Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 14.03.2020, Blaðsíða 41
ASKO hefur fært Norðmönnum matvörur fra árinu 1866 og telur í dag 3300 starfs- menn. ASKO starfrækir 13 útibú víða um Noreg, Frá Lillesand i suðri til Tromsø í norðri. ASKO Rogland AS er leiðandi heildsölu- og dreifingarfyrirtæki með yfir 5 milljarða veltu árlega. Markaðurinn eru matvöruverslanir, birgjar, mötuneyti og veitingahús innan svæðissins frá Bømlo í norðri og allt til Moi i suðri. Fyrirtækið sjálft er staðsett í Skurve i Gjesdal (ca 30 mínútur fra Stavanger). Blundar ævintýraþráin í þér? Við óskum eftir íslenskum atvinnubílstjórum í sumar! Við bjóðum: • Örugga vinnu frá 1.júní og út ágúst og jafnvel fasta vinnu eftir sumarið • Flug til Noregs (svo fremi sem unnið er út samningstíma) • Húsnæði til leigu, í göngufæri við fyrirtækið • Aðgang að æfingasal, squashsal og sauna • Íslenskan tengilið Hæfniskröfur: • Ökuréttindaflokkur C og CE (meiraprófið) • Vandvirkni, þjónustulipurð og snyrtimennska • Reynsla • Góð norsku/sænsku/dönsku -kunnátta eða mjög góð enska Helstu verkefni: • Lestun og losun • Dreifing á vörum til viðskiptavina • Að vera góður fulltrúi ASKO fyrir viðskiptavini Nánari upplýsingar veitir Sigrid Thors í síma 0047 95 55 17 17 Áhugasamir sendi stutta ferilskrá ásamt nöfnum og síma- númerum til meðmælenda til: sigrid.thors@asko.no Verkefnisstjóri á Ströndum Vestfjarðastofa, með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsir eftir verkefnisstjóra á Ströndum. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga verkefnisins Brothættra byggða í Strandabyggð ásamt verkefnastjórn og starfar hann í umboði hennar að aðgerðum til eflingar byggðar og mannlífs í Strandabyggð. Önnur verkefni verkefnisstjóra miða að því að laða fjárfestingar til Vestfjarða og fjölga þar störfum. Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% stöðu verkefnisstjóra Brothættra byggða og 50% önnur verkefni Vestfjarðastofu. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg • Reynsla af ráðgjöf, fjárfestingum eða atvinnuþróun æskileg • Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun æskileg • Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg • Reynsla af rekstri kostur • Frumkvæði, jákvæðni, sköpunargleði, samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvægir eiginleikar Helstu verkefni: • Fylgja eftir ákvörðunum verkefnastjórnar • Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum í byggðunum • Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila • Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu • Gerð viðskiptaáætlana og markaðsgreininga • Móta tækifæri til atvinnuskapandi fjárfestinga á Vestfjörðum Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsstöð verkefnisstjóra verður á Hólmavík. Nánari upplýsingar má finna á www.vestfirdir.is Upplýsingar um verkefnið Brothættar byggðir er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is). Umsóknarfrestur er til 31. mars 2020. Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir (sirry@vestfirdir.is) Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið: sirry@vestfirdir.is merkt: Verkefnisstjóri á Ströndum. VESTFJARÐASTOFA | ÁRNAGÖTU 2-4, 400 ÍSAFJÖRÐUR | VESTFIRDIR.IS Félagsbústaðir eru stærsta þjónustufyrirtæki á leigumarkaði hérlendis með yfir 2.800 íbúðir til útleigu í Reykjavík. Á skrifstofunni starfa um 25 manns í anda gilda um samvinnu, virðingu og góða þjónustu. Félagsbústaðir eru í eigu Reykjavíkur- borgar og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2019. Ferilsskrá og kynningarbréf skal senda Þóru Þorgeirsdóttur, sviðsstjóra þjónustu og samskipta í thora@felagsbustadir.is Umsóknarfrestur er til og með 25.mars 2020. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um. Félagsbústaðir leita að kraftmiklu og lausnamiðuðu þjónusturáðgjöfum í fjölbreytt þjónustuverkefni. Í boði eru spenn- andi tækifæri fyrir rétta aðila í að taka þátt í að byggja upp og móta þjónustu og samskipti við leigjendur og samstarfsaðila. Félagsbústaðir leita að þjónusturáðgjöfum og sérfræðingi Félagsbústaðir leita að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði þjónustu við leigjendur félagsins og samstarfsaðila. Helstu verkefni og ábyrgð • Móttaka, úrvinnsla og eftirfylgni margskonar fyrirspurna og erinda í síma og á miðlum fyrirtækisins • Utanumhald og umsýsla leigusamninga: undirbúningur, samningagerð og eftirfylgni • Samskipti og upplýsingagjöf til leigjenda og tengdra aðila (þjónustumiðstöðva, Reykjavíkurborgar o.fl.) • Ábyrgð og þátttaka í ýmsum þróunar- og úrbótaverkefnum á sviði þjónustu og samskipta við leigjendur og samstarfsaðila Menntunar- og hæfniskröfur • Rík þjónustulund, áhugi á fólki, hlýlegt viðmót og framúrskarandi samskiptafærni • Skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun • Færni til að vinna í teymi og vilji til að læra • Stúdentspróf skilyrði, háskólagráða sem nýtist í starfi er kostur • Reynsla og þekking af velferðarþjónustu er kostur • Góð tölvufærni • Góð íslensku og enskukunnátta Helstu verkefni og ábyrgð • Samskipti og samvinna við leigjendur, þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og tengda aðila • Afgreiðsla, úrvinnsla og úrlausn erinda s.s. vegna húsreglna- brota, vanskila, samskiptavanda í fjölbýlishúsum o.fl. • Ábyrgð og þátttaka í ýmsum þróunar og úrbótaverkefnum á sviði þjónustu og samskipta við leigjendur og tengda aðila Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í félagsráðgjöf, sálfræði, félagsfræði eða tengdum greinum • Reynsla af sambærilegu starfi af sviði velferðarþjónustu er kostur • Framúrskarandi samskiptafærni, áhugi á fólki, hlýlegt viðmót og rík þjónustulund • Skipulagshæfileikar, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Færni til að vinna í teymi og vilji til að læra • Góð tölvufærni • Góð íslensku og enskukunnátta ERT ÞÚ HJÚKRUNARFRÆÐINGUR SEM HEFUR ÁHUGA Á AÐ VINNA Í RANNSÓKN Á HEIMSVÍSU? Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi (e. study nurse/study coordinator) í fullt starf við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar, skimunarrannsókn og lyfjarannsókn við Læknadeild Háskóla Íslands. Markmið hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir forstigi mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Binding Site í Bretlandi, Memorial Sloan Kettering krabba- meinsmiðstöðina í New York og International Myeloma Foundation. Skimað er fyrir forstigi mergæxlis með blóðprufu og þeim einstaklingum sem greinast með forstig mergæxlis fylgt eftir í klínískri rannsókn. Þátttakendur eru kallaðir inn í frekari rannsóknir og fá eftirfylgd með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast með mergæxli er hinsvegar boðið að taka þátt í lyfjarannsókn. Hjúkrunarfræðingar rannsóknarinnar koma bæði að uppvinnslu og eftirfylgd í skimunarrannsókn og uppvinnslu og meðferð í lyfjarannsókn. Starfið býður upp á einstaka innsýn og reynslu af rannsóknarvinnu og klínísku starfi. Helstu menntunar- og hæfniskröfur: • BS-gráða í hjúkrunarfræði, auk íslensks hjúkrunarleyfis • Reynsla af vinnu við vísindaverkefni er kostur • Þekking á good clinical practice (GCP) er kostur • Reynsla af hjúkrun krabbameinsveikra og krabbameins- lyfjagjöf er kostur • Reynsla af því að vinna í teymi • Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð • Framúrskarandi samskiptahæfni, nákvæmni, útsjónarsemi • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði Hægt er að sækja um og fá allar nánari upplýsingar á heimasíðu HÍ: http://www.hi.is/laus_storf Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.