Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 18

Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 18
1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Íþróttaheimurinn stöðvaður Búið er að setja hengilás á íþróttaiðkun heimsins og mótum og keppnum er slegið á frest á hverri stundu. Líklegt er að allt verði stöðvað innan skamms og að íþróttaaðdáendur fái lítið fyrir sinn snúð í mars. SPORT ÍÞRÓTTIR Það er nánast búið að setja íþróttahengilás á íþróttaiðkun heimsins og mótum og keppnum er unnvörpum slegið á frest. Allar stærstu deildir Evrópu í öllum helstu íþróttagreinunum eru búnar að setja deildirnar í hlé og staðan er ekki auðveldari í einstaklingsíþróttum. Íslenskt afreksfólk sem kepp­ ir víðs vegar um heiminn er að fá fregnir af frestun á síðustu stundu sem kemur sérstaklega illa niður á þeim sem voru með annað augað á Ólympíuleikunum í Tókýó, það er ef leikarnir fara fram. Flestar frestanir eiga það sam­ eiginlegt að vera til nokkurra vikna og eftir það verður tekinn stöðu­ fundur, en ef ekki tekst að stöðva veiruna er hæpið að deildirnar hefjist á ný eftir stutt hlé. Þangað til hægt verður að tryggja öryggi bæði iðkenda og áhorfenda verður ekki blásið í flautuna á ný. Fótbolti Það verður enginn fótbolti í boði á Íslandi næstu vikurnar. Samkvæmt yfirlýsingu sem KSÍ sendi frá sér í gær er öllum leikjum frestað næstu fjórar vikurnar á meðan samgöngu­ bannið stendur yfir, en ákvörðun um leik Íslands og Rúmeníu verður tekin eftir helgi, eftir fund með UEFA. Í gær bættist enska deildin í stór­ an hóp deilda sem eru komnar í hlé, sama dag og UEFA frestaði leikjum í Evrópu­ og Meistaradeildinni. Þá var ákveðið að fresta leikjum í þýsku deildinni á síðustu stundu, en til stóð að fresta leikjum eftir þessa helgi. Þá voru engin áform uppi um að fresta leikjum í rússneska bolt­ anum þegar blaðið fór í prentun þar sem tveir Íslendingar leika með CSKA Moskvu þessa dagana, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon. Handbolti Búið er að fresta öllum landsleikj­ um, Evrópuleikjum og leikjum í stærstu deildunum. Þær fáu deildir sem voru enn með leiki á dagskrá áttu það sameiginlegt að leika fyrir luktum dyrum. Síðdegis í gær ákvað HSÍ að stíga sama skref og fresta öllum leikjum 4% VIÐBÆTTUR SYKUR 18g PRÓTEIN OG AÐEINS í mótum á vegum HSÍ ótímabundið frá og með gærdeginum. Stjórn HSÍ fundaði með ÍSÍ í gær og var ákvörð­ un um frestun tekin eftir fundinn. Körfubolti Í gær ákvað KKÍ að fella niður leiki í neðri deildunum og yngri f lokk­ unum á sama degi og tveir síðustu leikirnir í 21. umferðinni karlameg­ in fóru fram. Ein umferð er eftir og er enn barátta í gangi um deildar­ meistaratitilinn. Kvennamegin eru þrjár umferðir eftir, en Valur er búinn að tryggja sér deildarmeist­ aratitilinn. KKÍ fundar aftur í dag um næstu aðgerðir fyrir lokaleiki tímabilsins. Engar íþróttir vestanhafs Ákvörðun var tekin um að fresta öllum leikjum í hafnabolta, ís­ hokkíi, knattspyrnu og körfubolta í Bandaríkjunum og er því framboð íþrótta af skornum skammti næstu vikurnar. Í mars átti að hefjast hin árlega úrslitakeppni háskóla­ körfuboltans sem er einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna n PGA- og LPGA-mótaröðin í golfi n Leikir í Meistara- og Evrópudeild karla- og kvennamegin n Deildarkeppnir í fótbolta á Englandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi n Formúla 1 n NBA-deildin n Mótaröðin í tennis n Evrópukeppnin í körfubolta n Pílukastskeppnin í Rotterdam n NHL í íshokkí n MLB-deildin í hafnabolta n HM í frjálsum íþróttum n Stærstu deildir heims í hand- og körfubolta ✿ Frestanir um heim allan Þessi skilaboð eru algeng á völlum þessa dagana. Komið sé hlé á tímabilinu og höllunum lokað. MYND/GETTY en ákveðið var að hætta við hana í fyrsta sinn í 81 ár. Þá er óvíst hvort úrslitakeppnin í körfubolta og íshokkíi fari fram ef útbreiðsla veirunnar heldur áfram. Golf Tekin var ákvörðun um að fresta Masters­mótinu í gær, fyrsta risa­ móti ársins, sem átti að fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin var tekin sama dag og Players­mótið var flautað af eftir fyrsta hring. Ólíklegt er að nokkurt mót á PGA­mótaröð­ inni fari fram næstu vikurnar, eða í LPGA­mótaröðinni þar sem búið er að fresta einu risamóti. Í Evrópumótaröð kvenna virðist eiga að klára yfirstandandi mót í Suður­Afríku, sem verður síðasta mótið á mótaröðinni í tvo mánuði, eftir að næsta móti var frestað. Karlamegin er búið að fresta næstu mótum og ekkert mót á næstunni. Akstursíþróttir Búið er að fresta fyrstu keppnum ársins í Formúlu 1 og Formúlu E og ekki er von á að keppnin hefjist fyrr en í júní. Corona­rallýið í Mexíkó mun fara fram en bjórframleiðandinn hefur verið aðalstyrktaraðilinn á mótinu síðan um aldamótin. Rallýið fer fram í Guanajuanto þar sem enginn hefur smitast af veirunni og segja skipuleggjendur að það verði stuð í brekkunni með réttri tegund af Corona. kristinnpall@frettabladid.is Valdís Þóra er á fjórða tímabili sínu á mótaröðinni. LET/TRISTAN JONES GOLF Skagamærin Valdís Þóra Jóns­ dóttir deilir sjöunda sæti á Investec South African Women’s mótinu í Suður­Afríku, þegar mótið er hálfn­ að, á tveimur höggum undir pari. Þetta er þriðja árið í röð sem Valdís tekur þátt í mótinu og í annað sinn sem hún kemst í gegnum niður­ skurðinn. Valdís Þóra deildi 17.­28. sæti eftir fyrsta hringinn sem hún lék á pari vallarins en tókst að gera enn betur í gær. Þá kom Valdís í hús á sjötíu höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins. Valdís fékk tvo fugla, tvo skolla og einn örn á hringnum í gær og lék seinni hluta vallarins undir pari annan daginn í röð. Hafnfirðingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er úr leik eftir tvo hringi í Suður­Afríku. Guðrún Brá átti erfitt uppdráttar á fyrsta hring þegar hún lék á átta höggum yfir pari og náði ekki að leiðrétta það í gær. – kpt Valdís Þóra í toppbaráttu MMA Dana White, hinn málglaði forseti UFC­bardagasamtakanna, segir að útbreiðsla kórónaveirunnar muni ekki koma í veg fyrir næstu bardagakvöld á dagskránni. Hann hafi meðal annars rætt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, og varaforsetann Mike Pence, um málið. White var gestur í Sports­ Center þætti ESPN þar sem hann var spurður út í næstu bardagakvöld. „Við munum sýna beint frá bar­ dagakvöldinu í Brasilíu í beinni. Forseti Brasilíu setti samkomubann en við verðum með okkar starfs­ fólk þarna. Svo er það enn á áætlun að bardagakvöldið fari fram eins og áætlað var í London viku síðar,“ sagði White í samtali við ESPN. – kpt Nær ekki að stöðva UFC
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.