Fréttablaðið - 02.05.2020, Qupperneq 29
Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu eldvarnareftirlitsfulltrúa.
ELDVARNAREFTIRLITSFULLTRÚI
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Umsjón með framkvæmd eldvarnareftirlits á
starfssvæðinu
• Úttektir og leyfisveitingar
Hæfniskröfur:
• Löggiltur slökkviliðsmaður með að lágmarki
1 árs starfsreynslu í slökkviliði
• Menntun skv. ákvæðum reglugerðar um
eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017
• Þekking og þjálfun í brunamálum og á sviði
brunavarna
• Þekking og reynsla af eldvarnareftirliti æskileg
• Góð almenn tölvukunnátta og ritfærni
• Skipulagshæfni, þjónustulund og félagsfærni
Laun og starfskjör eru samkvæmt
gildandi kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi
stéttarfélag.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá
ásamt greinargerð þar sem fram koma
ástæður umsóknar og rökstuðningur
fyrir hæfni viðkomandi til starfsins.
Starfið hentar öllum kynjum.
Umsóknarfrestur er til og með 20. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Nánari upplýsingar um starfið veita Jens Heiðar
Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs
Akraness og Hvalfjarðarsveitar,
jens.heidar.ragnarsson@akranes.is og Geirlaug
Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framúrskarandi sérfræðingi til að sinna
spennandi verkefnum á sviði eignamála og verkefnaþróunar á skrifstofu stjórnunar og
umbóta.
Markmið starfsins er að innleiða virka stýringu á efnahagsreikningi ríkisins í kjölfar nýrra
reikningsskila með markvissri umsýslu óefnislegra eigna og varanlegra rekstrarfjármuna í
eigu ríkisins þ.e.a.s. fasteignir, jarðir, auðlindir og félög.
SÉRFRÆÐINGUR Í EIGNAÞRÓUN
Starfssvið:
• Eignastýring og verkefnaþróun
• Virk þátttaka í áætlanagerð og
hagkvæmnimati á sviði fjárfestinga-,
þróunar- og eignaumsýslu
• Markviss hagnýting fasteigna, lands og
auðlinda í eigu ríkisins
• Fjármögnun verkefna, þ.m.t. samvinna
við einkaaðila
• Samningagerð m.a. á sviði fasteigna-,
lóðamála og auðlinda
• Samskipti við ráðuneyti, stofnanir og ýmsa
samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Meistaragráða sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af fjárfestingum,
verkefnaþróun og eignastýringu er skilyrði
• Þekking á sérleyfissamningum og
auðlindamálum er æskileg
• Þekking og reynsla af fjármálastjórnun, rekstri
og reikningsskilum er æskileg
• Geta til að greina og miðla tölulegum
upplýsingum með greinargóðum og skýrum
hætti með notkun viðeigandi greiningatóla
• Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu
og riti er skilyrði
• Mjög góð skipulags- og samskiptahæfni
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Í boði er áhugavert starf á krefjandi og
skemmtilegum vinnustað. Skrifstofa
stjórnunar og umbóta fer meðal annars
með eigna- og framkvæmdamál
ríkisins, þ.m.t. eignarráð ríkisins
í félögum, fast- og jarðeignum og
samninga vegna nýtingar auðlinda.
Nánari upplýsingar um fjármála og
efnahagsráðuneytið er að finna á vef
Stjórnarráðs Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá
og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns,
eru hvattir til að sækja um. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi
Félags háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins. Umsóknir geta gilt í 6
mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út
samkvæmt gildandi reglum um auglýsingar
á lausum störfum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára