Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 15

Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 15
berki. Það er að vísu gert eftir hverja um- ferð í vinnslunni. Þá eru hlutirnir þurrk- aðir í sagi og allar höfuðbeygjur að lok- um póleraðar með pólerstáli. Ef hlutirnir eiga að vera gylltir eru þeir settir í gullbað eftir síðustu burstun, venjulega 2 til 3 umferðir og burstað á milli, síðan þurrkað í saginu og pólerað. Ef plötur eru undir, t.d. nælum, beltis- pörum og beltisstokkum, þarf að smíða ramma. Víravirkið er síðan kveikt fast á kantinn (rammann), plata smíðuð sem er sniðin eftir kantinum og gerðar festingar til að halda plötunni. Platan er póleruð sér áður en hún er fest. Vinnan við að undirbúa efnið til vinnslu er 10—15 % af vinnu að smíði hlutanna. Dóra Jónsdóttir 1. Víravirkisskartgripir eftir Kristófer Pétursson. Ljósmynd: Imynd. 2. Ýmis verkfæri, búfflar, flatkjafta, beygjutöng (efst), draglöð og trékubbur fyrir mát. Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir. 3. Silfurvír og verk á mismunandi vinnslustigi. Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir. Áskriftasöfnun Verðlaun: Bókin Tvíbandaðir vettlingar Félagar og áskrifendur! Sýnið velvilja ykkar til blaðsins og hjálpið okkur að safna nýjum áskrifendum. Sá sem útvegar 3 nýja áskrifendur að HUGUR OG HÖND fær að launum bókina Tvíbandaðir vettlingar. Strax og greiðslur hafa borist verður bókin send heim til við- komandi. Afgreisla blaðsins er að Laufásvegi 2, Reykjavík, opin þriðju- daga kl. 13.30—17.00, sími (91) 15500. Ritnefnd. HUGUR OG HÖND 15

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.