Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 34

Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 34
Kotivilla OY Finnskt ullarfyrirtæki Þessi grein erframlag Finna um ullarmál til birtingar í norrænum heimilisiðnað- arblöðum. Greinin er byggð á athugun sem gerð var 1985 á stofnun og rekstri finnska ullarjyrirtœkisins Kotivilla OY, unnin á vegum Heimilisiðnaðarsafns Finnlands í Jyváskylá. Lýst er starfsað- ferðum og hugkvœmni Finna í baráttunni við að hefja finnska ull og vöru unna úr henni til vegs og virðingar. A Islandi er ekki lengur spunnið band úr íslenskri ull, svo algjör er niðurlœg- ingin. Enn er beðið eftir íslenskum ,,Wál- stedt“ eða ,,Renqvist“, einhverjum með staðfasta trú og þekkingu á ágætum eig- inleikum íslenskrar ullar, einhverjum sem hefur nægilegt áræði og þrek til að hleypa afstokkunum ræktun og nýtingu á íslenskri ull, t.d. í framleiðslu á bandi fyrir heimilis- og listiðnað. Sitthvað hlýt- ur að mega lœra af reynslu grannþjóð- anna í þessum efnum. Kotivilla OY-AB Inhemsk Ull var stofnað 1936 til að auka notkun á finnskri ull í heimilis- og listiðnaði. Fyrirtækið, sem var sett á laggirnar af prófessor Renqvist og konu hans, var í fullum rekstri fram til ársins 1985. Henrik og Thyra Renqvist fengu áhuga á sauðfjárrækt upp úr 1930. Þau uppgötv- uðu hina góðu ullareiginleika finnska sauðfjárstofnsins. Ullin var með silki- áferð, hún var mjúk og fjaðurmögnuð og þau ákváðu að komast að því hversu góð- um árangri mætti ná með skipulagðri ræktun á sauðfé. Renqvisthjónin keyptu fé frá mismun- andi landshlutum og byrjuðu ræktunar- starf sitt á bæ í Suðvestur-Finnlandi. Féð þreifst vel í skerjagarðinum, enda höfðu menn stundað sauðfjárrækt þar um slóð- ir frá gamalli tíð. Á fjórða áratugnum höfðu vefnaðar- verksmiðjur ekki áhuga á finnsku ull- inni. Hún var ójöfn, vinnslan var tíma- frek og krafðist sérstakrar verktækni og til þess vantaði bæði vinnuafl og pen- inga. Erlend ull var ódýrari. Finnska sauðféð var ræktað með kjötframleiðslu í huga, en ekki vegna ullarinnar. Stofnun og starfsemi Renqvisthjónin flokkuðu ullina ná- kvæmlega og völdu aðeins það besta úr. Ullin varð að vera mjúk, fjaðurmögnuð, glansandi, fislétt og smáhrokkin. Kind- 34 um með lélega ull var fargað. Verksmiðj- urnar borguðu samt sem áður sama verð fyrir þessa hágæðaull og ull sem var bæði grófari og lélegri. Þess vegna varð hugmyndin um eigin spunaverksmiðju sífellt áleitnari. Thyra Renqvist las í blaði um ullarsýn- ingu í Svíþjóð þar sem sýndar voru teikningar af nýrri vélartegund sem enski verkfræðingurinn og listiðnaðar- maðurinn Herman Fitzpatrick hafði hannað. Vélin afkastaði meiru en hægt var með handspuna og varðveitti jafn- framt eins mikið og hægt var af eigin- leikum handspunnins garns. I Finnlandi voru gæði garns metin eftir hversu jafna áferð það hafði. í Englandi aftur á móti reyndu menn að losa sig við þessa líflausu jöfnu áferð. Þar var heimil- isiðnaðar- og listiðnaðarfólk fremst í flokki þeirra sem reyndu að ná fram eig- inleikum handspunnins garns. Þetta var í samræmi við hugmyndir Renqvisthjón- anna. Renqvist hafði samband við Herman Fitzpatrick og eftir samningaviðræður þeirra pantaði hann vélina og 1937 var hún komin á sinn stað og spunaverk- smiðjan gat hafíð starfsemi sína. Hún var rekin í Tamnissaari (Ekenás) fram til 1945, en þá var hún flutt til Kárcölá. Árið 1937 voru textíllistakonan Maria Boije af Gennás (1900—1983) og maður hennar Wladimir Boije af Gennás (1891—1981) höfuðsmaður, ráðin að verksmiðjunni. Renqvist bað Mariu Boije að hanna garnsamstæðu í 10 litum fyrir spunaverksmiðjuna til að sannreyna hvort hægt væri að reka fyrirtækið. Þannig voru Boijehjónin ráðin til starfa hjá fyrirtækinu til bráðabirgða, en þau áttu eftir að starfa þar í 30 ár og litirnir urðu 400 áður en yfir lauk. Maria Boije var tæknilegur ráðunautur, listráðunaut- ur og stjórnandi fyrirtækisins. Litið var á hana sem sál spunaverksmiðjunnar. Wladimir Boije bar ábyrgð á vélum og tækjum. Hráefnið Aðalforsendan fyrir rekstri verkmiðj- unnar var að hún fengi nóg af fyrsta flokks ull af finnsku fé. Auk ullar af eig- in fé, keypti fyrirtækið ull af öðrum sauðfjáreigendum, sem þannig fengu nauðsynlegar aukatekjur. Skömmtunin á stríðsárunum hafði það í för með sér að það var erfitt að fá keypta nóga ull í háum gæðaflokki og þar með var baráttan fyrir framleiðslu hágæðaull- ar á finnska markaðnum stöðvuð í bili. Svíar höfðu hins vegar áhuga og gerði það verksmiðjunni kleift að halda áfram að spinna finnska ull þrátt fyrir stríðið. Svíar útveguðu góða sænska ull, en fyrir hana mátti fá góða finnska ull í Finn- landi. Hún var síðan flutt aftur til Sví- þjóðar sem margs konar fullunnin vara frá fyrirtækinu, en jafnvel þessi starf- semi varð að leggja upp laupana á erfið- ustu stríðsárunum 1942—44. I stríðinu og á fyrstu árunum eftir stríð varð að blanda ullina með rayonull. Gat verið allt að 75% af henni í blöndunni. Spunaverksmiðjan byrjaði þá að nota það erlenda hráefni sem næst komst því að hafa eiginleika fmnsku ullarinnar. Hún flutti inn ull frá Nýfundnalandi, Falk- landseyjum og Nýja-Sjálandi og var sú ull blönduð með um það bil 10% af finnskri ull, ef hún fékkst. Ullin var frá upphafi lituð áður en hún var spunnin. Með því að blanda saman ull í mismunandi litum og réttum hlut- föllum náðist fram sá garnlitur sem ósk- að var eftir. Til að ná fram tilætluðum lit voru notaðir að minnsta kosti 5 og allt upp í 15 mismunandi litir. Úr fjarlægð virðist þetta garn vera einlitt, en sé kom- ið nær sjást hin margvíslegu litbrigði. Maria Boije bar ábyrgð á blöndun ullar- innar og þróun nýrra litasamstæðna. Framleiðslan I byrjun framleiddi Kotivilla bara garn. I kringum 1940, þegar gæðin höfðu auk- ist, byrjaði framleiðsla á efnum. Auk áklæðis- og gluggatjaldaefna voru fram- leiddir treflar, sjöl og teppi. Á stríðsár- unum var ekki leyfilegt að framleiða efni og aðeins sérverslanir, sem áður höfðu keypt garn frá Kotivilla, fengu að kaupa það. Eftir stríð hófst vefnaðurinn að nýju og náði hámarki á árunum milli 1955 og 60. Voru að mestu notaðar einfaldar vefnaðargerðir eins og einskefta og vað- mál. Einu munstrin sem notuð voru, voru rendur og kaflar. Náttúrulitir voru einkennandi fyrir framleiðsluna. Aðal- atriðið fyrir utan litina var efniviðurinn sjálfur. Hugmyndin var að framleiðslan myndaði, að svo miklu leyti sem unnt var, samstæða heild. Prjónagarn af mis- HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.