Bændablaðið - 23.06.2016, Síða 37

Bændablaðið - 23.06.2016, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 meðan íslenska ríkið vill ekki styrkja starf mitt.“ Kúrileyjakirsi er í tísku Að sögn Ólafs eru tískustraumar í trjárækt stundum áberandi. „Til dæmis er sum árin spurt um geislasóp í massavís, en svo dettur hann út. Í ár er mikið spurt eftir kúrileyjakirsi sem margir þekkja sem rósakirsi og þar er yrkið ‚Ruby‘ fremst í flokki, enda virðist það vel aðlagað að okkar aðstæðum og þolir bæði skugga og meiri vind en við var búist án þess að skemmast. Lyngplöntur alls konar af vorlyngi, grályngi, klukkulyngi, balkanlyngi og beitilyngi koma núna sterkt inn, enda þrífast þær mjög vel skjólmegin við annan gróð- ur. Lyngplöntur eru góðar fremst í beðum og innan um lægri gróður til uppfyllingar, gefa blóm og blaðliti næstum allt árið, stækka og breikka með hverju árinu svo fremi maður sleppi öllum áburði. Já, þær drepast ef þær fá of mikið að éta! Stærsta lyngplantan mín er hálfur metri í þvermál eftir tíu ára vöxt. Englendingar búa til sérstaka „heather gardens“, en þar eru lyng- plönturnar, litir þeirra og blómgunar- tími sett saman í alls konar munstur. Erlendis þurfa þær súran jarðveg, en það virðist ekki skipta nokkru máli hér. Sama gildir um alparósir, að sleppi maður því að lækka sýrustig- ið við íslenskar aðstæður, þrífast þær betur. Íslenskur jarðvegur er ríkur af laust bundnu járni vegna allrar eld- fjallaöskunnar og þar með er málið leyst fyrir lyngplönturnar. En jarð- vegurinn þarf að vera „mjúkur“ fyrir þær og það fæst með því að grafa 40 cm niður og blanda saman jarðvegi og hrossataði til helminga, hræra vel í þessu og þetta elska alparósir.“ Ónóg vökvun algengustu mistök ræktenda „Algengustu mistök fólks í ræktun er ónóg vökvun. Það er ekki nóg að úða plöntuna né bleyta vel strax eftir gróðursetningu og svo ekkert meir eða gleyma henni næstu vikurnar. Fyrsta lagi er alger óþarfi að kæla ofanjarðarhluta plöntunnar í sí og æ með úðun. Þær fá bara „kvef“ af því, verður kalt. Í öðru lagi á að vökva þannig að maður sjái poll ofan á rótinni eftir vökvun og í miklum þurrkum, norðanþræsingi og hita þarf að vökva oftar og pollurinn má gjarnan sjást þrisvar í röð, sem sé láta síga niður á milli og vökva aftur. Með þessu móti þarf ekki að vökva eins oft. Ég tuða þetta á eftir öllum kúnnum mínum að þeir vökvi plönturnar strax í pottunum við heim- komu og fari svo að undirbúa gróð- ursetninguna. Engin varnarefni nema í algerri neyð Þegar Ólafur er spurður um uppá- haldsplöntur vefst honum tunga um tönn. „Ég á margar uppáhaldsplöntur, mjög margar og geri ekki upp á milli þeirra frekar en barnanna minna. Hver tegund á sinn tíma og sumar eru endalaust að heilla mig árið um kring. Það er mikið líf í öllum þess- um verum og trén eiga sína sál. Ég á því mjög erfitt með að henda plönt- um þegar þær eru orðnar of gamlar og hafa beðið of lengi í sölu, en verð samt að bíta á jaxlinn og gera það. Í Nátthaga hefur vinnan og aðstæður þróast þannig að varnarlyf gegn pestum eru ekki notuð utandyra nema í algjörri neyð á einstaka plöntu. Til dæmis þarf að úða öll ávaxtatrén gegn lirfum þegar þau eru að laufgast. Því verður ekki sleppt, því miður. En annað sér ríkulegt fuglalíf um að hesthúsa. Kettirnir mínir fá ekki að vera lausir úti, heldur eru þeir gæludýr mín innandyra, enda rækta ég bengalkettina þannig að þeir geti búið innandyra í þéttbýli. Það verður ekki annað sagt en að ástríða mín fyrir þessu starfi sé rosa- leg, svo mikil að ekki skiptir neinu að hafa verið bakveikur áratugum saman síðan ég var sautján ára og með árunum hefur slitgigt bæst við. Mjaðmakúlur eru byrjaðar að láta vita af sér og fleira og fleira eins og gengur hjá sextugum karli. En að hætta að hreyfa sig er algjört eitur fyrir líkamann. Fólk kveinkar sér við að hreyfa sig, fara í göngutúra og halda áfram að smyrja líkamann með hreyfingu. Verkirnir dofna við það, dópamínframleiðslan eykst við hreyfingu. Stirðleikinn fyrst á morgn- ana – eða bara við það að standa upp úr stól – hverfur eftir svona hálftíma til klukkutíma og áður en maður veit af er maður farinn að stíga salsaspor- in kattliðugur og skilur ekkert í ves- eninu á skrokknum rétt áður.“ Hér á að vera skógur Ólafur segir að Íslendingar séu haldnir stórum fæðingargalla. „Ótrúlega stór hluti þjóðarinnar heldur að landið eigi að vera svona eins og það er í dag; tötrum klætt, skóglaust, nauðbitið, uppblástur, grjóteyðimerkur og svo framvegis. En þetta er bara alrangt. Öll veð- urfarsgögn sýna og sanna að hér á að vera skógur og akuryrkja á láglendi alveg upp í 300 metra hæð og meira sums staðar. Það sem við sjáum á láglendi alls staðar er ekki ósnortið, heldur er það markað af aldalangri beit með þeirri afleiðingu að íslenski birkiskógurinn er horf- inn. Miðhálendið var gróin heiðar- lönd á þjóðveldisöld, eða hvernig haldið þið að hafi verið hægt að ríða millilandshluta yfir hálendið án þess að æja skepnunum og gefa þeim að éta? Núverandi ásýnd íslenska hálendisins er afleiðing af búsetu mannsins. Eldgosin færa okkur áburð í skóginn. Og lúpín- an er okkar stærsta happ í allri þjóðarsögunni, algjörlega mögn- uð áburðarverksmiðja sem getur breytt urð og mel í frjósamt land á innan við 10–20 árum. Hún víkur þegar annar sterkari gróður nýtir sér frjósamt landið hennar og skógurinn skyggir hana út.“ /smh Njarðarnesi 1 sími 460 4350 Hjólbarðaþjónusta - Smurþjónusta - Þrif á bílum - vönduð handverkfæri og fl. Úrval hjólbarða á betra verði Fólksbíla-, traktora-, vinnuvéla-, vagna-, jeppa,- og vörubíladekk í úrvali. Beinn innflutningur til Akureyrar Smurþjónusta (Jason ehf.) % afsláttur af öllum dekkjum til . 201 Handverkfæri Ármann sími 896 8462 og Tryggvi 896 412 „Dverghvítgreni, en þau vaxa um 5 cm á ári! Þessi bjó ég til með græðlingum sumarið 1995 og eru þau því 21 árs gömul, um 1,5 metra há með stóran innpakkaðan rótarhnaus og auðvitað kosta svona dýrgripir eitthvað. Einn lazyboy-hægindastóll kostar margfalt meira og ekkert mál að leggja út fyrir hon- um, þótt það taki aðeins nokkrar vikur að búa hann til. Að borga eitthvað fyrir tré sem er 21 árs í sköpun upp í þessa stærð virðist standa í fólki. Merkilega í beði, sé mjög áhrifamikið allt árið.sem hann sé einn sterkasti víðirinn gagnvart roki og einnig með því allra sterkasta í limgerði í görðum við sjáv- arsíðuna. Hann blómstrar heilmikið þótt hann sé klipptur árlega. Þetta er karlklónn með gljáandi blöð, tiltölu- lega lítið pöddusækinn og hefur góða mótstöðu gegn sveppum, þolir þá og

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.