Fréttablaðið - 02.05.2020, Síða 37
Patreksskóli Bíldudalsskóli
Lausar stöður í
skólum Vesturbyggðar
Patreksskóli er um 100 barna skóli, með 10 bekkjardeildir
og efstu deild leikskóla. Skólinn er staðsettur í miðju
þorpinu með veglegt íþróttahús og sundlaug í örfárra
skrefa fjarlægð. Patreksfjörður er barnvænn staður og
hér er gott að búa.
Patreksskóli vinnur með Uppbyggingastefnuna að leiðar
ljósi og einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing og
samvinna. Verkmenntun er áhersluatriði og tenging
við atvinnulíf staðarins. Fjölbreyttir kennsluhættir og
einstaklingsmiðað nám og vinna með styrkleika
nemenda er í fyrirrúmi.
Umsjónakennarar
• Yngsta deild 100% staða.
• Miðdeild 100% staða.
• Efsta deild tvær 100% stöður.
Sérgreinakennarar
• 100% staða íþróttakennara.
• 70% staða heimilisfræðikennara.
• 50–70% staða sjónlistakennara.
• 50–70% staða handmenntakennara.
Leikskóladeild
• Deildarstjóri leikskóladeildar 100% staða.
• Leikskólakennari / leikskólaliði 100% staða.
Í Bíldudalsskóla eru 29 nemendur og kennt er í samkennslu
milli árganga. Í skólanum starfa tíu starfsmenn ásamt
tveimur matráðum í mötuneyti skólans sem staðsett er
í annarri byggingu.
Á leikskólanum Tjarnarbrekku eru 10 börn sem skiptast
niður á tvær deildir, yngri og eldri deild. Á leikskólanum
starfa þrír starfsmenn ásamt leikskólastjóra og tveimur
matráðum í sameiginlegu mötuneyti með grunnskólanum.
Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka leggja áherslu á að
vera fremstir meðal jafningja varðandi upplýsingatækni
í skólastarfi. Í samskiptum er byggt á áherslum úr
hugmyndafræði Uppbyggingastefnunnar. Í skólanum
er unnið metnaðarfullt starf þar sem sérstakar áherslur
eru á fjölbreytta kennsluhætti og nemendamiðað nám,
vaxtarhugarfar, leiðsagnarnám og sköpun. Þá er lögð
áhersla á að efla samstarf við foreldra og styrkja tengsl
þeirra við skólasamfélagið og eru einkunnarorð skólans:
samskipti — samvinna — sköpun!
Bíldudalsskóli
• 100% staða grunnskólakennara á yngsta stigi.
• 35% staða íþróttakennara með möguleika á
hærra starfshlutfalli.
Tjarnarbrekka
• 100% staða deildarstjóra.
• 100% stöður leikskólakennara.
Umsóknir og nánar um störfin á vefnum
storf.vesturbyggd.is
Vesturbyggð leitar að einstaklingum með tilskilda
menntun, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, sam skipta
hæfileika og hæfni til að sýna ábyrgð og frum kvæði í starfi.
Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2020.
Vesturbyggð er á sunnanverðum Vestfjörðum og saman
stendur af tveim þéttbýliskjörnum Patreksfirði og Bíldudal
og auk þess sveitir þar í kring. Einstök náttúrufegurð prýðir
sunnanverða Vestfirði og hér er ótal margt að sjá og upplifa.
Í Vesturbyggð er öflugt atvinnulíf, fjölbreytt þjónusta
og gott mannlíf. Góð þjónusta er í sveitarfélaginu,
öflugt æskulýðsstarf, leikskólar, íþróttasvæði, verslanir,
sjúkrahús, verkstæði, vélsmiðjur, trésmíðaverkstæði, bíó,
ferðaþjónusta o.fl.
Náttúrufegurð er mikilfengleg, en m.a. Rauðisandur
og Látrabjarg eru innan sveitar félagsins.Möguleikar til
útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru fjölmargir.
Vesturbyggð tekur vel á móti nýjum íbúum!