Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2020, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 14.03.2020, Qupperneq 32
Taco er í uppáhaldi hjá mörgum, eins og aðrir mexí- kóskir réttir. Maður var búinn að frétta í hádegis- hléinu að einhver væri sýktur. Stuttu seinna fengum við póst um að sá aðili væri í tíma með okkur og svo í tímanum kemur rektorinn. Maður átti smá von á þessu en samt ekki. Þetta var skrítið. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Mest selda liðbætiefni á Íslandi LIÐVERKIR, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? 2-3ja mánaða skammtur í hverju glasi Hringur er bæði í námi og vinnu og hefur sóttkvíin því umtalsverð áhrif á hans daglega líf. „Ég er 17 ára, bý í Vesturbænum og er á fyrsta ári í MH. Er líka í hlutastarfi í Hagkaup á Eiðistorgi.“ Fékk símtal frá landlækni Samnemandi Hrings reyndist sýktur. „Ég var í tíma með öðrum nemanda sem mætti í skólann án þess að vita að hann væri smitaður af Covid-19. Á þriðjudeginum fer ég í tíma og rektorinn kemur inn og segir okkur frá þessu. Svo sendir hann okkur bara beint heim í sóttkví.“ Hann segir upplifunina hafa verið óþægilega. „Þetta var frekar óþægilegt, það var mjög mikill óróleiki í herberginu og smá sjokk fyrir alla að meðtaka þetta. Maður var búinn að frétta í hádegishléinu að einhver væri sýktur. Stuttu seinna fengum við póst um að sá aðili væri í tíma með okkur og svo í tímanum kemur rektorinn. Maður átti smá von á þessu en samt ekki. Þetta var skrítið.“ Sem betur fer hefur Hringur ekki fundið fyrir einkennum og daginn eftir að sóttkvíin hófst fékk hann símtal frá yfirvöldum. „Landlækn- ir hringdi í mig á miðvikudag og gaf mér leiðbeiningar, ef ég byrjaði að finna fyrir einkennum þá ætti ég að koma beinustu leið í prufu og sýnistöku og eitthvað svona.“ Sóttkví og sambýlisfólk Eins og flestir 17 ára nemendur býr Hringur heima hjá foreldrum sínum sem eru þó ekki í sóttkví. Ástandið hefur því haft töluverð áhrif á heimilislífið. „Þetta hefur töluverð áhrif á mitt daglega líf því ég er kominn í sóttkví til 24. mars. Mamma og pabbi eru ekki í sóttkví því einungis er um varúðarráð- stöfun að ræða.“ Þetta hefur þó gengið að óskum. „Það hefur gengið vel, við erum að reyna að halda þessari tveggja metra fjarlægð sem okkur var ráð- lagt að hafa. Við reynum að passa okkur, að nota ekki sömu glösin og svona. Þetta hefur alveg smá áhrif en ekkert það mikil. Ég borða alveg Fúlt að hitta ekki vinina Hringur Einarsson er einn þeirra nemenda í MH sem voru settir í sóttkví á dögunum. Sóttkvíin hefur gengið áfallalaust fyrir sig, hann stundar nú fjarnám en fjarveran frá vinunum er þó erfið. Hringur Einarsson, nemandi í MH, tekur ástandinu með æðruleysi og fer samviskusamlega eftir fyrirmælum frá landlækni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK inni í eldhúsi, það er bara búið að setja á diskinn og ég er ekki að fikta í neinu.“ Þá reynir hann að viðra sig en fer þó samviskusamlega eftir fyrirmælunum sem honum voru gefin. „Ég má fara út í göngutúr en ef ég mæti einhverjum þá fer ég bara yfir á hina gangstéttina. Ég má ekki fara í búð og svona, fer einstaka sinnum út með hundinn og passa mig þá bara að halda mig í hæfilegri fjarlægð frá öllum.“ Námið heldur áfram Hann segir fjarnámið hafa gengið vel. „Ég er búin að fá fullt af leið- beiningum frá kennurum og fæ að sofa meira út því ég get lært hvenær sem ég vil, þetta er mjög þægilegt fjarnám. Ég reyni bara að standa mig. Það er aðallega fúlt að hitta ekki vinina, er farinn að sakna þeirra frekar mikið.“ Aðspurður að því hvort þetta sé eins og hálfgert stofufangelsi segir Hringur svo vera. „Já, smá. Það má eiginlega bara túlka það þannig.“ Hann saknar líka litlu hlutanna, eins og skjótast út í búð. „Ég sakna þess að fara út í búð. Stundum langar mann í nammi.“ Hann er brattur og heldur ró sinni. „Mér líður bara vel og reyni bara að taka þessu öllu með mikilli ró, en til að byrja með var þetta alveg smá sjokk og það tók smá tíma að meðtaka þessar fréttir. Ég reyni helst að einbeita mér að skólaverkefnum því námið heldur áfram þótt ég sé í sóttkví. Þetta ástand gefur manni samt tækifæri til að sofa út, spila tölvuleiki og svoleiðis. Netflix hjálpar líka við þessar aðstæður.“ Hvað tekur við að lokinni sóttkví? „Bara reyna hitta sem flesta vini mína.“ Ef maður á kjúkling í frysti er einfalt að útbúa gómsæta rétti á margvíslegan hátt. Ágætt er að eiga líka tortilla-kökur, jafnt minni sem stærri. Hér er skemmti- legur mexíkóskur réttur með heimagerðu guacamole, ananas og chilli. Uppskriftin miðast við sex manns. Kjúklingur með sesam 4 kjúklingabringur 2 msk. maizena-mjöl 1 ½ msk. sojasósa 8 msk. sesamfræ 2 msk. olía Skerið kjúklinginn í strimla og veltið upp úr maizena-mjölinu. Vætið hann með sojasósu og látið standa í 30 mínútur. Rúllið kjúklingnum síðan upp úr sesam- fræjunum og steikið í olíu í 3-4 mínútur. Kjúklingur í mjúku taco Guacamole 2 lárperur 1 hvítlauksrif ½ grænn chilli-pipar, fræhreinsaður Safi úr ½ límónu ½ dl olía Ferskt kóríander Salt og pipar Maukið allt með töfrasprota. Salsa ½ ferskur ananas, skorinn smátt 1 rauður chilli-pipar, fræhreins- aður og skorinn smátt 1 msk. olía Salt og pipar Blandið öllu vel saman. Hitið tortillakökur á pönnu og fyllið þær með salati, kjúklingi, guacamole og salsa. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.