Fréttablaðið - 02.05.2020, Síða 54

Fréttablaðið - 02.05.2020, Síða 54
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskulegur sambýlismaður og vinur, pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, Sigurður Stefánsson fv. framkvæmdastjóri frá Ártúni Hjaltastaðaþinghá, Steinahlíð 1, Egilsstöðum, lést aðfaranótt 28. apríl sl. á hjúkrunar- heimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Útför fer fram frá Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 6. maí kl. 14.00. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar við athöfn í kirkjunni en athöfninni verður streymt á slóðinni: https://egilsstadaprestakall.com/youtube/. Aðstandendur þakka starfsfólki á Dyngju fyrir alúð og umhyggju. Einnig þökkum við auðsýnda samúð og hlýhug. Guðný Kjartansdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Fjóla Malen Sigurðardóttir Jón Hlíðdal Sigbjörnsson Sigurþór Sigurðarson Blædís Dögg Guðjónsdóttir Stefán Sigurðsson Jóhanna Harðardóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Oddur K. Sæmundsson skipstjóri, Heiðarhorni 18, Keflavík, lést á líknardeild HSS, laugardaginn 25. apríl sl. Í ljósi þjóðfélagsaðstæðna fer útför hans fram að viðstöddum nánustu aðstandendum þann 7. maí. Minningarathöfn verður auglýst og haldin síðar. Jónína Guðmundsdóttir Helga Jóhanna Oddsdóttir Einar Jónsson Guðmundur J. Oddsson Guðrún Mjöll Ólafsdóttir Sæmundur J. Oddsson Edda Björk Pétursdóttir og barnabörnin. Innilegar þakkir fyrir alla samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, Steingríms Baldurssonar Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar Háaleitishverfis sem annaðist hann af alúð í veikindum síðustu ára. Fyrir hönd aðstandenda, Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, Óskar Hafsteinn Friðriksson Birkiteigi 7, Keflavík, lést á Hrafnistu Nesvöllum, mánudaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 6. maí kl. 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt af Facebook-síðu Þórunnar Kolbrúnar Árnadóttur. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkisonsamtökin. Þórunn Kolbrún Árnadóttir Árni Grétar Óskarsson Unnur Helga Snorradóttir Karólína Björg Óskarsdóttir Sigurður Guðjónsson Friðrik Guðni Óskarsson Aldís Sif Bjarnadóttir Þórey Jóhanna Óskarsdóttir Haukur Óli Snorrason Katrín Ósk Óskarsdóttir Friðrik Grétar Óskarsson Karólína Guðnadóttir Guðný Svava Friðriksdóttir Valur S. Ingimundarson Kristinn Geir Friðriksson Björg Hilmarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Kristófersdóttir Álftamýri 59, lést á Landakoti þann 8. apríl. Vegna aðstæðna mun útförin fara fram mánudaginn 4. maí kl. 13.00 í kyrrþey. Hægt verður að fylgjast með athöfninni á slóðinni www.bui.is. Hjartans þakkir sendum við starfsmönnum á B4 á Landspítalanum Fossvogi og K1 á Landakoti fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hörður Ívarsson Geir Harðarson Helga Þóra Jónasdóttir Drífa Harðardóttir Hinrik Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra eiginkona, systir og mágkona, Kristín Ragnarsdóttir Garðabraut 2a, Akranesi, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 17. apríl 2020. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu mun útför hennar fara fram í kyrrþey, þriðjudaginn 5. maí 2020 kl. 13.00 frá Akraneskirkju, með nánustu ættingjum. Athöfninni verður einnig streymt frá Akraneskirkju á vefslóðinni: www.akraneskirkja.is Grettir Ásmundur Hákonarson Fríða Ragnarsdóttir Ásgeir Rafn Guðmundsson Ragna Ragnarsdóttir Helgi Þröstur Guðnason Birna Ragnarsdóttir Kristinn Eiríksson Leó Ragnarsson Halldóra S. Gylfadóttir Halldóra og Guðný eru meðal kennara sem halda skáldneistanum á lífi í skólanum. Tveir vinningshafar af þrem-ur í Vísubotni, vísnasam-keppni grunnskólanema, eru íbúar Fjallabyggðar og af níu vísum úr keppninni sem birtar eru í nýjasta hefti Stuðlabergs eru fjórir botnar frá nemendum grunnskólans þar. Hag- mælska er þó ekki inntökuskilyrði í skólann að sögn Erlu Gunnlaugsdóttur skólastjóra og þó hún sé í kvæðamanna- félaginu í Fjallabyggð þakkar hún sér ekki þennan árangur heldur bendir á kennara. Ég byrja á að heyra í Guðnýju Róbertsdóttur. „Það hefur alltaf verið mikill áhugi hér fyrir norðan fyrir kveðskap og hann hefur smitast inn í grunnskólann. Því hefur verið vilji til að taka þátt í vísnasamkeppni grunnskólanema,“ segir Guðný sem hefur kennt börnum á yngsta stigi við Grunnskólann í Fjalla- byggð í mörg ár. „Við erum nokkrir kennarar viðloðandi Þjóðlagasetur Bjarna Þorsteinssonar og Kvæðamanna- félagið Rímu í Fjallabyggð sem höfum áhuga á kvæðamennsku og ást á góðum ljóðum. Þetta er ekkert í stefnu skólans en áhuginn smitar út frá sér því okkur finnst þetta svo skemmtilegt. Fyrir þorrablótið kennum við börnunum Yfir kaldan eyðisand, Höldum gleði hátt á loft, Hér er ekkert hrafnaþing og Austankaldinn á oss blés, lög sem koma sjálf krafa upp í hugann. Svona gerist þetta bara.“ Guðný segir aðallega eldra fólk í kvæðamannafélaginu en þó séu tvö börn í 7. bekk byrjuð að kveða með, Víkingur og Kolfinna. „Fyrir þremur árum kom upp sú hugmynd að taka upp kvæðalög og varpa þeim úr kirkju- turninum út yfir bæinn. Þetta efni var spilað tvisvar á dag í júlímánuði. Meðal söngvara voru þrjár ungar stelpur sem sungu Uppi í háa hamrinum. Það er ýmislegt brasað hér!“ Skólafólk ið f ylg ist með komu fuglanna á vorin og nú eru börnin í 1. og 2. bekk að æfa fallegt kvæðalag, Fuglinn undir bjarginu sem Ólína Þorvarðar- dóttir syngur á DVD-diski, útgefnum af Þjóðlagasetrinu, að sögn Guðnýjar. „Þó Þjóðlagasetrið sé lokað að vetrinum eru nemendur skólans alltaf velkomnir þangað þegar þess er óskað og þeir fara líka reglulega í Ljóðasetrið þar sem Þór- arinn Hannesson, stofnandi þess, tekur vel á móti þeim. Þetta hefur allt áhrif.“ Þar sem Guðný hafði fengið aðvörun frá Erlu skólastjóra um blaðaviðtalið bað hún börnin að nota síðasta korter skóladagsins til að setja saman vísu. „Ég hjálpaði þeim aðeins en mest er frá þeim,“ segir hún. Svona er vísan: Veiran hún er ekki góð Allt að fara í klessu. Við erum nú að verða óð yfir öllu þessu. Tvær línur voru komnar í næsta erindi en ekki vannst tími til að ljúka því. Bráðum batnar ástandið Börnin koma saman. „Við bjóðum lesendum að botna en börnin ætluðu að láta þriðju línu enda á frið og fjórðu línu á gaman!“ segir Guðný að lokum. Nýbúar góð skáld Halldóra Elíasdóttir er kennari á ungl- ingastigi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Hún segist hafa alist upp við kveðskap, bæði heima og í sveitinni hjá afa og ömmu í Langhúsum í Fljótum. „Ljóða- gerð liggur vel fyrir mörgum krökkum hér,“ segir Halldóra og minnist á ljóða- keppni sem Þórarinn í Ljóðasetrinu efni árlega til. Þar sé einkum um órímuð ljóð að ræða, ort út frá málverkum og mynd- um, stelpur í 8. til 10. bekk hafi verið í meirihluta vinningshafa í ár. Nýbúar fái að skrifa ljóðin á sínu tungumáli sem svo séu þýdd. „Mörg góð ljóð hafa komið frá þeim hópi,“ lýsir hún. Halldóra kveðst líka leggja vísnasam- keppni grunnskólanna fyrir í öllum bekkjum, þar eigi að botna fyrriparta og sumir nemendur hafi áhuga á að gera það vel. „Ég hef hvatt þá nemendur áfram. Við fengum sérstakar þakkir frá Menntamálastofnun núna. Það var ánægjulegt.“ gun@frettabladid.is Ung skáld í Fjallabyggð Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar eru öðrum jafnöldrum hagmæltari, samkvæmt úrslitum í vísnasamkeppni grunnskólanema sem lýst er í nýju hefti Stuðlabergs. Vinningsbotnar úr Fjallabyggð Heim ég fer með létta lund, leik mér eftir skóla. Fæ mér drykk og fer í sund, fer svo út að hjóla. Aron Óli Ödduson, nemandí í 4. bekk Manna verk er mengun öll, margt sem þarf að laga. Stöndum upp og stöðvum spjöll, stefnum á betri daga. Helena Reykjalín Jónsdóttir, nemandi í 9. bekk. 2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.