Hugur og hönd - 01.06.1988, Blaðsíða 12
Prjónadúkur
Efni: Hörþráður nr 16/2 (vefgarn).
Prjónar: 13 stk. sokkaprjónar eða 70 cm
langur hringprjónn og 7 sokkaprjónar.
Heklunál: nr 2.
Þvermál: um 60 cm.
Dalíumunstur.
Fitjaðar eru 6 lykkjur á 3 prjóna, 2 lykkj-
ur á hvern. Fyrst er prjónuð ein umferð
slétt í hring. Ef erfitt reynist að hemja
prjónana með svo fáum lykkjum er ráð
að fitja 6 lykkjur með heklunál, festa í
hring og prjóna síðan lykkjurnar 6 upp
úr hekluðu fitinni. Lykkjan á heklunál-
inni verður sú fyrsta. Með þessu móti
verður miðjan viðráðanlegri.
Nú er prjónað eftir teikningu, 6 sinn-
um, þ.e.a.s. munstrið prjónað tvisvar
með hverjum prjóni. Rétt er að merkja
strax fyrsta prjón umferðar, t.d. með
mislitum spotta. Önnur hver umferð er
teiknuð, hinar eru prjónaðar sléttar
nema annað sé tekið fram.
Sérstaklega skal vakin athygli á nokkr-
um örvum hægra megin á teikningu á
línu milli teiknaðra umferða (rúðna).Þær
merkja að í sléttu umferðinni á milli er
ein lykkja af vinstri prjóni flutt yfir á
hægri prjón og prjónast því með síðasta
tákni næstu munsturumferðar.
Þegar dúkurinn stækkar og lykkjum
hefur fjölgað svo að þær vilja renna út af
prjónunum, er rétt að taka í notkun 3
prjóna í viðbót og skipta lykkjunum
þannig að eitt munstur komi á hvern
prjón.
í 50. umferð er þrem lykkjum aukið í
hvert munstur, sjá teikningu. Eftir það
eru 39 lykkjur á í hverju munstri, sam-
tals 234 lykkjur (39x6). Næstu 6 um-
ferðir, 51.—56., eru prjónaðar brugðnar.
I 57. umferð er einni lykkju aukið í hvert
munstur og í 65. umferð er tveim lykkj-
um aukið í, sjá teikningu, eftir það eiga
að vera á 42x6 lykkjur á. Athuga ber að
í 59., 61. og 63. umferð eru teiknaðar að-
eins nokkrar fyrstu lykkjur sem eru end-
urteknar umferðirnar á enda. Aftur
koma 6 umferðir brugðnar, 66.—71.
Umferðir 72—93 mynda eins konar
blúndu á dúkinn. Teikningin er nú lesin
tvisvar fyrir hvern prjón, þ.e. tólf sinn-
um í allt.Hafi lykkjur ekki þegar verið
settar á hringprjóninn er hætt við að þær
rúmist ekki lengur á 6 prjónum og því
orðið tímabært að fjölga sokkaprjónum
um aðra 6 eða prjóna það sem eftir er á
hringprjón.
Eftir 93. umferð eru lykkjurnar hekl-
aðar ofan af prjónunum, 3 eða 5 saman
og fitjaðar 8 loftlykkjur á milli, sjá teikn-
ingu. Síðast er dúkurinn undinn úr volgu
vatni og strekktur með því að setja títu-
12
HUGUR OG HÖND