Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 14.03.2020, Qupperneq 4
Guðni mætti í sýnatöku Veður Norðlæg átt 8-15 í nótt og él, en hægari og léttskýjað að mestu sunnantil. Dregur úr vindi og ofan- komu í dag og kólnar. Léttskýjað víðast hvar í kvöld og talsvert frost SJÁ SÍÐU 40 Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR COVID -19 Sigurbjörn Árni Arn­ grímsson, skólameistari Framhalds­ skólans á Laugum, þarf að senda alla rúmlega hundrað nemendur skólans á braut. Af þeim eru 66 í heimavist. „Það hefði verið snilld að fá tölvu­ póst kvöldið áður um að ég þyrfti að loka skólanum og senda nemendur heim,“ segir Sigurbjörn Árni. Vegna slæmrar færðar víða um land sé óvíst að takist að koma öllum nemendum til síns heima áður en samkomu­ bannið tekur gildi. Tæpur helmingur nemenda skólans sé frá svæðinu milli Vopnafjarðar og Eyjafjarðar. Flestir hinna séu af höfuðborgarsvæðinu. Sigurbjörn Árni segir nemendur skólans verða áfram í námi að heim­ an þótt ekki verði unnt að fjarkenna allar greinar. „Kennsla í bandí fellur til dæmis niður,“ segir hann. Sigurbjörn kveðst þó mjög ánægð­ ur með framgöngu stjórnvalda. „Þótt það hefði verið gott að fá smá fyrirvara er ég bara smápeð að stýra litlum skóla úti á landi og ætlast ekki til þess að ég sé efstur í forgangi.“ Margar spurningar vakna, segir Sigurbjörn Árni. Til dæmis reki skólinn stórt mötuneyti fyrir heima­ vistarnemendur. Launakostnaður þar hverfi ekki þótt allar greiðslur fyrir fæði falli niður í heilan mánuð. „Við munum halda úti f jar­ kennslu og stuðningi við nemendur á fjölbreytilegan máta. Þannig að við höldum sambandi við nemendur og nemendur við okkur,“ segir Jón Már Héðinsson, skólameistari Mennta­ skólans á Akureyri. Stúdentsefni í MA eiga að geta lokið námi á tilsettum tíma í vor. „Við reynum að halda uppi starfinu svo nemendur séu virkir í sínu námi þó svo það sé í fjarnámi,“ segir Jón Már. Nemendur og starfsfólk taki stöðunni af miklu æðruleysi. „Það gerir sér grein fyrir því að þetta eru óvenjulegar aðstæður og að það skiptir öllu máli að allir legg­ ist á eitt og leysi þetta í sameiningu. Ef eitthvað er þá held ég að þetta þjappi fólki saman að sýna sam­ kennd og samstöðu,“ undirstrikar skólameistarinn. Að sögn Jóns Más verður heima­ vist MA og Verkmenntaskólans vísast lokað. Þar eru í vist um þrjú hundruð nemendur sem þurfa þá að snúa til síns heima. „Sumir eiga um langan veg að fara og jafnvel til útlanda. Það er óvíst með það en við reynum að leysa það með stjórn­ endum heimavistarinnar.“ Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, segir alla áfanga skólans á kennsluvef. Skólinn og nemendur hans séu því vel undir þessi umskipti búin. „Síðan munu kennarar skólans gera sitt besta að halda áður dag­ skólanemum í góðri virkni gegnum hinar ýmsu tæknilausnir,“ segir hann. Námið verði allt á áætlun. „Það eru um 185 dagskólanemar í ME á vorönn og tæplega 500 nemar í fjarnámi en þeir halda auðvitað sínu striki.“ Heimavist og mötuneyti verður lokað. „Ég veit ekki annað en að þessir rúmlega 50 heimavistarbúar geti snúi vandræðalaust til síns heima innan þess tímaramma sem settur er.“ adalheidur@frettabladid.is gar@frettabladid.is Nemendum gert að yfirgefa heimavistir Samkomubann sem tekur gildi á mánudaginn leiðir til þess að háskólar og framhaldsskólar loka á nemendur en halda áfram kennslu í fjarnámi. Fjöl- margir sem dvelja á heimavistum þurfa að rýma þær og halda til síns heima. Framhaldsskólinn á Laugum sendir um eitt hundrað nemendur sína heim. Jón Már Héðins- son, skólameist- ari Menntaskól- ans á Akureyri. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskól- ans á Laugum. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónaveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru meðal þeirra 500 sem komu í sýnatöku fyrsta daginn. Haldið verður áfram alla helgina og er gert ráð fyrir að næstu daga verði hægt að taka sýni hjá um þúsund manns á dag. Alls hafa nú um 16 þúsund manns skráð sig í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FERÐAÞJÓNUSTA Eva María Þór­ arinsdóttir Lange, einn eigenda íslensku ferðaskrifstofunnar Pink Iceland, segir að tekjur upp á um 60 milljónir króna séu í uppnámi vegna ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um ferðabann til Íslands og annarra Evrópulanda. Pink Iceland sérhæfir sig í ferðum fyrir hinsegin túrista og þá sérstak­ lega brúðkaupsferðum. Oft á tíðum er um stóra hópa að ræða en um 80 prósent viðskiptavina fyrirtækisins koma frá Bandaríkjunum. „Þessi tíðindi voru gríðarlegt högg og líklega á þessi dagur eftir að verða mjög minnisstæður þegar fram í sækir,“ segir Eva María. Það er ekki bara fyrirtæki hennar sem verður mögulega af tekjum heldur fjölmargir aðrir aðilar sem bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir gesti Pink Iceland. „Þetta eru gisti­ staðir, veitingastaðir, tónlistarfólk og aðilar í ferðaþjónustu,“ segir Eva María. Hún segir að fyrirtækið hafi strax ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir til að reyna að lágmarka tjónið. „Þegar tíð­ indin lágu fyrir sendum við strax út póst á alla okkar viðskiptavini með hugmyndir að lausnum. Við bentum á þann mögulega að fresta viðburð­ um frekar en aflýsa þeim og bentum á það hversu lítið og þar með sveigj­ anlegt íslenskt samfélag er til þess að bregðast við svona aðstæðum. Það hefur rignt inn skilaboðum og við verðum ekki vör við annað en þessu erindi okkar hafi verið vel tekið. Við verðum því að vera bjartsýn um að við náum að takmarka tjónið,“ segir Eva María. – bþ Um 60 milljóna tekjur í uppnámi Eva María Þórarinsdóttir Lange. REYK JAVÍK Óundirbúnar fyrir­ spurnir verða á dagskrá borgar­ stjórnarfunda í tilraunaskyni frá því að sumarleyfi lýkur og til ársloka. Þetta var samþykkt á fundi forsæt­ isnefndar í gær. Verða fimm fyrir­ spurnir á hverjum fundi og skal að jafnaði beina þeim til borgarstjóra. Þó verður heimilt að spyrja borgar­ fulltrúa, fallist hann á það. „Þessi nýbreytni mun verða liður í að gera borgarstjórnarfundina skil­ virkari og sveigjanlegri, auka upplýs­ ingaflæði, gagnsæi og glæða áhuga almennings og fjölmiðla á borgar­ málefnum,“ segir í bókun Mörtu Guðjónsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðis­ flokksins, sem flutti tillöguna. – sar Gera tilraun með fyrirspurnir Marta Guðjónsdóttir. 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.