Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 32

Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 32
Íþróttahús Há- skóla Íslands. MYNDIR/HÁSKÓLI ÍSLANDS Fyrstu 29 árin var Háskóli Íslands til húsa í Alþingishús-inu við Austurvöll í Reykjavík en skólinn var stofnaður 17. júní árið 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Starfsemi háskólans var flutt í Aðalbygg- inguna við Suðurgötu árið 1940 og á þeim 80 árum sem eru liðin hefur byggingum hans fjölgað mikið, bæði á svæðinu kringum Aðal- bygginguna og utan þess. Hér segjum við frá sögu nokk- urra bygginga Háskóla Íslands og styðjumst við Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla Íslands II, Draumsýnir, framkvæmdir og svipmyndir af háskólasamfélagi 1940-1990, sem Páll Sigurðsson tók saman og Háskólaútgáfan gaf út árið 1991. Lögberg Árið 1960 ákvað háskólaráð að reist yrði bygging milli Aðalbygg- ingar og Nýja-Garðs. Við hönnun hennar skyldi miða við að hún yrði fyrst og fremst nýtt undir Laga- deild skólans, þótt hún yrði einnig nýtt fyrir aðrar deildir eins og hægt var. Gert var ráð fyrir að bygg- ingin myndi kosta um 40 milljónir og búnaður um þrjár milljónir. Byggingin var teiknuð af Garðari Halldórssyni arkitekt, undir stjórn Fjölbreyttar byggingar HÍ Frá stofnun Háskóla Íslands árið 1911 hefur byggingum skólans fjölgað jafnt og þétt. Margar eiga þær sér langa og fróðlega sögu enda byggðar á miklum umrótatímum í sögu þjóðarinnar. Lögberg er nýtt undir lagadeildina en Garðar Halldórsson teiknaði húsið. Oddi er hús hugvísinda hjá HÍ. Harðar Bjarnasonar sem þá var húsameistari ríkisins. Ári síðar, 1970, hófust framkvæmdir og allt húsið var tekið í notkun 1972 þótt frágangi væri ekki að fullu lokið. Íþróttahús Háskóla Íslands Upphaflega höfðu stjórnendur Háskóla Íslands mjög stórtækar hugmyndir um byggingu íþrótta- húss, en horfið var frá þeim hug- myndum og mun minna hús var reist. Gísla Halldórssyni og Sigvalda Thordarsyni var falið að teikna húsið og var grunnur grafinn fyrir bygginguna sumarið 1945. Á næstu tveimur árum var húsið byggt og í apríl 1948 fór þar fram fyrsta fim- leikaæfingin. Íþróttahús Háskólans er enn í fullri notkun og hýsir í dag meðal annars íþróttasal, tækjasal og gufubað. Oddi Árið 1980 var hafist handa við byggingu hugvísindahúss sem síðar hlaut nafnið Oddi. Fram- kvæmdir gengu hægt fyrir sig, af ýmsum ástæðum, auk þess sem einhverjum háskólakennurum og fræðimönnum sem störfuðu í Árnagarði skammt frá, þótti nýja byggingin skyggja á fegurð Vatnsmýrar og fjallahringsins. Upphaflega átti húsið að þjóna Félagsvísindadeild, Viðskiptadeild og Heimspekideild. Háskólabíó Um miðja síðustu öld kviknuðu hugmyndir um byggingu fram- tíðarhúsnæðis undir kvikmynda- hús Háskólans. Upphaflegar hugmyndir gerðu ráð fyrir að bíóið myndi rísa á lóð við Hringbraut, milli Þjóðminjasafns og Garðs, en bæjaryfirvöld féllust ekki á þær hugmyndir. Árið 1955 gaf Gunnar Thoroddsen borgarstjóri háskólayfirvöldum kost á lóð við Hagatorg og Dunhaga og hófust framkvæmdir þremur árum síðar. Háskólabíó var vígt í október 1961, á 50 ára afmæli Háskóla Íslands. Askja Askja, náttúrufræðahús Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, var vígt við hátíðlega athöfn í apríl 2004. Hönnun þess hófst tíu árum áður og teiknaði dr. Maggi Jónsson húsið, sem margir í háskólasamfé- laginu höfðu beðið eftir jafnvel áratugum saman. Byggingin er 8.657 fermetrar að stærð en nafn hússins var valið úr 2.534 hug- myndum sem bárust í samkeppni HÍ um tillögur að nafni. Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Hafðu samband 568 0100www.stolpigamar.is Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega tarfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS, vörulyftur frá Maber og skemmur frá Hallgruppen. Rakaskiljur og blásara frá Heylo, rykvarnarkerfi frá ZIPWALL, og parket-og vinilklippur frá BULLET TOOLS.  þurrgáma  hitastýrða gáma  geymslugáma  einangraða gáma  fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun Stólpi Gámar fyrir atvinnulífið 6 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RVERK OG VIT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.