Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 22
Um mynsturvernd
Það eru liðin 280 ár frá því að fyrst voru urinn getur bæði verið fjárhagslegs og
sett lög til þess að vernda rétt höfunda til persónulegs eðlis. Fjárhagslegu réttind-
verka sinna. A þeim tíma sem liðinn er in fela m.a. í sér, að höfundur hefur
frá því að Englendingar, fyrstir þjóða,
settu lög, sem bönnuðu útgáfu rita án
samþykkis höfunda, hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Hin gullvæga regla
„verður er verkamaður launa sinna" hef-
ur smeygt sér inn á svið hugverka ýmiss
konar jafnt sem handverks.
Hugverkaréttur hefur með tímanum
greinst eftir eðli og notkun þeirra verka,
sem verndar njóta. Þannig eru nú hér á
landi í gildi lög um einkaleyfi nr. 12/
1923, lög um vörumerki nr. 47/1968 og
höfundalög nr. 73/1972. Fyrstnefndu lög-
in vernda uppfinningar tímabundið,
vörumerkjalög vernda rétt atvinnurek-
enda til þess að nota vörumerki eða auð-
kenni fyrir þjónustu sína eða vörur og
loks vernda höfundalög bókmenntir og
listaverk.
En hvar fellur mynstur inn í þessa
mynd hugverkaverndar? Með mynstri er
hér átt við hugverk, sem ætlað er að vera
fyrirmynd að útliti vöru eða skreytingu
hennar. Víða erlendis hafa verið sett sér-
stök lög til verndar mynsturrétti, t.d. á
Norðurlöndum. Hér á landi hafa ekki
enn verið sett lög um mynsturvernd, en
væntanlega styttist þó í að svo verði, þar
sem unnið hefur verið að því verki að
undanförnu. Enn eru það því eingöngu
höfundalög nr. 73/1972, sem veita mynst-
urvernd, og er því rétt að líta ofurlítið
nánar á þau.
Hlutverk höfundalaga er að veita
mönnum réttarvernd á tilteknum andleg-
um verðmætum og að viðurkenna rétt
höfundar til umráða yfir verki sínu. Rétt-
1.
einkarétt til birtingar á verki sínu og
einkarétt til eintakagerðar af því. Per-
sónulegu réttindin felast t.d. í nafngrein-
ingarrétti höfundar — hann á rétt til að
nafns hans sé getið, þegar verk hans er
birt almenningi. Einnig á höfundur rétt
til þess, að höfundarsérkenni hans og
höfundarheiður séu virt. Sá réttur birtist
aðallega í því, að óheimilt er að breyta
verki hans eða birta það þannig, að skert
geti höfundarheiður.
Samkvæmt höfundalögum telst sá höf-
undur, sem skapar andlegt verk á sviði
bókmennta eða lista, og réttur hans yfir
verkinu stofnast um leið og það verður
til. Höfundur hefur þó heimild til að
framselja höfundarrétt sinn eins og oft
gerist, t.d. með starfssamningi. Gera
verður mun á fjárhagslegum réttindum,
sem framselja má í heild, og hins vegar
sæmdarrétti (nafngreiningu, höfundar-
heiðri, höfundarsérkennum), sem ekki
má framselja nema í einstökum skýrt til-
greindum tilvikum.
Til þess að verk njóti verndar höfunda-
laga, verður það að fela í sér andlega
sköpun, sem er ný og sjálfstæð, a.m.k.
að formi til. Magn og gæði skipta hér
ekki máli, heldur hitt, að fram komi í
verkinu einstaklingsbundin höfundar-
sérkenni, sem séu árangur andlegrar
sköpunar. Rétt er að leggja áherslu á það,
að hugmynd að verki eða kveikjan að því
nýtur ekki verndar höfundalaga, heldur
einstaklingsbundin mótun verksins
sjálfs.
Höfundarréttur er tímabundinn, hann
2.
helst uns 50 ár eru liðin frá næstu ára-
mótum eftir lát höfundar. Erfingjar geta
því notið tekna af vinnu höfundar í all-
langan tíma eftir lát hans.
I 1. gr. höfundalaga eru taldir upp
ýmsir flokkar verka, sem njóta verndar
laganna. Þar segir, að til bókmennta og
lista teljist samið mál í ræðu og riti, leik-
sviðsverk, tónsmíðar, myndlist, bygg-
ingarlist, kvikmyndir, ljósmyndalist,
nytjalist og aðrar samsvarandi listgrein-
ar, á hvern hátt og í hverju formi sem
verkið birtist. Þá segir í 10. gr., að mynst-
ur njóti verndar sem nytjalist, enda full-
nægi þau skilyrðum um notagildi og list-
ræna sköpun. Með nytjalist er í höfunda-
lögum átt við hvers konar nytjamuni,
sem hafa listrœnt yfirbragð. Orðin ,,list-
rænt yfirbragð" eru einmitt lykillinn að
vernd höfundalaga á mynstri. Það er hins
vegar alls ekki gefið að mynstur, sem
hefur mikið notagildi, hafi einnig list-
rænt yfirbragð í þeim mæli, að það nægi
til þess að geta talist verk í skilningi höf-
undalaga. Hvar draga á mörkin, er alls
ekki augljóst mál og undir mati dómstóla
komið, ef deilt er um þau. Eins og íyrr
segir, þarf verk að fela í sér eitthvað nýtt
og sjálfstætt, sem sé árangur andlegrar
sköpunar. I ljósi þess, hver almennur til-
gangur höfundalaga er. má gera ráð fyr-
ir, að mat á listrænu yfirbragði nytja-
muna byggist fyrst og fremst á fagur-
fræðilegum og listfræðilegum rökum.
Sennilega verða því gerðar meiri kröfur
en svo, að öll mynstur, sem tvímælalaust
hafa notagildi og byggja á andlegri sköp-
un, geti notið verndar höfundalaga.
Rétt er að taka fram, að hér á landi fer
ekki fram nein skráning á réttindum höf-
22
HUGUR OG HÖND