Fréttablaðið - 02.05.2020, Page 45

Fréttablaðið - 02.05.2020, Page 45
Næringardrykkir innihalda mikið magn af orku og pró- teinum ásamt því að innihalda lífsnauðsynleg næringarefni eins og vítamín og steinefni. Gott næringarástand hjálpar til við að viðhalda líkams-styrk og orku en þættir eins og ógleði, þreyta, verkir og kvíði geta haft þær afleiðingar að matarlyst og löngun til að borða minnkar. Við þessar aðstæður geta næringardrykkir verið góður kostur. Næringardrykkir innihalda mikið magn af orku og próteinum ásamt því að innihalda lífsnauð- synleg næringarefni eins og víta- mín og steinefni. Út frá þörfum hvers og eins er hægt að velja á milli tveggja megingerða af næringardrykkjum: Annars vegar eru það næringar- drykkir sem teljast fullgild næring því þeir innihalda öll þau næring- arefni sem líkaminn þarfnast. Þá er hægt að nota sem einu næring- una eða sem viðbót við almennt fæði. Dæmi um fullgilda næringar- drykki eru Nutridrink Compact og Nutridrink 2.0 kcal. Hins vegar eru svo drykkir sem ætlaðir eru sem viðbót við almennt mataræði. Dæmi um næringardrykk sem er hugsaður sem viðbót er Nutri- drink Prótein. Bragð og magn eru þeir þættir sem hafa hvað mesta þýðingu fyrir löngun einstaklinga til þess að nærast. Þess vegna hefur Nutricia lagt sérstaka áherslu á að nær- ingardrykkir innihaldi sem mesta orku og prótein í hverjum sopa, að drykkirnir séu bragðgóðir og að fjölbreytt úrval bragðtegunda sé í boði. Góður kostur Nutridrink Compact næringar- drykkirnir eru afar orkuþéttir næringardrykkir. Þeir innihalda minna magn (125 ml) en um leið jafnmikla orku og hefðbundinn næringardrykkur. Þess vegna hentar hann vel ef matarlyst er lítil og eykur líkur á að einstaklingur geti klárað allan drykkinn sem er mikilvægur hluti af næringar- meðferð. Hann er einnig hægt að fá próteinbættan. Nutridrink Compact Prótein er góður kostur fyrir þá sem glíma við erfið veikindi þar sem pró- teinþörf eykst umtalsvert við þær aðstæður. Það sama á við þegar sár eru að gróa eða ef orkuinntaka er lítil. Nutridrink Compact nær- ingardrykkirnir eru nú fáanlegir með mismunandi bragðtegundum í einum pakka sem eykur fjöl- breytni og einfaldar valið á þínum uppáhalds drykkjum. Nýr næringardrykkur Nutridrink 2.0 kcal er nýr nær- ingardrykkur á markaði. Hann er 200 ml næringardrykkur sem inniheldur fleiri hitaeiningar en hefðbundinn drykkur af sömu stærð. Drykkurinn inniheldur aukið magn af D-vítamíni, eða 10µg. Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir eldra fólk er 20µg og er þörfinni því mætt með aðeins tveimur drykkjum. Þessir næringardrykkir henta vel fyrir einstaklinga sem eru með aukna orkuþörf. Aðrar vörur sem einnig geta verið góður kostur þegar ein- staklingar þurfa á einhvers konar orku og próteinbætingu að halda eru Nutrison næringarduft og Calogen. Nutrison næringarduft, er bragðlaust næringarduft sem má blanda út í matvæli eins og súpur, sósur, grauta og drykki til orku- og próteinbætingar. Nutrison næringarduft telst vera fullgild næring og getur því verið góð viðbót við almennt fæði eða notuð ein og sér. Orkurík jurtaolía Calogen er orkurík jurtaolía sem gefur mikla orku í litlu magni. Calogen er notað sem viðbótarorka þegar erfitt reynist að uppfylla orkuþörf einungis frá mat. Calogen má blanda við mat og drykk og er því hægt að orkubæta máltíðir á ein- faldan en áhrifa- ríkan hátt. Einnig er hægt að taka það sem staup og þá er magnið mjög lítið sem Orka og prótein í hverjum sopa Mikilvægi góðrar næringar hefur líklega aldrei átt jafn vel við og nú. Gott næringarástand er einn af grundvallarþáttum líkamlegrar heilsu. Í veikindum skiptir næring miklu máli. Vöruúrval Nutricia er breitt og er hægt að sérsníða næringarmeðferð fyrir hvern og einn. þarf að innbyrða hverju sinni. Nutridrink næringardrykkir ásamt öðrum næringarvörum frá Nutricia fást í f lestum apótekum. Að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum geta einstaklingar sótt um niðurgreiðslu á næringardrykkj- um frá Sjúkratrygg- ingum Íslands sem gert er í samráði við lækni eða næringar- fræðing. Vöruúrval Nutricia er breitt og er hægt að sérsníða næringarmeð- ferð fyrir hvern og einn. Gott er að leita eftir ráðgjöf ef þess þarf en einnig er hægt að finna frekari upplýsingar á heimasíðunni www. naeringogheilsa.is. Hugum að fólkinu í kringum okkur sem er lystarlaust og/eða á erfitt með að borða og veitum þeim aðstoð við að velja nær- ingu sem uppfyllir næringarþörf líkamans. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.