Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 31

Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 31
Elsta heimild þar að lútandi mun vera bréf sem hann skrifar Jóni Sigurðssyni forseta í nóvember það ár. í því segist hann meðal annars vera viss um að karl- menn mundu taka upp ,,af sjálfu sér, meir eða minna, fornbúnínginn," ef til væri ritgerð um búninga karla í fornöld sem hægt væri að styðjast við, og að menn tali „margir um það, einkum í seinni tíð.“ I júlílok 1872 skrifar hann Steingrími Thorsteinsson að búið sé ,,að búa til 5—6“ karlmannsbúninga, og í september er karlmannsbúningi hans lýst að nokkru í bréfi sem Olafur í Ási skrifar honum, en Olafur hefur séð hann á skólapilti sem kom norður. Segir hann Sigurði álit sitt á búningnum, lofar sumt en lastar annað. Sumarið næsta á eftir minnist Sigurður í bréfi á fáein atriði búningsins sem hann segist hafa „ráðið mönnum til að taka upp,“ og sé hinn sami „og hér tíðkaðist á 16. og 17. öld.“ Enn víkur Sigurður að búningi karla í bréfi vorið 1874, og fjallar um skikkju við búninginn. í æviágripi Sigurðar prentuðu 1875 skrifar Helgi Helgesen, að hann sé „höf- undur hins nýja þjóðbúnings karlmanna, er nokkrir stúdentar og skólapiltar hafa gengið á um nokkur ár.“ Munu enda einu þekktu myndir af búningnum vera þrjár af sex ljósmyndum sem teknar voru vor- ið 1873 af bekkjardeildum Lærða skól- ans. Sést hann þar á fjórum, ef til vill fimm skólapiltum af alls sextíu og ein- um. Piltarnir eru í fremur stuttri víðri treyju, einhnepptri uppi við hálsmálið, og liggur þar út á hvítur kragi, líklega skyrtukraginn. Undir treyjunni eru tveir þeirra í einhnepptu vesti, en tveir í hvítri skyrtu einvörðungu. Fremur víðar bux- 11. urnar ná rétt niður fyrir hné, en þar fyrir neðan eru ýmist einlitir dökkir eða hringjaðir, dökkir og ljósir sokkar. Pilt- arnir eru með sokkabönd og í íslenskum sauðskinnsskóm. Ljóst er að karlmannsbúningur Sig- urðar náði hvorki vinsældum né út- breiðslu. Mun hann hafa lagst af eftir að Sigurður féll frá, og ekki er vitað að nein flík úr honum hafi varðveist. Lokaorð Auk hagnýtra starfa Sigurðar að bún- ingamálum er með ólíkindum hve miklu hann afkastaði á stuttri ævi í sambandi við búningarannsóknir, ekki síst þegar hugleiddar eru þær aðstæður sem hann bjó við, og þau mörgu hugðarefni önnur sem hann átti sér. Auk ritgerðarinnar sem komst á prent 1857 lágu eftir hann í handriti, er hann lést, viðbætir við hana, grein um faldinn og ýmislegt smælki er að kvenbúningum lýtur, og ennfremur löng og mikil samantekt um íslenska karlmannsbúninga fram til 1400. Eru rit- smíðar þessar í eigu Þjóðminjasafns ís- lands. Elsa E. Guðjónsson 8. Sigurlaug í Ási í skautbúningi sem hún hóf að sauma 1864. Á honum eru íslenskir blómauppdrættir eftir Sigurð málara: baldýraðir treyjuborðar og uppslög með hrútaberjalyngi og skatteraður samfellu- bekkur með melasól. í einkaeign. Ljós- mynd: Arnór Egilsson, Bjarnastöðum. Eftirtaka í myndasafni Textíl- og búninga- deildar Þjóðminjasafns íslands. 9. Brúði skautað. Skautbúningur Sigurð- ar málara. Mynd af málverki eftir H. A. G. Schiott, er kom til íslands sumarið 1861. Málverkið er talið vera frá 1864. Verustaður frummyndar óþekktur. Ljós- mynd: Johannes Jæger. Þjms. L. & pr. 1328. 10. Kristín, dóttir Jóns ritstjóra Guð- mundssonar, kona Harald Krabbe, á skautbúningi. Treyju- og samfellubekkir með eikaruppdrætti Sigurðar málara. Skinnbryddur möttull. Kristín var ein þeirra kvenna í Reykjavík sem vann með Sigurði að búningamálum. Ljósmynd: Sigfús Eymundsson. Þjms. mms. 8403. U. Kyrtill. Skrautbekkir við háls, framan á ermum og ofan við pilsfaldinn að líkind- um með grískum uppdráttum Sigurðar málara. Myndin er af hjónunum Sigríði Hallgrímsdóttur og Sigurði Jónssyni frá Gautlöndum. Frá um 1877. Ljósmynd: Chr. Neuhaus. Þjms. mms. 9832. 12. Skólapiltar í 4. bekk, fyrri deild, í Lærða skólanum í Reykjavík vorið 1873. Piltarnir yst á myndinni beggja vegna, Einar Vigfússon, síðar prestur, og Olafur Rósinkranz, síðar leikfimikennari, munu vera í karlmannsbúningi Sigurðar málara. Ljósmynd: Sigfús Eymundsson. Þjms. mms. fol. 266. HUGUR OG HÖND 31

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.