Fréttablaðið - 14.03.2020, Side 88

Fréttablaðið - 14.03.2020, Side 88
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR + Við sendum þér vörurnar! laugardalsvelli · opið kl. 10-21 öll kvöld Hvað ætlar þú að lesa næst?Fræði fyrir forvitna Njóttu Á Arnarstapa í Skagafirði stendur minnismerki um Stephan G. Stephansson skáld. Sagt er að hann hafi ungur setið á þessum stað á ofanverðri 19. öld og virt fyrir sér skólapilta á leið til náms suður til Reykja- víkur. Sakir fátæktar var Reykja- víkur lærði skóli lokaður Stephani og það féll honum afar þungt. Menntun var lengst af á Íslandi forréttindi barna embættismanna og ríkra bænda. Þetta breyttist á seinni hluta síðustu aldar. Skyndilega varð offramboð á menntun. Stúdents- próf varð jafn almennt og fulln- aðarpróf ið var hér áður. Allir sem vettlingi gátu valdið fóru í háskóla og luku prófi í námsgreinum sem enginn vissi að væru til. Nú hafa menn hafa áttað sig á því að öll þessi menntun er næsta gagnslaus. Hvað getur vinnumark- aðurinn tekið á móti mörgum lögfræðingum, kvikmynda- fræðingum og kynjafræðingum? Eru mannauðsstjórar ómissandi? „Bókvitið verður ekki í askana látið,“ sagði kellingin. Margir hafa bent á að góð lífsreynsla og sjálfsmenntun sé mikilvægari en próf úr dularfullum skólum. Hvorki Skarphéðinn Njálsson né Halldór Laxness luku stúdents- prófi en létu þó mikið fyrir sér fara á innanlandsvettvangi. Skóli lífsins er aftur kominn í umræð- una sem vanmetinn valkostur. Er skynsamlegt að sitja á skólabekk lungann úr ævi sinni? Er ekki mál að linni og menn endurskoði gamalt 19. aldar gildis- mat og menntasnobb? Við Steph- an G. Stephansson segi ég: Hættu þessu væli yfir því að komast ekki suður í menntaskóla, Stebbi litli. Það hefði hvorki gert þig að betra skáldi né betri manni og alls ekki skilað þér hærri launum í yfir- standandi kjarasamningum. Mennt er máttur?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.