Fréttablaðið - 02.05.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 02.05.2020, Síða 4
ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FIAT HÚSBÍLAEIGENDUR ER HÚSBÍLLINN ÞINN KLÁR FYRIR SUMARIÐ? BJÓÐUM UPP Á SMURÞJÓNUSTU OG LÉTTA ÁSTANDSSKOÐUN FYRIR SUMARIÐ: • SJÓNSKOÐUN Á BREMSUKERFI OG UNDIRVAGNI • LJÓS YFIRFARIN • ÁSTAND HJÓLBARÐA METIÐ OG LOFTÞRÝSTINGUR MÆLDUR • ÞURRKUR OG RÚÐUSPRAUTUR YFIRFARNAR • ÁSTAND KÆLIKERFIS METIÐ • HLEÐSLA RAFKERFIS MÆLD. ALLIR VINNA – ENDURGREIÐSLA Á VSK Á VINNULIÐ AÐ LÁGMARKSUPPHÆÐ 25.000 KR. ÁN VSK. TÖLUR VIKUNNAR 26.04.2020 TIL 02.05.2020 12 milljarða króna áætlar Vinnumálastofnun að greiða í atvinnuleysisbætur í aprílmánuði. 200 milljóna Bandaríkjadala ætlar Icelandair að afla sér með hlutafjárútboði. 55 prósent færri greiddar gisti- nætur voru í mars í ár en í sama mánuði í fyrra. 30 milljónir Bandaríkjamanna eru á atvinnuleysisbótum. 53 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem greiddu atkvæði felldu nýjan kjarasamning. Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari sem sat í gerðar- dómi í þremur málum um sölu eignaumsýslu- félagsins ALMC á fyrirtækinu LS Retail, viðraði hugmyndir við deilendur í málunum um að hann fengi greiddar allt að sextíu milljónir króna í þóknun fyrir störf sín í dómnum. Þeim hugmyndum, sem voru kynntar um tveimur vikum áður en niðurstaða í málunum lá fyrir, var hins vegar hafnað af málsaðilum. Tom Hagen norskur auðkýfingur var handtekinn í aðgerð lögreglu rétt fyrir utan Ósló á þriðju- dagsmorgun. Hann er talinn hafa myrt eða átt aðild að morði eiginkonu sinnar. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Guðjón Valur Sigurðsson hamboltakempa lýkur handbolta- ferli sínum sem markahæsti landsliðsmaður sögunnar í íslenska lands- liðinu, markahæsti leikmaður frá upphafi í sögu Evrópumótanna og er í þriðja sæti meðal markaskorara í lokakeppnum heimsmeistara- móta. Guðjón lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Ítalíu árið 1999, tvítugur að aldri. Hann tók þátt í sínu 22. stórmóti á ferlinum þegar hann spilaði á Evrópu- mótinu í janúar síðastliðnum. Þrjú í fréttum Dómari, auðkýfingur og íþróttagoðsögn MENNTUN Á fimmtudaginn, síðasti degi aprílmánaðar, var tveimur starfsmönnum Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, sagt upp störfum. Um var að ræða starfs- mann í afgreiðslu og annan í bók- haldi og að auki var öðrum starfs- manni í afgreiðslu  gert að fara  í 50 prósent starfshlutfall. Þá nýtti skólinn sér hlutabótaúrræði stjórn- valda með því að láta fimm starfs- menn fara í skert starfshlutfall þar til í haust. Fjórir yfirmenn, þar á meðal Jóhann Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri stofnunarinnar, lækkuðu laun sín um 10 prósent.  „Þetta voru sársaukafullar en nauðsynlegar ráðstafanir sem miða að því að skerða ekki þjónustu við okkar nemendur. Við höfum orðið f y r ir tek juskerðing um veg na COVID-19 faraldursins meðal annars því fella þurfti niður margs konar námskeið sem ráðgerð voru,“ segir Jóhann Friðrik. Í bréfi sem framkvæmdastjórinn sendi á starfsfólk skólans kemur fram að um nauðsynlega hagræð- ingu séu að ræða því reksturinn hafi verið erfiður og félagið verið rekið með tapi undanfarin ár. „Skólinn hefur verið rekinn með tapi undan- farin þrjú ár og við höfum því verið að vinna að fjárhagslegri endur- skipulagningu,“ segir Jóhann Frið- rik, sem tók við framkvæmdastjóra- starfi skólans í apríl í fyrra. Keilir er einkaskóli sem þó er að langstærstum hluta í eigu opinberra aðila.  Jóhann Friðrik  segir enga hættu á því að skólinn fari hrein- lega í þrot en fjárhagsvandræðin geti leitt til þess að skera þurfi niður framboð náms. Jóhann Friðrik segir að sú niðurstaða væri  grátleg því að skólinn hafi sannað gildi sitt undanfarin ár. „Keilir er ekkert venjulegur skóli enda má segja að við séum nýsköp- unarfyrirtæki. Við höfum lagt mikið upp úr sveigjanleika til þess að geta brugðist hratt við og veitt sérhæfðari og markvissari  þjón- ustu. Það hefur sýnt sig í COVID- 19 faraldrinum þar sem starfsfólk okkar hefur unnið þrekvirki og nýtt reynslu sína við að bjóða upp á fjarnám til þess að þjónusta nem- endur,“ segir Jóhann Friðrik. Hann segir tímasetningu niður- skurðarins óheppilega í ljósi þess að menntastofnanir búast við aukinni eftirspurn á næstu mánuðum. „Það er ætlast til þess að við bjóðum upp á aukið framboð af námi í sumar og sérstaklega í haust til þess að koma til móts við allan þann fjölda atvinnulausra sem vilja nýta tæki- færið og mennta sig. Það að þurfa að grípa til niðurskurðar dregur úr þrótti starfsfólks til þess að ráðast í aukna þjónustu.“ Að mati Jóhanns Friðriks hefur starfsemi Keilis aldrei verið mikil- vægari en nú. Háskólabrú skólans er aðfaranám inn Háskóla Íslands og þjónustar nemendur sem hafi ekki fetað beinu brautina í mennta- kerfinu heldur flosnað upp úr námi vegna fjölbreyttra ástæðna. „Þetta er oft fólk sem hefur farið beint út í atvinnulífið eftir skyldunámið og í sumum tilvikum einstaklingar sem hafa ekki góða reynslu af hinu hefð- bundna menntakerfi.“ Hann segir sorglegt að fjárhags- leg staðan valdi því að skólinn geti þurft að taka upp fjöldatakmark- anir. „Við höfum unnið markvisst að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu skólans með það að markmiði að gera reksturinn sjálf bæran. Við höfum sent skýrslu um stöðu skól- ans til menntamálayfirvalda og væntum viðbragða. Stjórnsýslan getur stundum verið svifasein að bregðast við en það er brýnt að þessi vinna klárist sem fyrst til þess að við getum gert áætlanir til fram- tíðar,“ segir Jóhann Friðrik. bjornth@frettbladid.is Tapreksturinn gæti leitt til fjöldatakmarkana hjá Keili Tveimur starfsmönnum var sagt upp störfum í vikunni hjá Keili á Ásbrú auk þess sem skólinn nýtti sér hlutabótaleiðina vegna fimm starfsmanna. Fjórir yfirmenn tóku á sig 10 prósenta launalækkun, þar á meðal framkvæmdastjórinn. Að óbreyttu þarf skólinn að takmarka fjölda nemenda á næstunni. Mikill fjöldi nemenda hefur stundað nám hjá Keili undanfarin ár. Á sama tíma hefur skólinn verið rekinn með tapi, sem getur haft slæmar afleiðingar. Það er ætlast til þess að við bjóðum upp á aukið framboð af námi í sumar og sérstaklega í haust til þess að koma til móts við allan þann fjölda atvinnu- lausra sem vilja nýta tæki- færið og mennta sig. Jóhann Frið- rik Friðsson, framkvæmda- stjóri Keilis 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.