Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 10

Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 10
Ástand heimsins Síðustu 49 sjúklingarnir voru fluttir úr Hongshan-íþróttahúsinu í Wuhan-borg í kína þar sem einn af tólf bráðabirgðaspítölum borgarinnar var settur upp til að bregðast við kórónafaraldrinum. Unnið hefur verið að lokun hluta þeirra en faraldurinn hefur verið í rénun í borginni, þar sem COVID-19 greindist fyrst. Á sama tíma er hann að brjótast út víða annars staðar um heim. MYNDIR/GETTY Þúsundir aðdáenda tóku á móti Valencia fyrir utan heimavöll liðsins sem tók á móti Atalanta í öðrum leik liðanna í Meistaradeildinni á þriðjudag. Lengra komust þeir ekki því leikurinn var lokaður áhorfendum í varúðarskyni. Pólskir landa- mæraverðir og heilbrigðis- starfsmenn klæddir hlífðar- fatnaði taka sýni og mæla hita rútufar- þega við landa- mæri Póllands og Þýskalands. Íbúar í borginni Manila á Filippseyjum eru farnir að hamstra vegna COVID-19. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi á þriðjudaginn eftir að fyrstu innanlandssmitin voru staðfest. Viðskiptavinir stórmarkaða geta gripið forpakkaðar nauðsynjar við innganga til að takmarka samneyti við aðra. Stephen Linch, þingmaður Demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, og dr. Anthony Fauci, forstöðumaður Heilbrigðisvísindastofnunar Bandaríkjanna, heilsuðust með olnbogaskoti við upphaf fundar eftirlitsnefndar þingsins um viðbrögð bandarískra stjórnvalda við faraldrinum þar sem Fauci svaraði spurningum þingmanna. 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.