Fréttablaðið - 12.03.2020, Síða 37

Fréttablaðið - 12.03.2020, Síða 37
Innréttingar og tæki er starfrækt í Ármúla 31 og hefur verið rekið um langt skeið. „Fyrirtækið er frá 1945. Amma mín stofnaði það sem heildverslun, en árið 1993 var því svo breytt í verslun af for- eldrum mínum,“ segir Íris en hún, ásamt eiginmanni sínum Grétari Þór, tók yfir reksturinn árið 2014. „Við stukkum til. Maðurinn minn er enn í annarri vinnu, en hann kemur alltaf þegar hann er búinn í vinnunni og við stöndum vaktina,“ segir Íris, létt í bragði en fyrirtækið leggur mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu. „Þetta er algjört fjölskyldufyrirtæki. Ef foreldrar mínir eru ekki á staðnum, þá eru börnin hérna. Svo bíð ég bara eftir að ömmubörnin mæti á vaktina,“ segir Íris og hlær. Áhersla á vandaða sérvöru og persónulega þjónustu Innréttingar og tæki selur vandaða sérvöru. Til að mynda baðinnrétt- ingar, sturtuklefa, hreinlætisvörur og blöndunartæki. „Við erum í raun með allt fyrir baðherbergið nema vegg- og gólfefni. Við viljum vera sérvöruverslun, en ekki þessi dæmigerða byggingavöruverslun. Við leggjum metnað okkar í vandaðar vörur og persónulega þjónustu,“ segir Íris. Blöndunar- tækin koma frá Fima Carlo Frattin, ítölsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfisvænni gæðaframleiðslu. Hreinlætistækin eru að mestu frá Gala sem er spænskt fyrirtæki, stofnað 1965. Þá selur verslunin vörur frá Globo, sem er ítalskt fyrirtæki. „Globo er til að mynda svaka- lega flott merki. Fyrirtækið var stofnað 1980. Þeir bjóða upp á mjög skemmtileg, lituð salerni, sem viðskiptavinir okkar hafa rosalega mikinn áhuga á – til dæmis svört, brún og grá. Þessir litir eru dálítið öðruvísi,“ segir Íris. „Fólki finnst þetta rosalega flott. Margir koma og kaupa svart. Svo eru sumir sem staldra við, langar í salerni í lit en enda á að kaupa matt, hvítt salerni sem er líka mjög vinsælt.“ Óþarfi að skipta öllu út í einu Blöndunartækin rjúka út hjá Írisi, enda mikið og gott úrval. „Ef þú vilt einfalda og ódýra leið til þess að poppa upp baðherbergið er mjög sniðugt að skipta út blöndunar- tækjum og fá þau í einhverjum lit. Það er það vinsælasta sem við erum með núna. Það þarf ekki endilega að skipta út öllu í einu, þú þarft ekki endilega að skipta út hand- lauginni og klósettinu þótt þú fáir þér ný blöndunartæki.“ Íris bendir fólki þó einnig á að ráðfæra sig við hönnuði og fagmenn. Sturtubotnarnir eru líka vinsæl söluvara. „Þeir eru ótrúlega flottir og þunnir. Eins og ein, heil flís; þungir og massífir og eru fram- leiddir hjá Gala. Það er eiginlega með ólíkindum hversu dug- legir Íslendingar eru að skipta út sturtunni,“ segir Íris. „En það á sér nú eðlilegar skýringar. Það er gott að vera með baðkar þegar börn eru ung, en þegar þau eldast og fjölskyldur fara að keppast um bað- herbergið á morgnana þá vilja allir fara í sturtu. Það er einfalt að henda út baðkarinu, setja stóran sturtu- botn og svo gler. Þá ertu kominn með æðislega „walk-in“ sturtu með lítilli fyrirhöfn,“ útskýrir Íris og Auðvelt að lífga upp á baðherbergið bara með nýjum hreinlætistækjum Innréttingar & tæki bjóða upp á ríkulegt úrval baðinnréttinga, blöndunar- og hreinlætistækja. Íris Jensen framkvæmdastjóri segir margar spennandi nýjungar á döfinni, bæði hvað snertir vöruúr- val og liti. Bleikur kemur sterkur inn um þessar mundir og kemur virkilega vel út í baðherbergjum. Íris Jensen, framkvæmdastjóri og eigandi. Blöndunartæki í lit gera heilmikið fyrir baðherbergið. Sturtubotnarnir eru alltaf vinsæl söluvara. Guðdómlega fallegur bleikur vaskur. Vaskarnir og vaskaborðin í Innréttingum og tækjum eru mörg hver hálf- gerð listaverk. Mosaplöturnar eru umhverfsvænar og dempa hljóð. Bleiki liturinn er ótrúlega fágaður og hlýlegur. bætir við að sturtubotnarnir fást í fjórum litum, en í september verði sérstaklega mikið úrval. „Við ætlum að bjóða upp á þá í fimmtán litum. Trendið í litum er að koma til baka, en núna eru það jarðlitir. Ekki past- ellitir, eins og voru hér einu sinni.“ Umhverfisvænar lausnir Íris segir spennandi nýjungar í takt við aukna umhverfisvitund streyma í verslunina og nefnir hún meðal annars hinar fallegu mosa- plötur. „Við erum nýlega byrjuð með umhverfisvænar plötur með mosa, sem eru frábærar til hljóðeinangr- unar og henta vel fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Mosa- plöturnar eru afar fallegar og til mikillar prýði. Þær eru úr náttúru- legum mosa, laufum og umhverfis- vænum efnum sem ekki þarf að hugsa mikið um. Mosaplöturnar eru frá ítalska hönnunarfyrirtæk- inu Benetti Home. Þær má setja upp sem stóran eða lítinn gróðurvegg eða klippa til og búa til listaverk eða lógó fyrirtækja, allt eftir því sem hver og einn vill,“ segir Íris. Plöturnar eru búnar til úr léttu áli og á þær er settur mosi, sem er sér- staklega ræktaður í þeim tilgangi. Ef þú vilt einfalda og ódýra leið til þess að poppa upp bað- herbergið er mjög sniðugt að skipta út blöndunar- tækjum og fá þau í ein- hverjum lit. Það er það vinsælasta sem við erum með núna. Íris segir mosaplöturnar hafa vakið mikla athygli og þær séu vinsælar víða um heim. „Plöturnar eru vistvænar og það þarf lítið sem ekkert að hugsa um þær. Mosinn heldur sér vel og það þarf aðeins að úða efni á hann á nokkurra mánaða fresti ef rakinn er lítill. Einfaldara getur það ekki verið. Það er hægt að sjá risastóran vegg úr mosaplötun- um við upplýsingaborðið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en hann kemur mjög vel út. Mosaplöturnar eru líka eftirsóttar til að skreyta hótel og veitingastaði en þær setja mjög skemmtilegan svip á umhverfið,“ segir Íris. Mosaplöturnar fást í mis- munandi stærðum og hægt er að velja um ljósan eða dökkan mosa, mosa blandaðan laufum eða bara mosa. „Það er líka hægt að hafa mosann mjúkan eða harðan, allt eftir smekk hvers og eins,“ upplýsir hún og ítrekar að um náttúrulegt efni sé að ræða. „Plöturnar eru frábærar til að dempa hljóð, t.d. í húsum þar sem hátt er til lofts, eða stór og opin rými. Mosinn skapar líka notalega stemmningu.“ Þá eru umhverfisvænu salernin einkar spennandi valkostur. „Hjá okkur fæst umhverfisvænt salerni frá spænska fyrirtækinu Gala. Þar er búið að sameina salernisskálina og skolskálina í eitt tæki. Þetta sal- erni er útbúið fjarstýringu og það er hægt að fá bæði skol og blástur sem minnkar verulega eða algjör- lega notkun á salernispappír. Þessi salerni eru mjög vinsæl í löndum þar sem ekki má setja salernis- pappír í klósettið. Þetta er virkilega falleg hönnun sem kemur vel út á baðherbergi,“ segir Íris. Fjöldi litríkra valmöguleika Eitt af því sem er svo skemmtilegt við margar af vörunum er lita- dýrðin. „Það nýjasta í hreinlætis- tækjum eru salerni og handlaugar í fallegum litum, sem hafa verið svakalega vinsæl hjá okkur. Við bíðum núna spennt eftir að fá salerni og handlaugar í bleiku, sem eru að koma í hús, en á þessu ári verður litaúrvalið sérstaklega skemmtilegt. Það er búið að vera mikið um svart og matt, hvítt en er núna að færast yfir í bleikt,“ segir Íris og hlær. „Hreinlætistækin sem fást hjá Innréttingum & tækjum eru að mestu frá Globo, sem er ítalskt fyrirtæki. Fólk á öllum aldri hefur mikinn áhuga á því að breyta, til að fá hreinlætistæki í skemmtilegum lit.“ Hreinlætistækin frá Globo eru einstaklega smekkleg og stílhrein. „Ef fólk vill lífga upp á baðherberg- in hjá sér eru hreinlætistækin frá Globo algjörlega málið,“ segir Íris. KYNNINGARBLAÐ 11 F I M MT U DAG U R 1 2 . M A R S 2 0 2 0 VERK OG VIT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.