hegranesi, frænda Sigurðar, fyrst kvenna í Skagafirði fram í þessum nýja, breytta búningi. Lýsir Olafur þessum at- burði allítarlega í bréfi til Sigurðar tveimur dögum síðar. Átti hann sér stað í brúðkaupi séra Davíðs Guðmundsson- ar, og virðist af bréfum og fleiru mega ráða að brúðguminn hafi fært frú Sigur- laugu tilbúinn fald að sunnan frá Sigurði. En búninginn, þ.e. treyjuna og samfell- una, hafði hún unnið um veturinn að mestu eftir fyrirsögnum Sigurðar í bréf- um til Ólafs og myndum og munstrum sem þeim fylgdu. Eru bréf Ólafs flest í eigu Þjóðminjasafns, en uppdrættir og bréf Sigurðar glötuð nema áðurnefnd stúlkumynd. Býsanskt munstur er neðan á samfellunni, en einfaldur, ónafn- greindur laufaviður á treyjubörmum. Þessi búningur Sigurlaugar er nú í Þjóðminjasafni, þangað kominn 1916, og er sá elsti með lagi Sigurðar sem enn er til svo vitað sé. Sigurlaug saumaði síðar fleiri búninga, og var einn þeirra með tveimur blómabekkjum Sigurðar, hrúta- berjalyngi á treyjubörmum og melasól á samfellu. Hefur hann varðveist hjá af- komendum hennar og verið talinn unn- inn 1864. Af bréfum Ólafs í Ási virðist mega ráða að hann sé að hluta frá því ári, en að ekki hafi verið lokið við hann fyrr en í fyrsta lagi 1865. Sigurður hannaði einnig yfirhöfn, möttul, við búninginn og útsaumsmunst- ur á hann. Saumaði Sigurlaug möttla með báðum fyrrnefndum búningum, þann sem fylgir búningnum í Þjóðminja- safni á árunum 1861—1862. Til viðbótar því sem sagt var um fyrir- myndir að munstrum hér að framan skal þess getið, að af ummælum Ólafs í bréf- inu til Sigurðar í júní 1859 hefur þótt mega ráða að uppdrátturinn á fyrstu samfellu Sigurlaugar hafi verið unninn upp úr bekk á altarisklæði frá Skarði á HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.