Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 18

Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 18
1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Íþróttaheimurinn stöðvaður Búið er að setja hengilás á íþróttaiðkun heimsins og mótum og keppnum er slegið á frest á hverri stundu. Líklegt er að allt verði stöðvað innan skamms og að íþróttaaðdáendur fái lítið fyrir sinn snúð í mars. SPORT ÍÞRÓTTIR Það er nánast búið að setja íþróttahengilás á íþróttaiðkun heimsins og mótum og keppnum er unnvörpum slegið á frest. Allar stærstu deildir Evrópu í öllum helstu íþróttagreinunum eru búnar að setja deildirnar í hlé og staðan er ekki auðveldari í einstaklingsíþróttum. Íslenskt afreksfólk sem kepp­ ir víðs vegar um heiminn er að fá fregnir af frestun á síðustu stundu sem kemur sérstaklega illa niður á þeim sem voru með annað augað á Ólympíuleikunum í Tókýó, það er ef leikarnir fara fram. Flestar frestanir eiga það sam­ eiginlegt að vera til nokkurra vikna og eftir það verður tekinn stöðu­ fundur, en ef ekki tekst að stöðva veiruna er hæpið að deildirnar hefjist á ný eftir stutt hlé. Þangað til hægt verður að tryggja öryggi bæði iðkenda og áhorfenda verður ekki blásið í flautuna á ný. Fótbolti Það verður enginn fótbolti í boði á Íslandi næstu vikurnar. Samkvæmt yfirlýsingu sem KSÍ sendi frá sér í gær er öllum leikjum frestað næstu fjórar vikurnar á meðan samgöngu­ bannið stendur yfir, en ákvörðun um leik Íslands og Rúmeníu verður tekin eftir helgi, eftir fund með UEFA. Í gær bættist enska deildin í stór­ an hóp deilda sem eru komnar í hlé, sama dag og UEFA frestaði leikjum í Evrópu­ og Meistaradeildinni. Þá var ákveðið að fresta leikjum í þýsku deildinni á síðustu stundu, en til stóð að fresta leikjum eftir þessa helgi. Þá voru engin áform uppi um að fresta leikjum í rússneska bolt­ anum þegar blaðið fór í prentun þar sem tveir Íslendingar leika með CSKA Moskvu þessa dagana, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon. Handbolti Búið er að fresta öllum landsleikj­ um, Evrópuleikjum og leikjum í stærstu deildunum. Þær fáu deildir sem voru enn með leiki á dagskrá áttu það sameiginlegt að leika fyrir luktum dyrum. Síðdegis í gær ákvað HSÍ að stíga sama skref og fresta öllum leikjum 4% VIÐBÆTTUR SYKUR 18g PRÓTEIN OG AÐEINS í mótum á vegum HSÍ ótímabundið frá og með gærdeginum. Stjórn HSÍ fundaði með ÍSÍ í gær og var ákvörð­ un um frestun tekin eftir fundinn. Körfubolti Í gær ákvað KKÍ að fella niður leiki í neðri deildunum og yngri f lokk­ unum á sama degi og tveir síðustu leikirnir í 21. umferðinni karlameg­ in fóru fram. Ein umferð er eftir og er enn barátta í gangi um deildar­ meistaratitilinn. Kvennamegin eru þrjár umferðir eftir, en Valur er búinn að tryggja sér deildarmeist­ aratitilinn. KKÍ fundar aftur í dag um næstu aðgerðir fyrir lokaleiki tímabilsins. Engar íþróttir vestanhafs Ákvörðun var tekin um að fresta öllum leikjum í hafnabolta, ís­ hokkíi, knattspyrnu og körfubolta í Bandaríkjunum og er því framboð íþrótta af skornum skammti næstu vikurnar. Í mars átti að hefjast hin árlega úrslitakeppni háskóla­ körfuboltans sem er einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna n PGA- og LPGA-mótaröðin í golfi n Leikir í Meistara- og Evrópudeild karla- og kvennamegin n Deildarkeppnir í fótbolta á Englandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi n Formúla 1 n NBA-deildin n Mótaröðin í tennis n Evrópukeppnin í körfubolta n Pílukastskeppnin í Rotterdam n NHL í íshokkí n MLB-deildin í hafnabolta n HM í frjálsum íþróttum n Stærstu deildir heims í hand- og körfubolta ✿ Frestanir um heim allan Þessi skilaboð eru algeng á völlum þessa dagana. Komið sé hlé á tímabilinu og höllunum lokað. MYND/GETTY en ákveðið var að hætta við hana í fyrsta sinn í 81 ár. Þá er óvíst hvort úrslitakeppnin í körfubolta og íshokkíi fari fram ef útbreiðsla veirunnar heldur áfram. Golf Tekin var ákvörðun um að fresta Masters­mótinu í gær, fyrsta risa­ móti ársins, sem átti að fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin var tekin sama dag og Players­mótið var flautað af eftir fyrsta hring. Ólíklegt er að nokkurt mót á PGA­mótaröð­ inni fari fram næstu vikurnar, eða í LPGA­mótaröðinni þar sem búið er að fresta einu risamóti. Í Evrópumótaröð kvenna virðist eiga að klára yfirstandandi mót í Suður­Afríku, sem verður síðasta mótið á mótaröðinni í tvo mánuði, eftir að næsta móti var frestað. Karlamegin er búið að fresta næstu mótum og ekkert mót á næstunni. Akstursíþróttir Búið er að fresta fyrstu keppnum ársins í Formúlu 1 og Formúlu E og ekki er von á að keppnin hefjist fyrr en í júní. Corona­rallýið í Mexíkó mun fara fram en bjórframleiðandinn hefur verið aðalstyrktaraðilinn á mótinu síðan um aldamótin. Rallýið fer fram í Guanajuanto þar sem enginn hefur smitast af veirunni og segja skipuleggjendur að það verði stuð í brekkunni með réttri tegund af Corona. kristinnpall@frettabladid.is Valdís Þóra er á fjórða tímabili sínu á mótaröðinni. LET/TRISTAN JONES GOLF Skagamærin Valdís Þóra Jóns­ dóttir deilir sjöunda sæti á Investec South African Women’s mótinu í Suður­Afríku, þegar mótið er hálfn­ að, á tveimur höggum undir pari. Þetta er þriðja árið í röð sem Valdís tekur þátt í mótinu og í annað sinn sem hún kemst í gegnum niður­ skurðinn. Valdís Þóra deildi 17.­28. sæti eftir fyrsta hringinn sem hún lék á pari vallarins en tókst að gera enn betur í gær. Þá kom Valdís í hús á sjötíu höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins. Valdís fékk tvo fugla, tvo skolla og einn örn á hringnum í gær og lék seinni hluta vallarins undir pari annan daginn í röð. Hafnfirðingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er úr leik eftir tvo hringi í Suður­Afríku. Guðrún Brá átti erfitt uppdráttar á fyrsta hring þegar hún lék á átta höggum yfir pari og náði ekki að leiðrétta það í gær. – kpt Valdís Þóra í toppbaráttu MMA Dana White, hinn málglaði forseti UFC­bardagasamtakanna, segir að útbreiðsla kórónaveirunnar muni ekki koma í veg fyrir næstu bardagakvöld á dagskránni. Hann hafi meðal annars rætt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, og varaforsetann Mike Pence, um málið. White var gestur í Sports­ Center þætti ESPN þar sem hann var spurður út í næstu bardagakvöld. „Við munum sýna beint frá bar­ dagakvöldinu í Brasilíu í beinni. Forseti Brasilíu setti samkomubann en við verðum með okkar starfs­ fólk þarna. Svo er það enn á áætlun að bardagakvöldið fari fram eins og áætlað var í London viku síðar,“ sagði White í samtali við ESPN. – kpt Nær ekki að stöðva UFC

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.