Bændablaðið - 23.06.2016, Síða 44

Bændablaðið - 23.06.2016, Síða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Elísa Ösp Valgeirsdóttir er fædd og uppalin í Árnesi II í Trékyllisvík og var nemandi í Finnbogastaðaskóla fyrstu níu ár grunnskóla. Hún hefur verið skólastjóri í Finnbogastaðaskóla frá 2009 auk þess sem hún og maðurinn hennar, Ingvar Bjarnason, tóku við búskap í Árnesi II af foreldrum hennar. Elísa hefur sagt stöðu sinni lausri frá og með 1. nóvember næstkom- andi og hjónin ætla einnig að bregða búi. „Elsti sonur okkar fer í tíunda bekk næsta haust og þar sem fáir nemendur eru í skólanum er ekki mikill félagsskapur á hans reki hér. Síðasta árið í grunnskóla hefur ekki verið kennt við Finnbogastaðaskóla þar sem félagsþörfin er orðin svo sterk hjá unglingunum og því teljum við rétt að flytja með honum. Við eigum þrjú börn og tvö þeirra voru í skólanum í vetur. Auk okkar barna voru þrjú börn í skólanum síðast- liðinn vetur. Tvö barnanna eru frá Bæ og þar sem sú fjölskylda er að flytja burt er staðan í dag þannig að eitt barn er skráð í skólann næsta vetur. Það er ólíklegt að það verði kennsla í skólanum næsta vetur nema að hingað flytji fólk með börn á grunnskólaaldri. Við erum bjartsýn á að svo verði og að hingað ráðist gott og dugandi fólk.“ Í fámennu sveitarfélagi eins og í Árneshreppi er skólinn ein af þungamiðjum samfélagsins og mikið áfall leggist skólahald niður. Auglýst hefur verið eftir nýjum skólastjóra og er lögð áhersla á að ráða fólk með börn á grunnskólaaldri. Samkennsla „Finnbogastaðaskóli er fámenn- asti skóli landsins og eins og gefur að skilja er kennsla í fámennum skóla allt öðruvísi en í skólum með mörgum nemendum í bekk. Börnin fimm í skólanum voru í fyrsta og upp í níunda bekk og því um mikla breidd í námsefni að ræða. Auk mín var Vigdís Grímsdóttir kennari við skólann. Kosturinn við fámenna skóla er að kennararnir hafa góðan tíma til að sinna hverjum og einum nemanda en á sama tíma þurfa þeir að hafa góða yfirsýn yfir námsefni margra árganga og getu nemendanna í hverju fagi. Sami kennari þarf kannski að kenna þrjár námsgreinar í sömu kennslu- stundinni þannig að allir fái sitt og þannig kennsla getur verið mjög krefjandi. Eldri börnin þurfa iðulega meiri frið við námið en kennsla yngri barna er mikið munnleg og því oft kúnst að púsla kennslunni saman. Börn eru reyndar ótrúlega fljót að aðlagast og sem betur fer hefur kennslan og félagslífið í skólanum gengið vel. Undanfarin ár höfum við fengið til okkar gestanemendur og að heim- sókninni lokinni hafa þau helst ekki viljað fara, þannig að hér er gott að vera,“ segir Elísa. Árneshreppur hefur upp á margt að bjóða Elísa segir að þrátt fyrir að Árneshreppur hafi upp á margt að bjóða verði þeir sem þangað flytja virkilega að langa til þess og þrá að lifa öðruvísi lífi en borgarlífi og stökkva á tækifærið þegar það býðst. „Hér er flest sem samfélag þarf upp á á bjóða, mannlífið er gott, hér er búð og banki, skóli, sundlaug, félags- heimili og fleira.“ Ekki alveg farin Elísa og Ingvar tóku við búskap í Árnesi II af foreldrum Elísu áramótin 2011 og 2012. Megninu af bústofn- inum verður slátrað í haust en for- eldrar Elísu, Valgeir Benediktsson og Hrefna Þorvaldsdóttir, ætla að fóðra nokkrar kindur fyrir Elísu og Ingvar næsta vetur. „Við erum því ekki alveg farin.“ Með sterkar rætur í sveitinni Elísa segir að þrátt fyrir fámenni í Árneshreppi sé alltaf eitthvað um að vera í sveitinni sem togar hana aftur þangað. „Náttúran er falleg og fjölskyldan er hér. Svo er ég bara með sterkar rætur í sveitinni og þrátt fyrir að við séum að flytja verðum við örugglega með annan fótinn hér áfram.“ Elísa og fjölskylda hennar eru að flytja til Hafnarfjarðar þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu í Árneshrepp. /VH Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla og bóndi í Árnesi II. Mynd / VH Finnbogastaðaskóli. Mynd / HKr. Kirkjan í Árnesi. Mynd / HKr. Garðyrkjubændur! Verslun og markaður á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir samstarfi við garðyrkjubændur Kartöfl ur − blóm − grænmeti Nánari upplýsingar veittar í síma 899-5128 Gott mannlíf í Árneshreppi: Skólastjóri bregður búi

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.