Fréttablaðið - 12.03.2020, Síða 56

Fréttablaðið - 12.03.2020, Síða 56
N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Hornsófi Chicago 2 horn 3, hægt að panta sem tungusófa, U sófa eða bara eins og hentar. Ársfundur 2020 fimmtudaginn 26. mars - Heildareignir: 269 milljarðar - Skráðir sjóðfélagar: 49 þúsund - Hæsta nafnávöxtun 2019: 17,6% - Hæsta raunávöxtun á ári sl. 10 ár: 5,7% Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 17:15 Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur 2019 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs. 3. Kynning á fjárfestingarstefnu. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags. 7. Ákvörðun um laun stjórnar. 8. Önnur mál. Framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðs- frestur rennur út þann 19. mars 2020. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is. Ársreikningur, tillögur um breytingar á samþykktum og nánari upplýsingar um árs- fundinn eru á heimasíðu sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Nánar á: www.almenni.is - A.m.k. 1/3 skyldusparnaðar í séreign - Hagstæð lífeyrisréttindi - Daglegt gengi ávöxtunarleiða á heimasíðu - Sjö ávöxtunarleiðir í boði Almenni í hnotskurn KVIKMYNDIR Pain and Glory Leikstjórn: Pedro Almodovar Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Penélope Cruz, Asier Etxeandia, Nora Navas Spænsku félagarnir Pedro Almo­ dovar og Antonio Banderas hafa gert átta kvikmyndir saman á síðustu 40 árum og ferlar beggja eru svo samofnir að hvor á hinum margt að þakka. Líklega rísa þeir þó einna hæst í Pain and Glory sem var frumsýnd í fyrra en ratar nú loksins í kvikmyndahús á Íslandi. Banderas leikur hér þunglynda kvikmyndaleikstjórann Salvador Mallo sem má muna sinn fífil feg­ urri en Almodovar byggir myndina lauslega á eigin lífi og engum blöð­ um er um það að f letta að Pain and Glory er persónulegasta verk hans til þessa. Klæðaburður og hárgreiðsla Salvadors taka af öll tvímæli um að persónan er byggð á Almodovar sjálfum auk þess sem sum atriði myndarinnar voru tekin á heimili leikstjórans. Líkami Salvadors virðist, eins og hugur hans, hafa gefist upp á honum. Hann þjáist af mígreni og verkjum í hné og baki svo eitthvað sé nefnt. Auk þess fær hann einn­ ig dularfull köfnunarköst þannig að það eitt að drekka vatn getur reynst honum lífshættulegt. Líf í filmuflækju Salvador virðist hafa misst lífs­ viljann og sjónar á tilgangi tilveru sinnar þar sem hann lítur á kvik­ myndagerðina sem upphaf og endi lífsins. Þar sem hann getur ekki einu sinni r e i m að á s ig skóna ák veður hann að hann hafi ekki heilsu til þess að leik­ stýra og f lækir sig í þeirri þver­ sögn að sársauki sé oftar en ekki góður innblást­ ur til listsköp­ unar. Sagan sækir d r i f k r a f t i n n þv í í f o r n a frægð og áform um að endur­ sýna myndina Sabor, eða Bragð, sem Salvador gerði þegar hann var á hát indi ferilsins. Þessi upphefð verður til þess að hann endurnýjar kynni sín við aðalleikara myndar­ innar sem hann hefur ek k i talað v ið síðan myndin var frumsýnd fyrir þrjátíu árum. Allt fram streymir Þegar Salvador horfir til fortíðar minnist hann fábrotinnar barnæsku, fjölskyldu og ástvina sem allir eru horfnir á braut. Myndin líður áfram þegar eitt leiðir snilld­ arlega af öðru og við stökkvum fram og aftur í tíma á meðan sögu­ þráðurinn f læðir áreynslulaust eins og vatnið sem ávallt er til staðar í myndinni. Antonio Banderas var mjög svo verðskuldað tilnefndur til Óskars­ verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni enda var hann víða val­ inn besti leikari síðasta árs fyrir þann stórleik sem hann sýnir sem hinn þjakaði Salvador. Lífið og listin… Banderas tjáir tilf inningar per­ sónunnar, andlegan og líkamlegan sársauka, best með því að sýna þær ekki. Salvador er alveg tómur nema þegar hann hugsar um for­ tíðina eða hittir gamlan elskhuga. Enda segir hann sjálfur í myndinni að bestu leikararnir þurfi ekki að gráta til þess að sýna tilfinningar. Almodovar ræðst hér síður en svo á garðinn þar sem hann er lægstur enda eru efnistök myndar­ innar ansi umfangsmikil þar sem Pain and Glory fjallar um listina, minningar, ástina, lífið og dauðann um leið og hún er óður til kvik­ myndagerðarinnar. … og allt þar á milli Eina raunverulega athugasemdin sem hægt er að gera við myndina liggur einmitt í þessum breiðu efnistökum þar sem finna má að því að það vanti einhvers konar ris í söguna. Áhorfandinn bíður skólaður í línulaga uppeldi eftir einhverjum mikilfenglegum eða tilfinninga­ þrungnum atburði sem aldrei kemur. En kannski er það einmitt ætlunarverk Almodovars og kjarn­ inn í sögu hans og lífinu. Maður lætur sig dreyma um ýmislegt sem aldrei gerist eða rætist því lífið er ekki bíómynd. Edda Karítas Baldursdóttir NIÐURSTAÐA: Leikstjórinn Pedro Almodovar á sinn De Niro og Leon- ardo Di Caprio í Antonio Banderas. Þeir hafa stillt saman strengi sína með átta kvikmyndum á 40 árum og hafa líklega aldrei risið hærra en í þessari persónulegustu mynd Almodovars þar sem Banderas sýnir stórleik sem leikstjóri sem gerir upp líf sitt. Táralaust tilfinningastríð Pedro Almodovar, Penelope Cruz og Antonio Banderas á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í fyrra. Þar vann Banderas verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival & Industry Days verður haldin í sjötta sinn dagana 12. til 22. mars í Bíó Paradís. Dagskrá Stockfish er eins og venju­ lega fjölbreytt og metnaðarfull en Fréttablaðið hefur hér valið fjórar áhugaverðar myndir sem óhætt er að mæla með. Á ýmsum og ólíkum forsendum. Frekari upplýsingar um mynd­ irnar og dagskrána má finna á heimasíðu hátíðarinnar, stockfish­ festival. is n Arracht Fyrsta leikstjórnarverk- efni leikarans Toms O’Sullivan gerist á Írlandi 1845 og fjallar um heiðarlegan sjómann og leiguliða, Colman. Fundur hans og landeigandans um hærri skatta, þrátt fyrir uppskerubrest og hungursneyð, endar með skelfingu þannig að Colman leggur á flótta fyrir glæp sem hann framdi ekki. n Are You Leaving Already? Norsk mynd tekin í dogma-stíl sem fjallar um unga konu sem er laus úr fangelsi. Hún ákveður að mála yfir horgræna veggi íbúðar sem faðir hennar lánar henni, en málurunum sem taka að sér verkið verður fljótt ljóst að hún þarfnast hjálpar við ýmislegt fleira. n Color Out of Space Mynd gerð eftir sögu H.P. Lovecraft með Nicholas Cage í aðalhlutverki. Útrætt mál. Gardner-fjölskyldan flyst úr borg í sveit á flótta undan nútímanum en þegar loft- steinn lendir í garðinum breytist lífið í litríka martröð. n First Love Mynd eftir hinn marg- rómaða Takashi Miike sem gefur ekkert eftir í ofbeldi og blóðsút- hellingum og er hér í fimmta gír í mynd um sjálfumglaðan boxara sem verður ástfanginn af vændiskonu. Saman flækjast þau inn í stórfellt fíkniefnasmygl á vegum skipulagðra glæpasam- taka. 97% á Rotten Tomatoes. Fjórar áhugaverðar á Stockfish 1 2 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍÓ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.