Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.03.2020, Qupperneq 2
Veður Víða norðaustan 5-13, dálítil él norðaustanlands, annars úrkomu- lítið. Gengur í suðaustan 10-18 með snjókomu eða slyddu suð- vestan og vestan til síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. SJÁ SÍÐU 28 Algjör steypa Steypubíl sem maður um þrítugt stal á Vitastíg í gær var stefnt í mikla háskaför niður Laugaveg og um Lækjargötu að Sæbraut þar sem ökumaður- inn ók á öfugum vegarhelmingi og utan vegar með lögreglubíla á eftir sér. Gangandi vegfarendur hrökkluðust undan ferlíkinu sem nálgaðist á ógnarhraða. Loks ók þjófurinn út af á Kleppsvegi og freistaði þess árangurslaust að hrista af sér laganna verði á fæti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI AFMÆLISTILBOÐ Í MARS kr .kg1790 FISKRÉTTUR DAGSINS Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarinaSogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 TÖLVULEIKIR Gulli útskrifaðist sem hljóðhönnuður frá Ravensbourne University í London árið 2012. Hann er Hólmari í húð og hár og segir að ferill í tölvuleikjaheiminum hafi ekkert endilega legið beint við. „Ég spilaði ekki mikið af tölvuleikjum sem krakki, var aðallega í körfu- bolta og tónlist,“ segir hann. Eftir að hafa starfað að margs konar verkefnum í hljóðhönnun, bæði heima og erlendis, réð tilviljun því að hann réð sig til Remedy-fyrir- tækisins sem staðsett er í Helsinki. „Það er gamla klisjan, ég var réttur maður á réttum stað. Ég tók að mér verkefni fyrir þá í forföllum árið 2017 og sex mánuðum síðar var ég fluttur til Finnlands,“ segir Gulli. Hjá fyrirtækinu starfa 250 manns frá öllum heimshornum. Control var þrjú ár í framleiðslu og hóf Gulli vinnu við leikinn um leið og hann hóf störf hjá Remedy. „Hugsunin á bak við leikinn er mjög frumleg og það hefur fallið vel í kramið hjá tölvuleikjaspilurum sem þyrstir í eitthvað nýtt,“ segir Gulli. Hlutverk hans og samstarfsfólks hans er að skapa hljóðheim leiksins. „Hljóðsetning er í raun bara að búa til tilfinningar. Við fáum grafík og teikningar af tilteknum rýmum, hlutum og persónum í leiknum og þurfum að hanna hljóð sem hæfa því. Þegar það er klárt þarf að setja þetta allt inn í leikinn og láta það virka,“ segir Gulli. Hann segir að mikil vinna liggi oft á bak við hin ýmsu hljóð í leiknum. „Í Control erum við oftast að reyna að búa til óþægilega og jafn- vel hrollvekjandi stemmingu. Það gerist reglulega í þessu starfi að maður er að leita að einhverju hljóði, kannski bara hálfri sek- úndu, sem þú ert með í huganum en finnur ekki fyrr en eftir langa leit. Það getur verið mjög gefandi þegar maður telur sig finna þetta hljóð og allt smellur saman,“ segir Gulli. Að hans sögn er mikið listrænt frelsi hjá Remedy og það er eitthvað sem hann kann vel að meta. „Við vinnum hljóðin á margs konar hátt, úr hljóðgervlum, hljóðbönkum eða tökum þau upp sjálf. Til dæmis vann ég hljóð í holræsaskrímsli úr upptöku þar sem að ég dundaði mér við að smjatta á banana,“ segir Gulli kíminn. Hann nýtir líka hvert tækifæri sem hann fær til þess að taka upp hljóð sem síðan geta nýst honum í vinnunni. „Ég fór í heimsókn í Hólminn um daginn og fékk þá að eyða degi í skipasmíðastöðinni Skipavík. Þar var ég að berja saman málmum allan daginn og taka upp. Held að flestir sem sáu aðfarirnar hafi hald- ið að ég væri stórskrýtinn. Þetta var svo á endanum allt notað í leikinn.“ bjornth@frettabladid.is Hljóðsetning gerð til að búa til tilfinningar Finnski tölvuleikurinn Control fékk á dögunum metfjölda tilnefninga til BAFTA-verðlauna, þar á meðal fyrir hljóðsetningu. Á bak við hljóðheim leiks- ins, sem er ævintýralegur í meira lagi, er Gulli Gunnarsson og samstarfsfólk. Gulli er vægast sagt frumlegur við hljoðsetninguna. MYND/NIALL MCCONNELL Til dæmis vann ég hljóð í holræsa- skrímsli úr upptöku þar sem að ég dundaði mér við að smjatta á banana. Gulli Gunnarsson ME NNING Ólíkt mörgum sam- komum sem slegnar hafa verið af, fóru Íslensku tónlistarverðlaunin fram að venju og voru 39 verðlaun veitt. Var hátíðin haldin í gærkvöldi með pompi og prakt í Hörpu en þjóf- startað var á þriðjudag þegar hljóm- sveitin Grísalappalísa hlaut verðlaun í flokknum textahöfundur ársins. In the Dark með Vök var valin poppplata ársins, Týnda rásin með Grísalappalísu rokkplata ársins og Is anybody listening? með Cell7 rappplata ársins. Popplag ársins var Enginn eins og þú með Auði, rokk- lagið Fyrsta ástin með Hipsumhaps og rapplagið Falskar ástir með Flóna. Þá var flutningur Hatara í Eurovisi- on valinn tónlistarviðburður ársins. Söngkona ársins var Margrét Rán úr Vök og söngvari Auður sem jafn- framt var valinn flytjandi ársins. Sigurganga Hildar Guðnadóttur heldur áfram en hún hlaut verðlaun fyrir útgáfu kvikmyndatónlistar og upptökustjórn fyrir tónlistina úr þáttunum Chernobyl. Heiðursverð- launin hlaut Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú. Bergur Ebbi var kynnir á hátíðinni og fjölmargir tónlistarmenn komu fram. Ragga Bjarna, sem féll frá fyrir skemmstu, var minnst með flutningi á lögunum Barn og Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. – khg Sigurganga Hildar Guðna heldur áfram GDRN tók lagið á Íslensku tónlistar- verðlaununum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK Danir hafa tekið ákvörð- un um harðar aðgerðir vegna COVID-19 faraldursins. Kynnti Mette Frederiksen forsætisráð- herra þetta á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Betra að bregðast við í dag en að sjá eftir á morgun,“ sagði hún. Yfir 500 manns hafa smitast af veirunni og ástand tveggja ein- staklinga er alvarlegt. Þá eru 1.300 í sóttkví. Skólum verður lokað, opin- berir starfsmenn sendir heim nema í undantekningartilvikum og mælst er til að samkomum þar sem fleiri en 100 manns koma saman verði aflýst. Gildir þetta í tvær vikur. – khg Danir grípa til harðra aðgerða Mette Frederik- sen forsætisráð- herra. 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.