Fréttablaðið - 14.03.2020, Side 58
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Að meðaltali fæðir hver kona á Íslandi, í Noregi og Finnlandi færri börn nú en
nokkru sinni fyrr. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu um rannsókn-
ina, sem fjallað var um á norska
vefnum Science Norway.
Anna Karlsdóttir er einn
höfunda rannsóknarinnar,
en hún starfar við rannsóknir
hjá NordRegio, sem rannsakar
byggðaþróun og skipulagsmál
fyrir Norrænu ráðherranefnd-
ina. Í fréttatilkynningu vegna
rannsóknarinnar segir hún að við
séum að stefna í álíka ástand og í
Kína, án þess að takmarka barn-
eignir fjölskyldna eins og lengi var
gert þar.
Norðurlönd hafa lengi haft
háa fæðingatíðni, sem er að hluta
rakið til öflugs velferðarkerfis og
stuðnings við barnafjölskyldur.
En þetta virðist ekki hafa jafn
mikil áhrif og áður og Anna segir
að þessi lönd séu að verða meira
eins og restin af heiminum.
Frjósemi hefur minnkað á
næstum öllum Norðurlöndunum,
meira að segja á Grænlandi, þar
sem hún hefur yfirleitt verið
mikil. Nú fæðir hver kona þar að
meðaltali tvö börn.
Minnst frjósemi í Finnlandi
Í Finnlandi hefur fæðingatíðnin
lækkað meira en nokkurs staðar.
Þar fæðir hver kona nú að meðal-
tali 1,4 barn, en árið 2010 var
talan 1,9. Noregur er í öðru sæti,
með 1,56 barn á hverja konu, en
talan var 1,96 árið 2010. Fæðinga-
tíðnin er því orðin lægri í þessum
löndum en hún er að meðaltali í
Evrópusambandsríkjum, þar sem
talan er 1,59.
Fæðingatíðni í Svíþjóð og Dan-
mörku er enn tiltölulega há. Í Sví-
þjóð fæðir hver kona að meðaltali
1,76 barn og í Danmörku er talan
1,72. Þessi lönd toga meðaltal
Norðurlanda yfir meðaltalið í
ESB-ríkjum.
Rannsakendur komust að því
að fæðingatíðni væri stundum
ólík á mismunandi svæðum innan
landa. Þannig er fæðingatíðni
til dæmis hærri meðal Sama í
Norður-Svíþjóð en annars staðar
í landinu. Það sama gildir um
sveitarfélagið Granvin í Vest-
Fæðingatíðni lækkar á Norðurlöndum
Aldrei hafa konur fætt jafnfá börn á Íslandi, í Noregi og Finnlandi. Þetta er niðurstaða nýrrar rann-
sóknar á fólksfjöldaþróun á Norðurlöndunum sem var unnin fyrir Norrænu ráðherranefndina.
Á Norður-
löndum hefur
lengi verið há
fæðingatíðni,
sem er að hluta
rakið til öflugs
velferðarkerfis
og stuðnings
við barnafjöl-
skyldur. En
þetta virðist
ekki hafa sömu
áhrif og áður.
MYND/GETTY
Fæðingatíðni hefur
dregist meira
saman í mörgum lönd-
um en sérfræðingar
gerðu ráð fyrir, fyrir
nokkrum árum.
Fæðingatíðni hefur dregist meira saman í mörgum löndum en sérfræðingar
gerðu ráð fyrir, fyrir nokkrum árum. Nú eru rannsakendur að reyna að
finna betri leiðir til að spá fyrir um fólksfjölda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
landet-sýslu í Noregi og sveitar-
félögin Snillfjord, Tydal, Åfjord og
Roan í Trøndelag-sýslu. Einnig er
mikill munur á milli svæða innan
Finnlands.
Eignast fyrsta barn síðar
Rannsakendur segja að megin-
skýringin á þessari þróun sé að
konur séu að eignast sitt fyrsta
barn síðar á ævinni en áður. Í dag
er meðalaldur mæðra þegar þær
eignast sitt fyrsta barn 30 ár á
Norðurlöndunum, en að meðaltali
voru þær 21 árs árið 1971.
Fjöldi kvenna sem verða mæður
í fyrsta sinn fyrir 25 ára aldur
hefur minnkað á öllum Norður-
löndunum, en fjöldi þeirra sem
verða mæður í fyrsta sinn eldri en
35 ára, hefur aukist. Aldur kvenna
þegar þær verða mæður í fyrsta
sinn hefur hækkað á Íslandi og í
Danmörku, Finnlandi og Noregi.
Fæðingatíðni hefur dregist
meira saman í mörgum löndum
en sérfræðingar gerðu ráð fyrir,
fyrir nokkrum árum. Nú eru rann-
sakendur að reyna að finna betri
leiðir til að spá fyrir um fólks-
fjölda.
Ungt fólk fer úr sveitinni
Fólki hefur fækkað í minni
byggðarlögum vegna þess að ungt
fólk f lytur burt í svo miklum mæli.
Hlutfall fólks á aldrinum 20-29
ára í norrænum borgum hefur
aukist um 47 prósent á síðustu 19
árum, á meðan hlutfall sama hóps
hefur minnkað um 54 prósent í
smærri bæjarfélögum, samkvæmt
skýrslunni.
Ástandið er sérlega slæmt í Finn-
landi, þar sem er algengt að 40-60
prósent ungs fólks f lytji burt úr
smábæjum.
Lestu Fréttablað dagsins í snjalltækinu þínu, hvar og hvenær sem er!
BYRJAÐU DAGINN MEÐ
FRÉTTABLAÐINU
Sæktu Fréttablaðsappið frítt!
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R