Bændablaðið - 23.06.2016, Síða 34

Bændablaðið - 23.06.2016, Síða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Á Tryggvi Islandshestegård i Sandnes í Rogaland-fylki í Noregi er íslenski hesturinn í aðalhlut- verki, hvort sem er í reiðskólan- um, í meðferðarútreiðartúrum og eða sem hluti af dagskrá sem eigendur hestabúgarðsins vinna í samvinnu við Vinnumálastofnun á sínu svæði. Árlega koma um níu þúsund manns í heimsókn á bæinn sem er svo sannarlega góð kynning fyrir íslenska hestinn. Hjónin Karen Fosså Handeland og Audun Handeland keyptu búgarðinn árið 1986 og í upphafi ætluðu þau að hafa kalkúna- eða kjúklingarækt sem aðalbúskap en þau keyptu íslenskan hest og þá var ekki aftur snúið. „Við erum eingöngu með íslenska hesta hjá okkur og það er í raun svo- lítil tilviljun að mamma byrjaði með þessa tegund af hestum. Þegar hún var 15 ára keypti hún sinn fyrsta hest sem var þá ódýr íslenskur hestur með margar slæmar venjur. Þegar hún seldi hestinn til Forsand (sem er þekkt sem litla-Ísland í Íslandshestaumhverfinu hér um slóðir) þá vildi hún kaupa sér norskan fjording-hest í staðinn. En svo fór að hún heimsótti sinn gamla hest og þá fékk hún tækifæri til að prófa marga góða og flotta íslenska hesta, meðal annars merina Mön frá Reykjavöllum. Hún keypti Mön á sínum tíma en einnig fékk hún að prófa góðan keppnishest hjá Bent Rune Skulevold og eftir það var aldrei neinn vafi um að það yrðu íslenskir hestar hjá okkur. Hið frábæra tölt gerði útslagið,“ útskýrir dóttir hjón- anna, Grete Fosså Handeland, sem rekur fyrirtækið í dag. Kjúklingar víkja fyrir hestunum Mön var á búgarðinum í tíu ár og Grete lærði að ríða út á henni. Smám saman jókst eftirspurnin eftir útreið- um svo fjölskyldan keypti sér fleiri hesta og árið 2004 hófst reiðskólinn formlega hjá þeim. Árið 2011 byggði fjölskyldan glæsilega reiðhöll og síðar buðu þau upp á meðferðarút- reiðartúra. „Ræktanlegt land er nálægt 67 hekturum sem við notum til beitar fyrir hestana. Við framleiðum ekki heyið en kaupum það af nágrannabæ. Við höfum í nógu að snúast með það sem er í boði hér eins og reiðskólann, reiðtúra með fararstjóra, meðferðar- útreiðartúra og að auki erum við með vinnumarkaðstilboð í gegnum NAV og endurhæfingarfyrirtækið Pro- Service. Þetta er vinnutilboð fyrir fólk sem stríðir við andleg veikindi,“ útskýrir Grete og segir jafnframt: „Í næstum 30 ár vorum við einnig með kjúklingarækt á bænum en í mars á þessu ári hættum við því. Það gerðum við vegna sífellt fleiri og meiri sérleyfa fyrir slátrun þannig að við þurftum annaðhvort að byggja nýtt og mun stærri byggingu eða slíta reksturinn í sundur í byggingum sem voru komnar á tíma og hætta. Við völdum seinni kostinn. Nú höfum við því mun meira laust húsnæði en áður, sem við notum fyrir fleiri hesta. Þegar við klárum endurbætur á því munum við hafa 24 útleigu- bása fyrir einkaaðila, 19 af þessum básum munu hafa aðgang að útigangi þar sem við skiljum á milli mera og hesta en aðeins fimm munu hafa möguleika á að standa inni á sínum bás yfir nóttu.“ Óhefðbundinn reiðskóli Fyrir utan hestana eru fleiri húsdýr á bænum eins og hundur, kettir, kanín- ur og hænur. Í haust ætlar fjölskyldan að byrja aftur með sauðfé eftir langt hlé og verða með um 25 vetrarfóðrað- ar kindur. Árlega koma um níu þús- und manns í heimsókn á búgarðinn en í hverri viku eru 150 nemendur í reiðskólanum og 35 nemendur í meðferðarútreiðunum. „Við byrjuðum með meðferðar- útreiðarnar fyrir fimm árum þegar reiðhöllin okkar var tilbúin. Það var sjúkraþjálfari með útreiðar sem sérhæfingu sem hafði samband við okkur og óskaði eftir að fá að byrja með slíkt hjá okkur. Þess vegna leigjum við út hestana og aðstöð- una á meðan sjúkraþjálfarinn hefur ábyrgð á kennslunni og sambandi við nemendur sína. Það eru 35 nem- endur í meðferðarútreiðum í hverri viku allt skólaárið og í dag eru tveir sjúkraþjálfarar sem bjóða upp á kennslu eftir sínu höfði á hverjum degi. Íslenski hesturinn er mjög góður fyrir þessi verkefni því hann er ekki of stór og ólíkar gangtegundir hans gera það að verkum að það er auðveldara að finna hest sem passar fyrir hvern og einn meðferðarknapa,“ segir Grete. Reiðskólinn er starfræktur frá mánudegi til fimmtudags allt skóla- árið, þar sem um 150 nemendur njóta sín með íslenska hestinum í viku hverri. „Reiðskólinn er svolítið óhefð- bundinn miðað við aðra reiðskóla hér á svæðinu. Við förum í útreiða- túr í þremur af hverjum fjórum skiptum og í fjórða skiptið ríðum við út í reiðhöllinni og nemendur fá kennslu á nýjum hesti sem þeir munu fara á næstu skiptin. Vegna hins góða tölts íslenska hestsins og vegna þess hversu góðir og stöðugir þeir eru veljum við að fara sem mest í útreiðatúra. Við erum með eigið fyrirkomulag í hvert sinn þannig að nemendurnir fá einnig kennslu út úr því. Okkar upplifun er sú að til þess að knaparnir nái góðu tölti á öllum hestunum er það fjöldi æfinga sem gildir og möguleikinn á að hugsa svolítið sjálfur án þess að leiðbein- andi segi allt sem gerist fyrirfram. Þegar þeir fá aha-tilfinninguna og finna tölt„lykilinn“ ná þeir því á flestöllum hestunum eftir það. Fyrir þá sem óska eftir meiri kennslu fá aukatíma einn laugardag í mánuði þar sem eru aðeins tveir nemendur í hverjum tíma.“ Fjölhæfur, sterkur og góður til útreiða Aðstaðan á Tryggvi Islandshestegård er eins og best verður á kosið og er mikið líf á bænum allt árið um kring. Hestarnir eru í notkun alla daga vik- unnar fyrir utan sunnudaga þegar þeir fá frídag. Hér geta bæði vanir sem óvanir knapar komið og notið sín með íslenska hestinum. „Íslenski hesturinn er jú þekktur fyrir sína aukagangtegund og vegna þessa eru þeir svo frábærir til útreiða. Við fáum oft þær athugasemdir frá knöpum sem hafa verið í þriggja tíma útreiðatúr að þeir væru til í að vera mun lengur. Að auki er íslenski hesturinn fjölhæfur, sterkur og góður til útreiða í landslagi. Vegna þess hversu margir knapar eru hér höfum við valið að setja á 95 kílóa þyngdar- takmörkun fyrir þá sem vilja ríða út hérna. Á þennan hátt spörum við hrygginn á hestunum. Hestarnir eru einnig án skeifa sem við höfum gert í næstum 10 ár með góðum árangri. Margir hafa efasemdir til þessa en eftir svo mörg ár með góðum árangri erum við ekki lengur hrædd að segja frá þessu. Þegar hestarnir eru án skeifa fá þeir ekki meiðsli á sama hátt eins og með skeifum þó að við notum þá í 2–3 tíma á dag, 5–6 daga vikunnar. Við pössum upp á að þeir gangi á möl hálfan sólarhringinn þegar það er beitarárstími bæði svo að þeir verði ekki of sverir og til að hófarnir verði ekki of mjúkir til að þola að vera riðið út á möl. Það er meiri ávinningur af því að nota ekki skeifur eins og minni vinna, sjaldan meiðsli á hestum og fólki og þeir renna ekki eins mikið til þegar það er snjór. Þar að auki höfum við ekkert steinakast á bakvið hestinn þegar við ríðum hratt á stökki. Annars erum við eingöngu með geldingshesta í reiðskólanum og í ferðunum með leiðsögumanni en það er vegna þess hversu þétt við ríðum saman og fjörug meri hefði ekki passað þar inn í. Flokkurinn verður rólegri og stöðugri fyrir þá notkun sem við þurfum.“ Höldum ótrauð áfram Grete, ásamt foreldrum sínum, Karen og Audun, hafa fulla vinnu við búgarðinn en þar að auki eru einnig fleiri sem starfa í hlutastarfi hjá þeim og margir Íslendingar hafa stigið niður fæti og unnið ákveðin tímabil. „Við höfum sjálf aldrei keypt hesta á Íslandi en við höfum keypt nokkra innflutta hesta hér og að mestu leyti kaupum við þá hér af svæðinu. Við viljum helst hafa fimm gangs hesta heldur en fjórgangs og að þeir hafi góðar hreyfingar og séu ekki hræddir við umferð og slíkt. Við ríðum mest út í hópum og knap- arnir fá skýr skilaboð um að ríða ekki framhjá hver öðrum, heldur að ríða meira á bakvið ef þörf er á að skipta um staðsetningu. Á þennan hátt verða hestarnir öruggir gagn- vart þeim sem hafa litla reynslu og börnum. Við reynum oft að prófa stökk hjá knöpum með litla reynslu ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Grete og aðspurð um framtíðarhorfur með búgarðinn svarar hún: „Það sem er planið hjá okkur er að ég og maðurinn minn, Thomas Grov Thorkildsen, getum tekið yfir þegar foreldrar mínir nálgast eftir- launaaldurinn. Móður minni finnst það sorglegt að ekki sé lengur mat- vælaframleiðsla á bænum en er að sama skapi sátt við að geta boðið upp á ólíka möguleika með íslenska hestinum. Það hefur fallið í góðan jarðveg og verið vinsælt svo við getum ekki beðið um meira en það og höldum ótrauð áfram.“ /ehg Frá vinstri: Sine Fosså Thorkildsen (2), Karen Fosså Handeland (55), Grete Fosså Handeland (30), Tilda Fosså Thorkildsen (4) og Audun Handeland (55). Tilda og Sine eru dætur Grete. Eiginmaður Grete, Thomas Grov Thorkild- sen (32) er ekki með á myndinni en kemur einnig að rekstrinum. Tryggvi Islandshestegård i Sandnes í Rogaland-fylki í Noregi: Með íslenska hestinn í fararbroddi Á Tryggvi Islandshestegård i Sandnes í Rogaland-fylki í Noregi eru eingöngu Tryggvi Islandshestegård er með ýmislegt í boði fyrir áhugafólk um hesta eins og reiðskóla, meðferðarútreiðartúra og útreiðatúra með leiðsögumanni Hestabúgarðurinn er í fullum rekstri allt árið en um níu þúsund manns heimsækja staðinn árlega.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.