Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 24
Ný kvikmynd á leiðinni Um þessar mundir standa yfir tökur á nýrri kvikmynd Tinnu, Skjálfta. Handritið er byggt á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta, og er leikstjórn í höndum Tinnu. Þá skrifaði hún einnig handritið, sá um leikaraval og tekur þátt í fram- leiðslu myndarinnar. „Þegar ég las bókina tengdi ég strax við aðalpersónuna, Sögu, og skildi vel hvað hún var að ganga í gegnum. Það er alltaf gott þegar maður þekkir á eigin skinni það sem maður er að skrifa um og ég er einstaklega þakklát fyrir það traust sem Auður sýndi mér,“ segir Tinna. Við gerð handritsins hefur Tinna aðlagað söguna að hvíta tjaldinu en kjarninn er sá sami. Skjálfti fjallar um konu á fertugsaldri sem vaknar upp eftir að hafa fengið heiftarlegt f logakast í fyrsta sinn í áraraðir og finnur ekki son sinn. Við kastið tapar Saga minni og þarf að kafa djúpt í fortíðina til að ná tökum á lífi sínu að nýju. „Þetta er saga um það þegar þú kemst á þann tímapunkt í lífinu þar sem þú verður að staldra við og horfast í augu við það hver þú ert og af hverju þú ert eins og þú ert,“ segir Tinna. „Flogaveikin í þessari sögu er í raun og veru bara myndlíking fyrir það ástand sem getur skapast þegar fólk missir tökin,“ heldur hún áfram. Stefnt er að frumsýningu mynd- arinnar á næsta ári en þrátt fyrir að tökur standi enn yfir hefur sagan og þróun myndarinnar hlotið mikið lof um víða veröld. Tinna var meðal annars einn af tíu leikstjórum sem voru valdir til þátttöku á kvik- myndaleikstjórasmiðju á Kvik- myndahátíðinni í Toronto (TIFF) sem er ein stærsta kvikmyndahá- tíð heims. „Við Hlín Jóhannesdóttir, fram- leiðandinn minn, fengum ótrúlega jákvæðar viðtökur í þróunarferlinu því þetta er saga sem talar til svo margra,“ segir Tinna. Ásamt því að vinna að Skjálfta hefur Tinna tekið að sér hin ýmsu verkefni að undanförnu og var hún meðal annars vikulegur gestur í sjónvörpum landsmanna á sunnu- dögum í vetur þar sem hún fór með hlutverk lögreglukonunnar Helgu í sjónvarpsþáttaröðinni Brot. Þá fer hún einnig með hlutverk í þáttaröð- inni Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV næsta haust. Hlutverk í danskri stórmynd Nýlega hlotnaðist Tinnu einnig hlutverk í danskri stórmynd um ævi Margrétar fyrstu drottningar. Tökur á myndinni standa nú yfir í Prag og fer Tinna með hlutverk aðstoðarkonu drottningar. „Flest Norðurlöndin kom að framleiðslunni. Þarna er ég í hópi reyndra leikara og fæ að leika á móti Trine Dyrholm sem er ein af mínum uppáhaldsleikkonum,“ segir Tinna og brosir út að eyrum. „Síðan verður gerð þriggja þátta sería upp úr efn- inu svo saga Margrétar mun fara víða.“ Landsmenn þekkja margir Dyr- holm úr þáttaröðinni Erfingjarnir Tinna segist afar spennt fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan og sérstaklega því að prufa í fyrsta sinn að starfa erlendis. Það segir hún geta opnað sér ýmsar dyr. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Á ÁKVEÐNU TÍMABILI FÓR ÉG Í MIKLA SJÁLFSSKOÐUN OG KOMST AÐ ÞVÍ HVERSU MIKILVÆGT ÞAÐ ER AÐ SETJA MÖRK. Í framtíðinni sér Tinna fyrir sér að bæði leika og leikstýra. Hún leikstýrir nú kvikmyndinni Skjálfta, sinni fyrstu mynd í fullri lengd. MYND/LILJA JÓNSD. Þegar Tinna varð ólétt að tvíburunum Starkaði Mána og Jökli Þór eftir að hafa reynt að eignast barn í fimm ár, rættist draumur hennar. MYND/AÐSEND sem sýnd var hér á landi fyrir nokkrum árum, en þar fór hún með hlutverk Gro Grønnegaard . Þá fara meðal annars Simon J. Berger úr norsku þáttunum Exit og danski leikarinn Søren Malling einnig með stór hlutverk. Hlutverk Tinnu í myndinni felur í sér mikil ferðalög og mikla vinnu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að taka hlutverkinu en að hún sé afar spennt fyrir verkefninu. „Þetta kemur auðvitað á sama tíma og ég er að vinna að Skjálfta svo fram að páskum verð ég vonandi til skiptist í tökum í Prag og hér á Íslandi, ef kórónaveiran setur ekki strik í reikninginn,“ segir hún. Langar bæði að leika og leikstýra meira „Mér hefur þó hlotnast óvenju mikið af hlutverkum upp á síð- kastið en ég hélt að þegar ég byrjaði að leikstýra myndi fólk endan- lega afskrifa mig sem leikkonu en hið gagnstæða gerðist,“ segir hún. „Ég er líka sérstaklega spennt fyrir því að fá núna tækifæri til að vinna erlendis. Þar mun ég kynn- ast aðilum sem eflaust geta kennt mér mikið og mögulega opnað ein- hverjar dyr sem gætu hjálpað mér í framtíðinni. Þetta verður álag en ég er tilbúin í þetta og hef mikla trú á báðum verkefnum því það er svo gott fólk með mér,“ segir Tinna. Aðspurð að því hvað sé á dagskrá þegar törninni lýkur segir Tinna að sig langi til að leika og leikstýra meira. „Kannski mun mér einhvern tímann bjóðast að vinna í öðru hvoru stofnanaleikhúsinu, ég á enn eftir að tékka í það box,“ segir hún og hlær. „En með fram þessu er ég að þróa sjónvarpsseríu með Ottó Geir Borg vini mínum sem ber vinnutit- ilinn Heima er best og er þegar farin að leggja drög að næstu kvikmynd. En fæðing barnanna minna var minn stærsti draumur svo ég dey sátt ef verkefnin verða ekki f leiri.“ 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.