Bændablaðið - 23.06.2016, Síða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016
Ungt fólk í Skeiða- og Gnúpverjahreppi:
Stofnar „Félag um atvinnu-
uppbyggingu við Þjórsá“
Félag um atvinnuuppbyggingu
við Þjórsá var stofnað í mars og
fyrsti aðalfundur þess var á sum-
ardaginn fyrsta.
„Sá fundur var vel sóttur og
sköpuðust skemmtilegar umræður
um framtíð sveitarinnar. Félagið er
í raun umræðuvettvangur fyrir fólk
sem hefur áhuga á að auðga okkar
fallegu sveitir með atvinnutækifær-
um tengdum Þjórsá,“ segir Pálína
Axelsdóttir Njarðvík.
Hún, ásamt Önnu Björk
Hjaltadóttur, Jakobi Eiríkssyni, Eddu
Pálsdóttur og Iðunni Pálsdóttur, fóru
á síðasta fund sveitarstjórnar Skeiða-
og Gnúpverjahrepps og sögðu frá
félaginu, hlutverki og framtíðarsýn
þess.
Leiða saman frumkvöðla
„Markmið okkar er að leiða saman
frumkvöðla um atvinnusköpun,
ferðaþjónustuaðila og heimamenn.
Við höfum að leiðarljósi að atvinnu-
sköpunin verði sveitunum til góðs
og leggjum áherslu á hugmyndir og
framtak heimamanna. Einnig er skýr
stefna um að viðhafa vönduð vinnu-
brögð við skipulagningu atvinnu-
tækifæra og að umgengni við nátt-
úruna sé þar í forgrunni. Með góðri
skipulagningu má forðast átroðning
og tryggja að allir geti notið þess sem
byggt er upp,“ segir Pálína, aðspurð
um markmið og tilgang félagsins.
Ferðamenn streyma í Þjórsárdal
Pálína segir mikla möguleika í
sveitinni varðandi ferðaþjónustu í
Þjórsárdal.
„Já, eins og staðan er í dag streyma
ferðamenn þar í gegn en skilja sára-
lítið eftir þar sem það er lítil þjón-
usta eða afþreying til að bjóða þeim.
Hægt væri að tvinna ferðaþjónustuna
saman við landbúnaðinn á svæðinu
með beint frá býli-sveitamarkaði.
Til að laða að fólk sem sinnir fjöl-
breyttum skrifstofustörfum erum við
með hugmynd um að sveitarfélagið
eða einhver einkaaðili leigi skrif-
stofuaðstöðu fyrir fólk til að vinna
í fjarvinnu.“ Hún leggur áherslu á
að það sé ekki hlutverk félagsins að
standa í framkvæmdum, heldur að
styðja við þá sem koma með góðar
hugmyndir og hjálpa þeim að láta
þær verða að veruleika, þ.e.a.s.,
virkja fólkið á svæðinu.
„Síðustu helgina í ágúst stefnum
við á að halda vinnustofu þar sem
allir geta komið með hugmyndir
varðandi framtíð sveitarinnar og þá
atvinnumöguleika sem við höfum
hér. Við vonumst eftir því að sjá sem
flesta þar,“ segir Pálína að lokum.
/MHH
Pálína með fallegt lamb en hún býr í Eystra-Geldingaholti og var að útskrifast
með BS-gráðu í sálfræði. Mynd /MHH
Sigurður Ingi og Guðlaug ýttu á takkana og opnuðu þar með formlega nýju Yleiningarverksmiðjuna á Flúðum.
Myndir / MHH
Ný og glæsileg Yleininga-
verksmiðja á Flúðum
Sigurður Ingi Jóhannsson og
Guðlaug Kristinsdóttir, stjórn-
arformaður Límtré Vírnet,
gangsettu nýja og glæsilega
Yleiningarverksmiðju á Flúðum
9. júní að viðstöddu fjölmenni.
„Í nýju verksmiðjunni vorum við
að taka í notkun nýja framleiðslu-
línu til framleiðslu á steinullarein-
ingum, samkvæmt nýjustu og bestu
tækni. Framleiðslubúnaðurinn er
hannaður og smíðaður í Suður-
Kóreu af fyrirtæki sem heitir IL
Kwang Metal Forming.
Nafnið á fyrirtækinu, IL Kwang,
þýðir á íslensku „Eilíf sól“ og
bindum við vonir við að þessi ein-
ingalína frá þeim eigi eftir að flytja
okkur mikið af sólargeislum inn
í starfsemi okkar í Límtré Vírnet
á Flúðum um komandi framtíð,“
segir Stefán Logi Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Nýja
húsnæðið er um 2.700 m2 að stærð.
/MHH
Guðmundur Magnússon, húsa- og þúsundþjalasmiður á Flúðum, mætti að
sjálfsögðu við opnunina en hann er guðfaðir Límtrésverksmiðjunnar á Flúðum.
Heimir og Sindri Blær Jónsson, 14 ára frændi hans, sem fékk að sitja í vélinni þegar hún var keyrð heim frá Reykja-
vík í Birtingaholt. Aftan í er Fliegl-heyvagn sem var líka keyptur samhliða vélinni. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Stærsta dráttarvél landsins í Birtingaholti
− „Frábær græja“ segir Heimir Sigurðsson sem vinnur á vélinni
Nýlega fékk verktakafyrirtækið
Fögrusteinar ehf. í Birtingaholti
í Hrunamannahreppi, sem er í
eigu Sigurðar Ágústssonar og
Fjólu Kjartansdóttur, afhenta
stærstu dráttarvél landsins.
Um er að ræða 16 tonna CLAAS
Xerion 4000 vél með 419 hestafla
mótor sem flutt er inn af Vélfangi.
„Þetta er frábær græja sem hefur
staðist allar okkar væntingar og
miklu meira en það. Nú er ég að
læra á vélina, lesa mig til og sjá
hvernig er best að vinna á henni
og hvað hún getur gert fyrir mig.
Ég og við öll í Birtingaholti erum
í skýjunum með þennan nýja
fjölskyldumeðlim,“ sagði Heimir
Sigurðsson hlæjandi en hann mun
vinna á vélinni og er sonur Sigurðar
og Fjólu. Vélin er sú langstærsta
sem hefur verið flutt til landsins
til að nota á sveitabæ í verktöku.
/MHH
Egilsholti 1
310 Borgarnesi
Verslun opin 8-18 virka
daga
10-16 laugardaga, sími:
430-5500
www.kb.is
-Annar 30 kálfum eða
50 lömbum
-Mjólkin geymist köld
-Mjólkin hitnar um leið
og sogið er
-Einföld og áreiðanleg
-Vinnusparnaður
-Ungviðið hefur frjálsan
aðgang að mjólk
-139.900kr með vsk