Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 76

Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 76
AÐALFUNDUR Klappa grænna lausna hf. Aðalfundur Klappa grænna lausna hf. verður haldinn á Café Atlanta, Hlíðarsmára 3 (gengið inn frá Hæðasmára), fimmtudaginn 2. apríl 2020, og hefst hann kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Á fundinum verður lögð fram tillaga stjórnar um breytingu á grein 2.01.5 samþykkta félagsins um endurnýjun á heimild stjórnar um að auka hlutafé félagsins um allt að 50. m.kr. með útgáfu nýrra hluta í B-flokki hlutabréfa. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu verða hluthö- fum til sýnis á skrifstofu félagsins, Austurstræti 17, 5. hæð, tveimur vikum fyrir aðalfund. Öll gögn verða lögð fram fyrir hluthafa á síðunni www.klappir.com/fjarfestar Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað frá kl. 15.45. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði með hverri einni krónu í A-flokki hlutabréfa. Atkvæðaréttur fylgir ekki með B-hlutabréfum. Vegna COVID-19 og þeirrar óvissu sem um það ríkir þá er verið að skoða möguleikann á að fundurinn færi fram í gegnum fjarskiptabúnað eða á annann sambærilegann hátt. Verði það niðurstaðan verður hluthöfum tilkynnt um það með tölvupósti. Vinsamlega athugið að aðalfundurinn var áður auglýstur 9. apríl 2020 og hefur sú dagsetning tekið breyting- um eins og fram kemur hér að ofan. Stjórn Klappa grænna lausna hf. Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettabladid.is 14. MARS 2019 Tónlist Hvað? Vorið og vonin í jazz- perlum Hvenær? 13.15-14.00 Hvar? Borgar- bókasafnið Spönginni María Magnús- dóttir syng- ur vorlög eftir mörg af þekktustu jazz- og söngleikja- skáldum samtímans. Gunnar Hilmarsson leikur á gítar og Leifur Gunn- arsson á kontrabassa. Hvað? Söngvar á sextugu dýpi Hvenær? 21.00 Hvar? Deiglan Akureyri Tónleikar þar sem eyfirskir trúbadorar hefja upp raust sína. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Myndlist Hvað? Erling Klingenberg Hvenær? 12.00-18.00 Hvar? Marshallhúsinu, bæði í Ný- listasafninu og Kling & Bang. Einkasýning Erlings T.V. Klingen- berg er opin samkvæmt hefð- bundnum opnunartímum, 12.00- 18.00. Hvað? Fegurð og fögnuður/beauty and serenity Hvenær? 15.00 Hvar? Hannesarholt Vignir Jóhannsson listmálari opnar sýningu sína í veitinga- stofum staðarins. Þar eru lands- lagsmálverk og fíguratíf, „sjáðu mig“ verk, sem Vignir hefur unnið að undanförnu í Danmörku, þar sem hann býr og starfar. Hvað? Rostung- urinn Hvenær? Hvar? Perlan Náttúru- minja- safn Íslands opnar sérsýn- inguna Rostung- urinn í dag. Vegna COVID-19 faraldursins verður ekki boðið til opnunar sýningarinnar sem er opin alla daga milli klukkan 9 og 22 og stendur til 8. nóvember. Aðrir viðburðir Hvað? Skáknámskeið Hvenær? 13.30-15.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Menn- ingarhús Kringlunni Smiðja fyrir 6-12 ára, jafnt byrj- endur sem lengra komna. Tef lum saman með vinum eða fjölskyldu undir góðri leiðsögn skákkennara frá Taf lfélagi Reykjavíkur. Þátt- taka er ókeypis en skráning nauð- synleg. Hvað? Trúfræðsla á íslensku og aftansöngur Hvenær? 17 Hvar? Öldugata 44 R. Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi, söfnuður Moskvu-Patríarkatsins heldur stundina. Hvað? Hvenær? Hvar? Sunnudagur hvar@frettabladid.is 15. MARS 2019 Hvað? Heilög litúrgía Hvenær? 10.00 Hvar? Öldugata 44, 101 R Kaffi og umræður á eftir, allir velkomnir. Prestur Timofi Zolotu- skyj. Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi, söfnuður Moskvu-Patrí- arkatsins sér um stundina.  Hvað? Syngjum saman Hvenær? 14.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Ómar Ragnarsson leiðir söng á fjölbreyttum lögum með mynd- um og tónum í blandaðri dagskrá. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1.000 króna aðgangseyri. Hvað? Sýningarleiðsögn Hvenær? 14.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Aldís Arnardóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um yfir- litssýningu á verkum Ásgerðar Búadóttur, Lífsf letir, í Vestursal Kjarvalsstaða. Hvað? Skáldað í tré / snúningur í rennibekk Hvenær? 12.00-16.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Gerðu- bergi Renndir gripir af ýmsu tagi eru á sýningu félagsmanna í Félagi tré- rennismiða á Íslandi. Aldís Arnardóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Ásgerðar Búadóttur, Lífsfletir, í Vestursal Kjarvalsstaða. BÆKUR Dularfulla símahvarfið Brynhildur Þórarinsdóttir Útgefandi: Bókabeitan Blaðsíður: 40 Lestur ungra barna er mörgum hug- leikinn og afskaplega ánægjulegt hvernig margir bókaútgefendur hafa reynt að auka áhuga og möguleika krakka til lestrar, til dæmis með því að hafa leturgerðir og stærðir aðgengi- legri fyrir börn en ekki síður með því að leggja áherslu á að gefa út grípandi og skemmti- legar sögur sem gabba krakka, sem halda að þeim finnist leiðin- legt að lesa, til að f letta áf ram. Að öðrum ólöstuðum hefur Bókabeitan verið þar fremst í f lokki enda til for- lagsins stofnað árið 2011 af tveimur kennurum í kringum hinn bráðskemmtilega bókaflokk Rökkurhæðir sem var upphugsaður til þess að glæða lestraráhuga. Síðan hafa Bókabeiturnar gefið út fjöl- margar skemmtilegar bækur fyrir börn á öllum aldri í sama tilgangi. Eitt hugarfóstur þeirra er bóka- klúbburinn Ljósaserían, mynd- skreyttar barnabækur með fjöl- breyttum efnistökum eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Nýjasta peran í Ljósaseríunni er bókin Dularfulla símahvarfið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem skrifaði bókina með aðstoð níu ára dóttur sinnar, svo efniviðurinn ætti að falla þeim aldurshópi vel í geð. Brynhildi þarf ekki að kynna fyrir ungum og eldri lesendum en hún á að baki fjölmargar barnabækur auk þess að vera þekkt fyrir endur- sagnir sínar á Íslendingasögunum fyrir börn. Sagan hefst á því að Katla, sem ekki á síma vegna þess að hún er of ung til þess, veitir því eftirtekt að símar í fjölskyldunni og víðar taka að hverfa einn af öðrum. Hún fær eldri systur sína og vin hennar til að hjálpa sér að komast til botns í málinu og úr verður bráðspenn- andi saga sem bæði snertir á sambandi systkina með öllum þeim samskiptaörð- ugleikum sem upp geta komið, en líka á hinu flókna sambandi sem við eigum f lest við símana okkar, sem bæði geta verið tíma- þjófar og gleðigjafar og bráðnauðsynlegir á köflum. Dularfullir mávar, rólyndislegt elliheimili og sitthvað fleira kemur við sögu, sem og áhugaverðar pæl- ingar um aldur og og aldurstakmörk sem kemur í ljós að eru ekki bara fyrir börn og þannig eru dregnar upp áhugaverðar hliðstæður. Elín Elísabet Einarsdóttir gerir kápu og myndskreytir bókina á skemmtilegan og líflegan hátt. Dul- arfulla símahvarfið, eins og raunar allar Ljósaseríubækurnar, er kjörin fyrir krakka sem hafa ekki alveg náð að fóta sig á lestrarbrautinni. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og auð- læsileg saga um krakka og síma og sitthvað fleira. Um síma og sitthvað fleira M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.