Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2020, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 12.03.2020, Qupperneq 17
AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Í ævisögu Ingólfs Jónssonar ráðherra segir frá bónda í Meðallandinu, sem sendi Skömmtunarskrifstofu ríkisins erindi með beiðni um leyfi til kaupa á klof háum gúmmístígvélum. Skömmtunarskrifstofunni þótti rétt að upplýsa viðskiptaráðherra um erindið. Ráðherrann gaf Skömmtunarskrif- stofunni síðan heimild til þess að víkja frá settum reglum í þessu tilviki vegna sérstöðu málsins. Þótt það sé ekki sagt berum orðum liggur í loftinu að þing- maður Vestur-Skaftfellinga hafi þrýst á um farsæla niðurstöðu fyrir bóndann. Forsjá og frelsi Þessi löngu liðna saga frá haftaárunum kom upp í hugann þegar umræður fóru fram á Alþingi í síðustu viku um vægi atkvæða. Eru einhver tengsl þar á milli? Í sjálfu sér ekki. En þeir fáu, sem töluðu fyrir óbreyttri mismunun í eðlisþyngd atkvæða, virtust gera það á þeirri forsendu að þörfin fyrir forsjá og fyrirgreiðslu þingmanna væri ríkari á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Er það svo í raun og veru? Hefði á sínum tíma átt að bregðast við skorti á gúmmístígvélum með því að fjölga þingmönnum sveitanna? Hvaða vanda hefði það leyst? Á endanum leysti Viðreisnarstjórnin vandamálið með því að afnema hafta- og skömmtunarkerfið og gefa verslun- ina frjálsa. Eftir það gátu bændur keypt stígvél án atbeina ráðherra. Þingmenn misstu verkefni og kannski fannst sumum þeir missa völd. Hræðsla við breytingar En því er ekki að leyna að hræðslan við að hverfa frá höftum til frjálsrar versl- unar var rótgróin. Ýmsir staðhæfðu að frjálsræði af þessu tagi þjónaði aðeins hagsmunum kaupmanna en græfi undan stöðu þeirra sem sköpuðu raunveruleg verðmæti í sveitunum og sjávarplássunum. Verðgildi þess- arar kenningar féll mjög fljótt í búð reynslunnar. Ef við lítum okkur nær í tíma er það vissulega enn svo að afstaða margra til breytinga ræðst af hræðslu við það óþekkta. Í hófi getur slík hræðsla verið dyggð, en í óhófi Þrándur í Götu framfara. En þetta á við fólk í þéttbýli rétt eins og á landsbyggðinni. Og jafn- vægið þarna á milli ætti að vera eins mikilvægt fyrir fólk hvar sem það býr. Skoðanakannanir sýna að vísu að oft er munur á afstöðu fólks eftir búsetu. En þær segja líka að skoðanir fólks eru skiptar eftir aldri, menntun og tekjum. Orsakir byggðaþróunar Byggðin í landinu hefur þróast til vaxandi þéttbýlis. Það er sams konar breyting og átt hefur sér stað meðal annarra þjóða. Aukin þekking, fjöl- breytni í atvinnuháttum, tæknifram- farir og framleiðniaukning hafa verið helstu áhrifavaldarnir um þessa þróun og um leið lífskjörin. Áhrif atkvæðamisvægisins á byggða- þróunina eru svo óveruleg að með engu móti er unnt að skrifa ábyrgðina á þann reikning. Þó að flestir sjái eftir byggðum, sem hafa horfið eða veikst verulega, vilja fáir fara til baka á sama lífskjarastig og áður. Landsbyggðarfólk er ekkert frábrugðið öðrum með það. Þörf byggðanna fyrir nýsköpun Eins og sakir standa þarf landsbyggðin sennilega mest á nýsköpun að halda. Um það þarf varla að þræta. En það getur verið ágreiningur um leiðirnar að því marki. Menn skiptast líka í tvö eða f leiri horn í þeim efnum í þétt- býlinu. Hér má taka dæmi: Sú mismunun, sem felst í því að sumum er gert kleift að standa utan krónuhagkerfisins og öðrum ekki, bitnar eins á landsbyggð- inni og borgarsamfélaginu. Kannski hallar þó heldur meir á landsbyggðina fyrir þá sök að þörfin fyrir nýsköpun er ríkari þar og þessi mismunun er ein stærsta hindrunin fyrir slíkri fram- þróun. Það ræðst fyrst og fremst af almenn- um pólitískum viðhorfum hvort tekið verður á mismunun af þessu tagi. Sér- tæk fyrirgreiðsla mun litlu eða engu áorka í því efni nú fremur en fyrr. Þegar öllu er á botninn hvolft standa engin gild rök til þess að víkja frá því almenna mannréttindasjónarmiði að atkvæðarétturinn eigi að vera ein- staklingsbundinn og jafn. Má réttlæta ólíka eðlisþyngd atkvæða? Eins og sakir standa þarf landsbyggðin sennilega mest á nýsköpun að halda. Lestu Fréttablað dagsins í snjalltækinu þínu, hvar og hvenær sem er! BYRJAÐU DAGINN MEÐ FRÉTTABLAÐINU Sæktu Fréttablaðsappið frítt! • Þú sækir appið frítt í Appstore eða Googleplay. • Opnar blað dagsins. • Lest þegar þér hentar! S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 1 2 . M A R S 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.