Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 19

Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 19
í mörgum munum þeirra hjóna eru geislandi litbrigði, t.d. tveir litir notaðir samofnir, annar myndar mynstur en hinn ef til vill bakgrunn eða óljóst ský. Litir eru mismunandi gagnsæir og stundum er annar litur að utan en innan í gripum. Fínlegar línur eða teikningar vekja at- hygli, ristar með tannlæknabor og síðan brætt glerduft í sárið. Sandblástur er og ein aðferð þeirra Bergvíkinga til skreyt- inga. Og ekki er hvað síst áhugavert að virða fyrir sér glerskúlptúrana sem steyptir eru í mót. Sá ferill er ærið tíma- frekur, því að fyrst þarf að móta hlutinn úr leir og taka af honum gifsmót, sem síðan er gert sandmót yfir og þá loks er fljótandi glerinu hellt í. í upphafi starfs síns notuðu Sigrún og Sören rúðugler í verk sín, en eru mun ánægðari síðan þau hófu notkun vandaðri efna, sem þau flytja inn sjálf og skapa úr kristalstæra hluti. Margt í deiglunni Listhandverksfólkinu í Bergvík hafa ver- ið falin margvísleg verkefni, eins og að útbúa verk fyrir kirkjur og gripi til tæki- færisgjafa, bæði staka gripi og marga eins. Eitt nýjasta verkið sem þeim var falið er gluggaskreyting í verslunina Ep- al í Rcykjavík. Oft hafa þau Sigrún og Sören sýnt verk sín bæði hér á landi og erlendis. Nú ný- verið héldu þau farandsýningar á fjórum stöðum í Þýskalandi og Belgíu, en sýn- ingarnar stóðu yfir í heilt ár og lauk í september á þessu ári. Þau eiga verk á farandsamsýningunni „Nordisk glas ’88“ sem einnig stendur yfir á þessu ári, og kom til Svíþjóðar eftir viðkomu á þremur stöðum í Noregi. A listahátíð í júní hér heima áttu þau verk á samsýn- ingu í verslun Heimilisiðnaðarfélags Is- lands, sem reyndar hefur haft á boðstól- um verk þeirra frá upphafi, og síðla Á HUGUROG HÖND 5. Glermeistararnir Sigrún Ólöf Einars- dóttir og Sören Larsen. 6. Kirkjumunir gerðir fyrir Ólafsvalla- kirkju á Skeiðum, 1987. Silfurkrossar á lokum eru eftir Einar Esrason, gu!l- smið. 7. Skýringarmynd um vinnubrögð við glerblástur. 8. Storkar og eðlur eftir Sigrúnu, 1988. 9. Dýraflaska (ilmflaska) Sigrúnar, 1987.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.