Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 67
Fólk er farið að hamstra hér
eins og annars staðar. Þó er búið
að segja í fréttum að fólk þurfi
ekki að hamstra, það sé nóg af
vörum í landinu en það tekur
enginn mark á því.
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda
hlýju, samúð og góðar kveðjur
við fráfall okkar elsku móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Helgu Guðjónsdóttur
frá Ökrum,
Höfðagrund 14b,
Akranesi.
Ingiríður B. Kristjánsdóttir Ólafur Ólafsson
Smári H. Kristjánsson Nikolína Th. Snorradóttir
Guðjón Kristjánsson Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðrún H. Kristjánsdóttir Vicente Carrasco
barnabörn og barnabarnabörn.
Áður auglýstri útför
Svanhildar Ingvarsdóttur
hefur verið frestað
um óákveðinn tíma.
Sveinn Þorkell Guðbjartsson
Katrín Sveinsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og langalangafa,
Einars Sverrissonar
viðskiptafræðings,
Hlíðarhúsum 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir.
Þorgeir Einarsson Halla Kristín Þorsteinsdóttir
Sverrir Einarsson
Vilborg Rósa Einarsdóttir Tryggvi M. Baldvinsson
Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir
Sigrún Unnur Einarsdóttir Sigurjón Bragason
og afabörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Unnur Sigríður Björnsdóttir
Sléttuvegi 11, Reykjavík,
lést á öldrunardeild LSH að
Vífilsstöðum þann 3. mars sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ragnheiður Jónsdóttir Elías G. Magnússon
Garðar Jónsson Hulda Óskarsdóttir
Mary A. Campbell
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Þuríður Erla Erlingsdóttir
sundkennari,
lést 10. mars á Hrafnistu í Reykjavík.
Útförin fer fram frá Lindakirkju
föstudaginn 20. mars kl. 13.00.
Guðfinna Helgadóttir Guðni Einarsson
Sigríður Helgadóttir Birgir H. Sigurðsson
Helgi Helgason Brynja Tómasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Grétar Þór Sigurðsson
Austurgötu 11, Keflavík,
lést á Landspítalanum v/Hringbraut,
miðvikudaginn 26. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Signý Hrönn Sigurhansdóttir
Gunnar Þór Grétarsson Sólveig Gísladóttir
Bryndís Grétarsdóttir Hafsteinn Guðmundsson
Magnea Grétarsdóttir Sigurður R. Magnússon
og barnabörn.
Gjafir okkar til Heilsu-gæslu Hornafjarðar hafa alltaf verið þegnar með þökkum og svo var einn-ig nú,“ segir Ásdís Olsen, húsfreyja á Höfn. Hún
var í hópi Lionsfólks sem afhenti heilsu-
gæslunni á staðnum eyrnaþrýstimæli og
augnþrýstimæli nú í vikunni. Eystra-
horn greinir frá því.
Innt eftir öðrum viðfangsefnum
Lionsklúbbsins Kolgrímu, sem Ásdís
tilheyrir, upplýsir hún að krafturinn
mætti vera meiri í starfinu. „Við erum
orðnar svo fáar í klúbbnum. Hann sofn-
aði nú alveg á tímabili en svo tókst að
vekja hann aftur, konum í honum þyrfti
samt að fjölga. Ég held að við séum þret-
tán eða fjórtán. Við erum ekki fleiri – en
við gerum ýmislegt til að safna fé,“ segir
hún og nefnir sem dæmi að fyrir bónda-
daginn selji Lionskonurnar hákarl í
krukkum og ýmislegt sem þær hafi
bakað. Þær setji upp basar á ganginum í
Nettó, það sé mjög góður staður.
„Við í Lionsklúbbunum ætluðum að
skemmta okkur á morgun, karlarnir ætl-
uðu að vera með kútmagakvöld og við
konurnar með krúttmagakvöld en því
hefur öllu verið frestað út af COVID-19
faraldrinum. Ein af leiðum okkar Lions-
kvenna til að af la fjár fyrir klúbbinn
hefur verið sú að laga mat fyrir Lions-
karlana sem þeir hafa greitt okkur fyrir.“
Ekki segir hún þær þó hreinsa kútmag-
ana og fylla. „Það verða þeir að gera
sjálfir,“ segir hún hlæjandi. „Við búum
bara til fiskrétti ofan í þá. Fáum hráefni
hjá bátunum. Á Sigurði Ólafssyni hafa
menn til dæmis alltaf verið viljugir að
láta okkur hafa fisk. Við vorum með
marga rétti í fyrra en ætluðum aðeins að
fækka þeim núna. Sáum hverjir borðuð-
ust best og ætluðum að einbeita okkur
að þeim.“
Voruð þið ekki farnar að undirbúa
þessa máltíð? „Jú, en hráefnið er í frosti.
Við ætluðum að nota daginn í dag og
morgundaginn til að útbúa hana. Það
eru allar samkomur að leggjast af í bili.
Reyndar verður blúshátíð hér í kvöld
(föstudag) en annars er verið að aflýsa
öllum mannfögnuðum. Það var búið að
auglýsa aðalfund hjá eldri borgurum en
það er búið að fresta honum.“
Eru einhverjar aðrar aðgerðir í gangi
til að forðast COVID-19 þarna fyrir
austan?
„Ja, fólk er farið að hamstra hér eins
og annars staðar. Þó er búið að segja í
fréttum að fólk þurfi ekki að hamstra,
það sé nóg af vörum í landinu en það
tekur enginn mark á því. Við höfum
ágæta Nettóverslun og það koma alltaf
vörur í hana að sunnan með bílum, svo
það er engin bráð hætta á matarskorti.“
Spurð að lokum hvort veturinn hafi
verið sæmilega hagstæður á Höfn svarar
Ásdís:
„Hann hefur verið voða rysjóttur en
það er allt í lagi ef sumarið verður gott.“
gun@frettabladid.is
Gjafir þegnar með þökk
Lionsklúbburinn Kolgríma og Lionsklúbbur Hornafjarðar færðu Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands góðar gjafir nýlega. Um var að ræða eyrnaþrýsti- og augnþrýstimæla.
Í fremri röð eru: Elín Freyja Hauksdóttir læknir og Lionskonurnar Erla Einarsdóttir, Ásdís Olsen, Eva Ragnarsdóttir og Erla
Berg lind Antonsdóttir. Í aftari röð eru Guðrún Dadda Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilsugæslu, og Lionsmennirnir
Unnsteinn Guðmundsson, Hannes Ingi Egilsson, Jón Bragason og Steinþór Hafsteinsson. MYND/EYSTRAHORN
Brot úr þakkarávarpi
heilsugæslunnar:
Eyrnaþrýstimælirinn mælir hvort
hljóðhimnan hreyfist. Hjá börnum
er algengt að þau heyri illa vegna
vökva í eyrum í kjölfar eyrnabólgu.
Hægt er að mæla nýfædda og fólk
á öllum aldri. Augnþrýstimælir er
ekki staðalbúnaður á heilsugæslum
almennt. Þar sem heilsugæslan er
einnig bráðamóttaka fyrir Suð-
austurland teljum við mikilvægt að
við getum metið, greint og með-
höndlað bráð augnvandamál eins
og önnur vandamál.
Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði allri áhöfn Barðans GK
475, samtals níu mönnum, þegar skipið strandaði í Dritvík
á Snæfellsnesi þennan mánaðardag árið 1987. Aðstæður
voru afar erfiðar. Björgunarsveitir voru kallaðar út á átt-
unda tímanum að morgni. Þær voru komnar á strandstað
hálftíma síðar. Ógerningur var að ná skipverjum í land með
línu vegna aðstæðna á strandstað svo þyrlan sannaði gildi
sitt svo um munaði.
Fram kom í sjóprófum að enginn hefði verið í brú skips-
ins og siglingatækin biluð þegar Barðann rak á land. Skip-
stjórinn hafði brugðið sér niður í matsal og taldi skipið
vera á öðrum stað en raunin var. Aðrir skipverjar sendu frá
sér yfirlýsingu eftir strandið, þeir lýstu fullum stuðningi
við skipstjórann og sögðust treysta sér til að sigla undir
hans stjórn um ókomna tíð.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 14 . M A R S 19 8 7
Frækilegt björgunarafrek unnið í Dritvík
T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35L A U G A R D A G U R 1 4 . M A R S 2 0 2 0