Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 47

Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 47
ATVINNUAUGLÝSINGAR 13 L AU G A R DAG U R 1 4 . M A R S 2 0 2 0 Vantar þig starfsfólk? hagvangur.is Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi með því að senda ósk um það á irh@verkis.is. Faxagarður, lagnavinna Tilboð verða opnuð á skrifstofu Faxaflóahafna 31. mars kl. 11:00. Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið: Verkið felst í lagningu lagna í jörðu á Austurbakka í Reykjavík auk uppsetningu á lögnum undir bryggjunni á Faxagarði. Lagnir verða lagðar frá stofnum Veitna í Austurbakka, í gegnum stálþil milli Austurbakka og Faxgarðs og að nýrri dreifistöð á Faxagarði. Þaðan verða lagðar lagnir að afhendingastöðum veitukerfa úti á Faxagarði. Allar lagnir sem lagðar eru undir bryggjunni á Faxgarði verða lagðar í lagnastiga sem festir verða í bryggjuna neðan frá. Leggja á frárennslis-, hitaveitu-, neysluvatns- og raflagnir auk lagnastokks fyrir háspennustrengi Veitna. Vinna fer að miklu leyti fram undir Faxagarði þar sem gætir flóðs og fjöru og mun því vinnan taka mið af því. Nokkrar helstu magntölur eru: Vatnslagnir í jörðu Einangraðar lagnir undir bryggju Fráveitulagnir í jörðu Fráveitulagnir undir bryggju Hitalagnir í jörðu Hitalagnir undir bryggju Raflagnir í jörðu Raflagnir undir bryggju Lagnastigar Afgreiðsluskápar vatns og rafmagns 45 m 220 m 45 m 10 m 45 m 200 m 70 m 1000 m 450 m 3 stk. BYGGINGAFRÆÐINGUR / TÆKNIFRÆÐINGUR Vörðufell óskar eftir að ráða byggingafræðing eða tæknifræðing með víðtæka reynslu af stjórnun framkvæmda í stöðu verkefnastjóra. Vörðufell hefur verið starfandi í 15 ár og vinna þar að jafnaði um 15 manns. Fyrirtækið hefur starfsstöðvar á Selfossi og í Reykjavík. Vegna hinna fjölda verkefna sem framundan eru, viljum við fá til liðs við okkur afkastamikinn og ábyrgan verkefnastjóra til að hafa umsjón með hinum fjölbreyttu verkefnum sem fyrirtækið er að sinna. Auk menntunar er gerð krafa um að viðkomandi hafi að lágmarki 3-5 ára starfsreynslu í byggingariðnaði. Allar umsóknir skulu berast í netfang vordufell@vordufell.is Nánari upplýsingar eru að finna í síma 897-8960, Valdimar Bjarnason. Menntunar- og hæfniskröfur: • Húsasmíðameistari • Byggingafræðingur • Verkfræðingur • Tæknifræðingur • Iðnfræðingur • Eða öðru sambærilegu Viðkomandi þarf að: • Vera skipulagður og vinnusamur • Hafa gott vald á rituðu máli • Búa yfir lipurð í samskiptum • Hafa góða kunnáttu á öllum helstu tölvuforritum Í starfinu felst m.a.: • Verkefnastjórnun • Byggingastjórn • Ástandsgreining og eftirlit Auglýst er laust til umsóknar embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fer með stjórn lögregluliðs í sínu um- dæmi, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhrepps. Hann annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæm- inu og ber ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Hjá embættinu starfa rétt um 300 lögreglumenn og tæplega 90 í öðrum störfum. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Aðrar hæfniskröfur eru: • Góð yfirsýn og þekking á verkefnum lögreglunnar æskileg • Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg • Reynsla af stjórnun og stefnumótun æskileg • Rekstrarþekking og/eða reynsla er æskileg • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi kostur • Mjög góð forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til 5 ára í senn, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. maí 2020. Um laun og starfskjör lögreglustjóra fer eftir ákvörðun kjara- og mannauðssýslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Upplýsingar um starfið veitir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í síma 545 9000. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2020. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fela nefnd að fara yfir þær umsóknir sem berast og á nefndin að skila ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skila rafrænt á starf@dmr.is. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, afrit af prófskírteinum, upplýsingar um umsagnaraðila og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfylli hæfniskröfur fyrir starfið. Umsækjandi skal í kynningarbréfi gera skýra grein fyrir hæfni sinni í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í 2. mgr. 28. gr. laga nr. 90/1996 og auglýsingunni. Í umsókn skulu enn fremur koma fram upplýsingar um: 1) menntun, 2) reynslu af stjórnun, 3) reynslu af lögmannsstörfum, saksókn, dómstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) upplýsingar um samskiptafærni og sjálfstæði, 6) aðrar upp- lýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf lögreglustjóra. Embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu laust til umsóknar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.