Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 34

Fréttablaðið - 12.03.2020, Side 34
við sig eða festipunkta án þess að festibúnaðurinn þvælist fyrir við vinnu. Við teljum víst og vonum að notkun á þannig öryggisbúnaði muni aukast mikið á næstu miss- erum. Í vetur hófum við samstarf við Euroscaffold sem er hollenskur framleiðandi álvinnupalla og franska fyrirtækið Centaure, sem framleiðir stiga og tröppur fyrir iðnað. Stundum hefur borið á því að verið er að nota heimiliströppur á vinnusvæðum en þær eru ekki hannaðar fyrir þær aðstæður. Við viljum bjóða tröppur og stiga sem hönnuð eru fyrir vinnusvæði á þannig verði að fyrirtæki velji þann kost frekar en að bjóða starfs- fólki sínu upp á tröppur og stiga sem geta hreinlega verið hættuleg í þeim aðstæðum sem verið er að nota þá í. Álpallarnir frá Euroscaf- fold eru mjög vandaðir, aðalkerfi þeirra er þannig úr garði gert að við uppsetningu á pöllunum kemur handrið upp með stífum þannig að þegar farið er upp á dekkið er fall- vörn komin,“ greinir Örvar frá. Aukið vöruframboð „Vinnupallar ehf., bjóða enn fremur upp á breitt vöruúrval af iðnaðarryksugum, háþrýstidælum og hitablásurum frá Biemmedue á Ítalíu. Við tókum til dæmis inn hitablásara frá Biemmedue sem er í stærri kantinum: 810,861 BTU og blæs 17.000 rúmmetrum af heitu lofti á klukkustund. Hann er 351 kíló og hefur mjög góða orkunýtingu: 92%. Þetta tæki er hugsað til að hita stærri rými á skömmum tíma. Tækið er haft fyrir utan rýmið sem það á að hita og heita loftinu blásið inn með þar til gerðum barka. Við bjóðum upp á að leigja þennan öfluga blásara til lengri eða skemmri tíma.“ Öruggar sérlausnir „Við leggjum mjög mikla áherslu á persónulega lausnamiðaða þjón- ustu,“ segir Örvar. „Við kennum viðskiptavinum á vörurnar okkar og viljum styðja við og auka þekk- ingu þeirra á öryggismenningu í byggingariðnaði. Vöruúrval Vinnupalla ehf. endurspeglar það markmið með því að bjóða öruggar hágæðavörur fyrir byggingasvæði á hagstæðu verði. Á undanförnum árum hafa öryggismál á byggingar- svæðum tekið miklum framförum öllum til heilla. Við viljum styðja við áframhaldandi þróun í þá átt með auknu vöruframboði á vinnuverndar- og öryggisbúnaði á Íslandi. Vinnupallar ehf. telja hag í því að vera með ákveðna sam- keppnishæfa verðstefnu og munu alltaf bjóða gott sanngjarnt verð með langtíma viðskiptasamband í huga,“ segir Örvar. Vinnupallar ehf. fluttu nýlega í glæsilegt húsnæði að Smiðsbúð 10 í Garðabæ. Þar er verslun, sýning- araðstaða, lager og allt sem þarf til að fyrirtækið geti þjónustað viðskiptavini sem allra best. Sett var í loftið ný heimasíða, vpallar.is, rétt eftir áramót sem aðstoðar við markaðssetningu og miðlun á efni til viðskiptavina. Vöruúrval Vinnu- palla ehf. endur- speglar það markmið með því að bjóða örugg- ar hágæða vörur fyrir byggingarsvæði á hag- stæðu verði. Segja má að starfsemi Vinnu-palla sé tvíþætt þar sem flestar vörur eru bæði til leigu og sölu. „Þannig teljum við okkur veita hagkvæmustu sérlausnirnar og koma sem best til móts við þarfir okkar viðskiptavina,“ segir Örvar Geir Örvarsson rekstrar- stjóri. Um langt skeið hefur ákveðið ítalskt rörapallakerfi verið ráðandi á íslenskum markaði og fátt annað hefur verið í boði þegar kemur að rörapöllum. „Við hjá Vinnu- pöllum sáum ákveðið tækifæri í þessari einsleitni sem felst í því að bjóða annars konar vöru og fyrirtækið lagði upp með það í huga að koma með nýja, örugga og samkeppnishæfa vöru. Plettac pallakerfið er upprunalega þýskt rörapallakerfi hannað með mikinn fjölbreytileika í boði hvað varðar uppsetningu á pöllunum og í dag er kerfið eitt vinsælasta rörapalla- kerfi í Evrópu. Hugsunin á bak við Plettac pallakerfið er að bjóða sérhæfðar lausnir til að mæta fjölbreyttum verkefnum. Sérhæfð útfærsla bætir öryggi pallanna og gerir það að verkum að þægilegra er að vinna á pöllunum. Við tókum strax þá stefnu að flytja inn sem mest af fylgihlutum kerfisins til að geta boðið viðskiptavinum okkar að fullnýta möguleika þess,“ segir Örvar. Öryggið fremst „Öryggi pallanna er í algerum for- gangi, bæði hvað varðar hönnun, notkunarmöguleika og hvernig við viljum kynna nýtingu þeirra. Fall úr hæð er eitt af algengustu vinnuslysunum og því miður má stundum rekja slík slys til óvand- aðs frágangs og uppsetningar á vinnupöllum. Þetta er þó að breyt- ast og vitundarvakning hefur átt sér stað hvað varðar öryggismenn- ingu almennt í byggingariðnaði undanfarin ár. Bæði bygginga- og eftirlitsaðilar eru farnir að gera meiri kröfur varðandi öryggismál, þar með talið vandaða uppsetn- ingu og frágang við vinnupalla. Við setjum öryggið fremst og teljum okkur hafa bæði fram að færa lausnir og útfærslu til að styðja við þá jákvæðu þróun. Við höfum strax frá upp- hafi boðið upp á uppsetningu á vinnupöllum. Sú vinna felur í sér ákveðna fallhættu og þar af leiðandi eiga aðilar sem vinna við slíka framkvæmd alltaf að nota fallvarnarbúnað. Það lá því beint við að næsta skref hjá okkur væri að bjóða fallvarnarbúnað til sölu. Í dag eigum við mikið úrval af fallvarnarbúnaði, svo sem beltum, blökkum og línum í fjöl- breyttri útfærslu. Rekstraraðilar og starfsfólk fyrirtækisins hefur farið á ýmis námskeið varðandi fallvarnir hérlendis og erlendis hjá okkar birgjum og við höfum réttindi til að þjónusta allan okkar búnað. Þegar unnið er í hæð er alltaf ákveðin hætta á ferð sem meðal annars felst í því að verkfæri geta fallið niður og valdið tjóni og slysum. Vinnupallar ehf. hafa tekið til sölu vörulínu frá Ergodyne sem tekur á þess konar hættu. Ergo- dyne hefur þróað ýmsar vörur sem gera fólki kleift að festa verkfæri Vinnupallar ehf. bjóða upp á fjölbreyttar öruggar lausnir Vinnupallar ehf., hefur starfað á byggingavörumarkaði í þrjú ár en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og leigu á hágæða vinnupöllum frá Plettac. Fyrirtækið hefur undanfarin misseri verið að breikka vöruval sitt fyrir byggingariðnaðinn og býður nú enn fleiri hágæðavörur bæði til sölu og leigu. „Sérhæfð út- færsla bætir öryggi pall- anna og gerir það að verkum að þægilegra er að vinna á pöllunum,“ segir Örvar Geir Örvarsson hjá Vinnupöllum. Hjá Vinnupöllum er fjölbreytt úrval alls kyns öryggisbúnaðar og tækja. Fyrirtækið Vinnupallar býður vörur jafnt til leigu og sölu. Hitablásari frá Biemmedue sem er í stærri kantinum fyrir stærri rými: 810,861 BTU. Hann blæs 17.000 rúmmetrum af heitu lofti á klukkustund. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RVERK OG VIT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.