Fréttablaðið - 02.05.2020, Side 60
BÆKURNAR SEM ÉG ER
AÐ RANNSAKA ERU
TRÚARLEGS OG FÉLAGSLEGS
EÐLIS. ÞAR ER VERIÐ AÐ
UNDIRBÚA UNGAR STÚLKUR
UNDIR HJÓNABANDIÐ, FYRIR
AÐ VERÐA HÚSMÆÐUR, MÆÐUR
OG EIGINKONUR.
Þórunn Sigurðardóttir, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, vinnur að rannsókn á siðatextum eftir siðaskiptin, sem varðveist hafa í hand
ritum.
„Ég er að rannsaka bókmenntir
sem fela í sér siðaboðskap. Það
verður mjög algengt eftir siða
skiptin, sérstaklega í lok 16. aldar
og á 17. öldinni, að prestar og guð
fræðingar skrifa bækur með siða
boðskap aðallega handa stúlkum,
en líka drengjum,“ segir Þórunn.
„Það má eiginlega kalla þetta barna
bækur. Þeir sem fjalla um barna
bækur taka venjulega mið af prenti
og eru yfirleitt að fjalla um 19. og
20. aldar bækur en auðvitað voru
til barnabókmenntir miklu fyrr.
Bækurnar sem ég er að rannsaka
eru trúarlegs og félagslegs eðlis. Þar
er verið að undirbúa ungar stúlkur
undir hjónabandið, fyrir að verða
húsmæður, mæður og eiginkonur.
Elstu dæmin um þetta hérlendis
eru kvæði eftir séra Ólaf Jónsson á
Söndum sem dó 1627. Eitt kvæðið,
sem hann beinir að stúlkum, kallar
hann Enn eitt lítið kvenspegilskorn
um almennilegar dyggðir fyrir
börnin. Í öðru handriti er þetta
sama kvæði kallað Dyggðaspegils
korn handa smámeyjum. Í kvæðinu
er verið að lýsa hinni fullkomnu
konu, sem stúlkur áttu að stefna að
því að verða.“
Huggun verður siðaboðskapur
Þórunn segir að erfiljóð um ungar
konur sem upphaf lega voru ort
sem huggun fyrir ættingja eða til
heiðurs hinni látnu, hafi síðan
getað breyst í siðaboðskap handa
ungum stúlkum. „Það er til handrit
skrifað handa Ragnheiði Jónsdóttur
biskupsfrú á Hólum með sálmum
og trúarlegum kvæðum en þar
eru líka erfiljóð, meðal annars um
Helgu Aradóttur í Ögri sem dó í
byrjun 17. aldar og þótti hafa verið
góð fyrirmynd. Erfiljóðið er kallað
Dyggðaspegill Helgu Aradóttur. Í
handritinu er líka annað erfiljóð,
ort eftir Guðríði Gísladóttur sem
dó 1620, og í því kvæði er fjallað
um hinar mörgu dyggðir hennar
hverja um sig í sérstökum kaf la.
Þannig að þessi kvæði hafa lifað
áfram sem eitthvað annað en þau
voru upprunalega.“
Stefnir á bók
Þórunn nefnir siðarit sem hún segir
merkilegt, samið af þýskum presti,
Lucas Martini, og nefnist Dyggða
krans, en höfundur notaði þar sem
myndmál blóm, sem hvert um sig
Dyggðir og siðgæði
íslenskra kvenna
Þórunn Sigurðardóttir, rannsóknar
prófessor á Árnastofnun, er að rannsaka
bókmenntir sem fela í sér siðaboðskap.
Bækurnar sem ég rannsaka eru trúarlegs og félagslegs eðlis, segir Þórunn Sigurðardóttir rannsóknarprófessor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Úr Um siðgæði kvenna (Kvæðabók úr Vigur)
Allar þær konur og meyjar, sem
með siðsamlegu framferði vilja
sig og sitt ráð vanda, skulu þessa
hluti sem mest varast: Sem er
fyrst munneiði og margmælgi,
ofdrykkju og undirferli, stuld og
stóryrði, hæðni og háðyrði, svik
og sérplægni, höfuðkynngi og
hlátur ofmikinn, lygi og lausung,
leti og launkossa, og allar eftir-
setur á kvöld …
Veri ekki sjálfhælnar. Haldi
sér ekki fram í fjölmenni eða
á mannamótum. Séu þögular í
máta. Hafi ekki deilur né orðkífi,
eður nein skessulæti, svo sem
gjöra lauslætisstelpur. Hafi ekki
svik eður slentur. Geymi sinn
jómfrúrdóm sínum elskhuga,
hvörn sem Guð gefur eður vill
vera láta. Haldi orð og heit við
hvörn eftir sinni formegan. Elski
ekki einn í kvöld en annan á
morgun.
táknar dyggð. „Séra Jón Arason
í Vatnsfirði, bróðir Ragnheiðar
Jónsdóttur biskupsfrúar, þýddi
Dyggðakrans árið 1639. Jón Arason
notar að vísu ekki táknmálið um
blómin, sennilega vegna þess að
þessar jurtir hafa ekki verið til
hér, en hann fjallar um dyggðirnar
og kallar ritið Dyggðaspegil. Ég
held að hann hafi gert það í tilefni
fæðingar tveggja elstu dætra sinna.
Dyggðaspegillinn var skrifaður upp
aftur og aftur hér á landi, það eru til
dæmis til fjögur handrit frá lokum
17. aldar.
Svo verður að nefna hústöflu Jóns
Magnússonar í Laufási sem er líka
17. aldar klerkur. Hústaf lan tekur
nokkurt mið af hústöf lu Lúthers,
sem er örstutt og lýsir helstu dyggð
um hinna ýmsu stétta. Hústaf la
Jóns er ellefu löng kvæði og fjalla
til dæmis um hjónabandið, skyldur
eiginmanna og eiginkvenna. Hús
töflunni er beint bæði að körlum og
konum.
Þetta eru helstu ritin sem ég er
að skoða en styttri textar koma
einnig við sögu, til dæmis mjög
skemmtilegur kaf li í kvæðabók
úr Vigur sem hefur fyrirsögnina
Um siðgæði kvenna. Handritið
var skrifað fyrir Magnús Jónsson í
Vigur, sem var sonur Jóns Arasonar
sem þýddi Dyggðaspegil. Fólk
í þessari ætt hefur verið mjög
upptekið af dyggðum.“
Þórunn stefnir að því að gefa út
í bók texta úr þessum handritum
með fræðilegum inngangi eftir tvö
ár eða svo, en fyrstu niðurstöður úr
rannsókninni birtust í safnritinu
Áhrif Lúthers. Siðaskipti, samfélag
og menning í 500 ár sem kom út
2017.
BÆKUR
Dimmuborgir
Óttar Norðfjörð
Útgefandi: Vaka Helgafell
Fjöldi síðna: 266
Ef Elmar Arnarsson bókmennta
gagnrýnandi og aðalsöguhetja
myndi skrifa rýni um bókina
Dimmuborgir eftir Óttar Norðfjörð
gæti hún verið svona:
„Dimmuborgir er tíunda skáld
saga Óttars Norðfjörð sem hefur
skrifað bæði skáldsögur, kvik
myndahandrit og sjónvarps þætti
og notið velgengni bæði hér
lendis og erlendis. Dimmuborgir
er skemmtilega skrifuð, spennandi
og kímin en þó með
sárum og alvarlegum
undirtóni eineltis og
einmanaleika. Hún
byrjar sem glæpasaga
en til að eyðileggja
ekki fyrir lesendum
verð ur söguþráðurinn
ekki rakinn nánar hér.
Tuttugu og fimm ára
gömul leyndarmál
sem eru áhrifavaldar
í nútímanum skjóta
upp kollinu m og
krefjast þess að þau
séu gerð upp. Fjórar
stjörnur.“
E l m a r v i r ð i s t
reynd ar skrifa nán
ast ein göngu um glæpasögur svo
þegar hann fær óvænt boð um að
hitta Helgu, frænku
Fel i x æsk u v ina r
síns sem lést þegar
þegar þeir voru á
ungl ingsaldri, ligg
ur beint við að hann
telji sig vera kom
inn í upphaf einnar
slíkr ar. Helga virðist
nefni lega luma á
upp lýs ingum um líf
og af drif Felix sem
gætu breytt lífi Elm
ars sem að mörgu
leyti hef ur stað ið í
stað frá dauða Felix
og sú verð ur líka
raunin. Við rann
sóknina á and láti
vinar síns skríður hann smám
saman út úr einsetukrabbaskel
sinni, teng ist fólki, eignast vini,
finn ur æsku ástina og fær drauma
sína uppfyllta og það verður nánast
eins og lífi hans sé stýrt í betri áttir
svo hann við lok bókar sér fram á
blóm í haga.
Með fram því að birtir til hjá
Elmari fáum við meiri innsýn inn
í sögu og örlög Felix sem sögð er í
endurliti, sjáum Elmar með hans
augum og hvaða áhrif vinátta
þeirra hafði á líf Elmars. Sagan
tekur svo nokkrar óvæntar beygjur
áður en hún er öll og sögulokin
munu ef laust koma einhverjum á
óvart.
Óttar Norðfjörð hefur skrifað
handrit að sjónvarpsþáttum og í
þessari bók má sjá möguleikann á
slíku framhaldslífi. Það þyrfti þó að
taka aðeins til í bókinni áður en hún
rataði á skjá eða tjald. Efnistökin í
Dimmuborgum eru á margan hátt
ótrúverðug og framvindan reiðir
sig á ansi marga guði í vélinni til
að ganga upp. Persónusköpun er
einföld og f latneskjuleg og þó ein
eltiskaflarnir séu á köflum áhrifa
miklir og kveði við sannan tón þá
eru margar atvikalýsingar þess eðlis
að það er erfitt að kaupa þær.
Bókin er þó á margan hátt
skemmti leg og létt og margt
sem vakti forvitni og hefði verið
skemmtilegt að sjá meira unnið með
og gátan sjálf er nógu spennandi til
að vekja með lesandanum löngun
til að vita hvernig málin þróast.
Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Góð afþreying sem skilur
kannski ekki mikið eftir sig.
Bókmenntagagnrýnandi gerir upp við fortíðina
2 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING