Fréttablaðið - 12.03.2020, Page 64

Fréttablaðið - 12.03.2020, Page 64
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Thomasar Möller BAKÞANKAR laugardalsvelli · opið kl. 10-21 öll kvöld Gjafabækur Fræðibækur Fagurbókmenntir Ljóðabækur Rómantík Spennusögur Matreiðslubækur Barnabækur Hannyrðabækur Útivistarbækur Njóttu Við getum verið stolt af öflugum atvinnugreinum okkar sem byggja á fiski, ferðafólki og fallvötnum. En eru blikur á lofti? Skoðum það nánar. Nokkur byggðarlög hafa tekið þátt í verkefninu „Brothættar byggðir“. Markmiðið er að stöðva fólksfækkun í smærri byggðum. Grímsey og Hrísey hafa tekið þátt í verkefninu með góðum árangri. Ísland er að mörgu leyti brothætt byggð. Góðæri hafa oftast endað með kröftugri niðursveiflu. Brot- hættir bankar hrundu 2008 með miklum látum. Við búum við brot- hættan gjaldmiðli sem hefur rýrnað um 7% á síðustu dögum. Og nú er kórónaveiran að sýna hvað ferða- iðnaðurinn getur verið brothættur. En það er fleira sem gæti verið brothætt hjá okkur á næstu árum. Súrnun sjávar getur haft veruleg áhrif á tekjur okkar af sjávarút- vegi. Alþjóðlegir kolefnisskattar gætu leitt til hækkunar flugfar- gjalda til og frá Íslandi. Líklegt er að kolefnisspor fisks frá Íslandi þætti of stórt hjá umhverfissinnuðum neytendum í Evrópu í samanburði við sjávarfang úr strandhéruðum. Ódýrt plöntukjöt gæti komið í stað hefðbundins fisks og kjöts. Verið er að þróa nýjar aðferðir við orku- vinnslu sem gætu orðið hagkvæm- ari en hreina orkan okkar. Jöklarnir sem búa til fallvötnin munu hverfa. Heita vatnið er takmörkuð auðlind. Við Íslendingar verðum að horfast í augu við þetta og snúa þessum ógnunum í tækifæri fyrir framtíðar- kynslóðir í landinu. Ísland gæti verið brothætt byggð ef við hugum ekki að framtíðinni sem þarf að byggjast á öflugri umhverfisvernd, nýsköpun og óþrjótandi hugviti. Grímsey og Hrísey eru þannig ekki einu brot- hættu byggðirnar. Er jörðin okkar ef til vill brothættasta byggðin? Kórónaveiran og hamfarahlýnunin virðast sýna það. Brothættar byggðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.