Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 26

Fréttablaðið - 14.03.2020, Síða 26
ÞAÐ ER SVO SKONDIÐ HVERNIG VIÐ ERUM ALLTAF Í ÞESSU ÁÞREIFAN- LEGA EN SVO ER ÞAÐ KANNSKI BARA SÁLIN SEM GERIR LÍKAMANN ÞREYTTAN. Hjördís hefur unnið í um fimm ár að und-irbúningi borgar-garðsins ALDIN Biodome sem sam-þykkt hefur verið að rísi í Löngugróf í suðurjaðri Ell- iðaárdals. Loks virðist sjá fyrir end- ann á verkefninu sem töluverður styr hefur staðið um. En hver er þessi stórhuga kona sem barist hefur fyrir því að reistur verði yfirbyggður garður innan borgarinn- ar með það að markmiði að þar fari fram matjurtaræktun í gróðursælu umhverfi og borgarbúar geti þar sótt sér andlega sem líkamlega næringu? „Ég er alin upp í sveit, nánar til- tekið að Kastalabrekku í Ásahreppi, og hafði uppvöxturinn í sveitinni mikil áhrif á persónu mína. Ég lærði síðar matvælafræði og starfaði við gæðastjórnun í matvælaiðnaðinum í um áratug. Áhugi minn fór svo að beinast frekar að samspili manns og umhverfis og hvernig umhverfið hefur áhrif á líðan okkar.“ Hjördís ákvað því að bæta við sig menntun í umhverfisskipulagi við Háskólann á Hvanneyri og segir það hafa opnað sýn sína á margt. „Ég lærði betur á sjálfa mig en á þessum tíma fór ég einnig í gegnum erfiðan skilnað.“ Eftir útskriftina hélt Hjördís utan í MSc-nám í landslagsarkitektúr og skipulagi við Wageningen-háskóla í austurhluta Hollands. Í meistaranám erlendis ein með fjögur börn Börn Hjördísar voru þá 5, 7, 13 og 15 ára og viðurkennir hún að það hafi verið áskorun að rífa sig upp ein með ung börn en það hafi hjálpað sér að ofhugsa það ekki á þeim tíma- punkti. „Það var visst frelsi fólgið í því að komast í burtu. Þetta var mjög erfiður skilnaður sem tók á okkur öll og því var gott að skipta alfarið um umhverfi. Það gekk mjög vel úti og námið hjálpaði mér að halda fókus enda var ég að púsla saman fjölmörgum hlutum og með margt á minni könnu. Börnin æfðu fótbolta og um helgar var ég í því að keyra þau á leiki í öðrum bæjum. Þess á milli stóð bíllinn kyrr og maður fór hjólandi allra sinna ferða,“ rifjar Hjördís upp og segist hafa kynnst umhverfi sínu á allt annan hátt en þegar ekið er á milli staða. Brotnaði saman yfir ósóttu rusli Hjördís segir að börnunum hafi gengið vel á nýjum stað og þau þurft að læra tungumálið á stuttum tíma enda gengið í barnaskóla sem sérhæfði sig í kennslu tvítyngdra barna með fjölbreyttan menning- arlegan bakgrunn. Hollendingar tóku fjölskyldunni vel en á köflum var álagið eðlilega mikið. „Ég man eftir einu augnabliki þegar ég hafði haft ansi margt á minni könnu, enda að mörgu að huga við að koma sér inn í nýtt samfélag. Það var komið að rusla-afhendingardegi sem var einu sinni í viku en þá átti maður að fara með flokkaðar tunnur út á gangstétt. Ég var búin að passa þetta vel – hver ruslategund með sinn afhendingardag. Þegar ég kom svo heim úr skólanum var mín tunna ein eftir ótæmd. Ég bara brotnaði saman og fór að gráta,“ rifjar Hjördís upp hlæjandi. „Það þurfti ekki meira til á þessum tímapunkti.“ Hugmyndin spratt úr kúrs í náminu Hjördís segir einn kúrsinn í náminu hafa haft sérlega mótandi áhrif á sig. „Þá fengum við sem hópur í hend- urnar eyju sem við áttum að skipu- leggja út frá hámarksnýtingu orku og efnis, með því að stilla saman orkuuppsprettu og orkunýtingu hlið við hlið og loka þannig öllum ferlum. Þetta var ótrúlega áhugavert verkefni í anda hringrásarhagkerf- isins. Undir lok þess gerði ég rann- sókn á borgarbúskap, eða „urban farming“, í Detroit og Rotterdam. Á þessum tíma voru haldnar ráð- stefnur um hvort borgir gætu fætt sig sjálfar, framleitt sjálfar matvæli fyrir íbúa sína og stuðlað þannig að meiri sjálfbærni. Þetta vakti mikinn áhuga hjá mér og ekki síst land- notkunarsiðfræðin sem lögð var áhersla á. Þegar ég kortlagði þessa ferla sýndu niðurstöður að áhrifin á samfélagið væru gríðarlega jákvæð. Í framhaldinu gat ég ekki hætt að hugsa hvernig þetta gæti passað okkur Íslendingum. Þegar maður býr erlendis og sér Ísland úr fjarlægð lærir maður mikið um landið sitt ekki síður en sjálfan sig, áskoranir og tækifæri.“ Reynslan sem aðstandandi hafði áhrif Hugmyndin að borgargarðinum þróaðist í huga Hjördísar og hún sótti um þátttöku í Startup Reykja- vík viðskiptahraðlinum árið 2015 og var samþykkt sem þátttakandi. Þá fór boltinn að rúlla. Samkvæmt heimasíðu ALDIN Biodome er ætlunin að bjóða upp á stað þar sem hægt verður að nýta tímann til íhugunar, fræðslu, versla með ferskar matjurtir beint af beði, njóta á kaffihúsum og fleira. Hug- myndin er að fólk kaupi sér aðild að garðinum og lofar Hjördís hófstilltu verði. „Aðild ætti að kosta um það bil tíu sinnum minna en aðgangur í líkamsræktarstöð. Ég sé fyrir mér að þetta geti verið staður þar sem til dæmis eldra fólk getur farið í göngu innandyra eftir fallegum leiðum þegar það kannski treystir sér ekki út í veturinn.“ Hjördís bendir einnig á að kvíði sé sífellt að verða algengari meðal ungs fólks og það sé hennar markmið að garðurinn verði uppbyggjandi og róandi staður. „Þessi fimm ár frá því að hugmyndin að verkefninu kvikn- aði hef ég jafnframt verið aðstand- andi einstaklings með fíkni- og geð- röskun og það hefur haft mikil áhrif á þróun ALDIN Biodome og löngun mína til að vinna að vellíðan fólks.“ Strangir staðlar um sjálfbærni Ég var svo heppin að vorið 2017 var skrifuð grein um verkefnið, eftir að ég fékk verðlaun frá Alþjóðlegum samtökum uppfinningakvenna og frumkvöðla. Þar fékk ALDIN Bio- dome viðurkenningu sem framúr- skarandi samfélagsverkefni og nýsköpun og þá opnuðust dyrnar að alþjóðlegu hönnunarteymi. Þetta fólk hefur gert svipaða hluti áður, þau hafa ástríðu fyrir verkefninu og það er svo sannarlega gefandi að vinna með svoleiðis fólki.“ Hjördís segir verkefnið falla einkar vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Hönnunarteymi okkar hefur reynslu af svipuðum verkefn- um og munum við vinna það út frá ströngum stöðlum um sjálf bærni og heilsusamleg mannvirki. Það Hefur lagt allt undir Hjördís Sigurðardóttir reif sig upp eftir erf- iðan skilnað og flutti ásamt börnum sínum fjórum til Hollands þar sem hún tók MSc í skipulagsfræði. Þar fékk hún hugmynd að borgargarðinum ALDIN Biodome sem stefnt er á að verði að veruleika árið 2023. Hjördís Sigurðardóttir hefur unnið að því að koma upp borgargarði í fimm ár en persónuleg reynsla hennar hefur haft áhrif á verkefnið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.