Bændablaðið - 23.06.2016, Síða 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016
Í nóvember 2006 fluttum við hjón-
in hingað að Kálfafelli ásamt
þremur börnum, en þá höfðum
við verið búsett á Sauðárkróki
um nokkurra ára skeið. Heiða er
fædd og uppalin í Skagafirðinum,
frá Ketu í Hegranesi, en Bjössi
er frá Kálfafelli og uppalinn þar.
Við tókum alfarið við búrekstrin-
um af foreldrum Bjössa um ára-
mótin 2006–7, en þá voru hér
eingöngu kýr og nautgripir.
Síðan við tókum við höfum við
breytt fjárhúsi, sem byggt var árið
1993, í uppeldishús með áburðar-
kjallara fyrir kálfa og geldneyti.
Höfum auk þess tekið íbúðarhúsið
í gegn að hluta til og endurnýjað
vélar og tækjakost talsvert.
Býli: Kálfafell 1b.
Staðsett í sveit: Fljótshverfi í
Vestur-Skaftafellssýslu.
Ábúendur: Björn Helgi Snorrason
og Ragnheiður Hlín Símonardóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við hjónin búum hér á Kálfafelli
ásamt fjórum af börnunum okkar,
þeim Hafdísi Gígju (18 ára), Írisi
Hönnu (16 ára), Símoni Snorra
(10 ára) og Daníel Smára (8 ára).
Hafdís Gígja og Íris Hanna eru
dætur Heiðu af fyrra sambandi
en Bjössi á fyrir dæturnar Ágústu
Margréti (16 ára), Amalíu Rut (15
ára) og Ragnheiði Ingu (14 ára),
sem koma hér öðru hvoru í heim-
sóknir. Strákarnir eru sameign okkar
hjónanna. Við eigum border collie
tíkina Freyju og köttinn Pétur sem
hefur fylgt okkur frá upphafi okkar
búskapar. Kettlingurinn Páll er svo
nýfluttur hingað til okkar til að veita
Pétri selskap í ellinni og létta honum
lífið á músavaktinni.
Stærð jarðar? Heildarstærð jarðar
u.þ.b. 5.000 ha. Á Kálfafelli er þríbýlt
og kirkjustaður.
Gerð bús? Blandað bú, aðallega
mjólkur- og nautakjötsframleiðsla.
Fjöldi búfjár og tegundir? Við
erum aðallega með kúabú, eigum
um 40 mjólkandi kýr í básafjósi
með rennibrautarkerfi. Erum einnig
í nautaeldi, setjum alla kálfa á og ölum
kvígurnar upp til mjólkurframleiðslu
en nautin til kjötframleiðslu. Höfum
einnig keypt kálfa til uppeldis af og
til. Núna erum við með um 105 naut
og kvígur í uppeldi, allt frá mjólk-
urkálfum til tveggja ára aldurs. Við
eigum um 20 kindur til heimilisins
og 15 hross auk 5 folalda. Hænurnar
eru 5 auk nokkurra hænuunga sem eru
nýklaktir úr eggjunum.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Allir dagar byrja með morgun-
mjöltum, gjöfum og gegningum.
Útiverkin eru mörg sem þarf að
sinna og það er alltaf í næg horn
að líta, allan ársins hring. Jarðrækt á
vorin og heyskapur á sumrin, smala-
mennskur á haustin og eitt og annað
eins og t.d. almennt viðhald sem reynt
er að sinna yfir vetrarmánuðina eins
og kostur er. Dagarnir enda flestir á
kvöldmjöltum, þó oft sé líka gripið í
einhver verk eftir mjaltir á kvöldin,
sérstaklega yfir sumartím ann. Við
heyjum töluvert út í frá, á nágranna-
bæjum í Fljótshverfi og austast á Síðu.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Flest bústörfin eru
skemmtileg, hvert á sinn hátt. Bjössa
finnast þó alltaf gripaflutningar frekar
hvimleiðir og Heiðu leiðist pappírs-
vinnan í kringum búskapinn.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Það veltur á þróun afurðaverðs.
Draumurinn er að byggja upp, stækka
fjósið og bæta vinnuaðstöðuna til
muna. Eins og er metum við hlutina
þó þannig að ekki séu forsendur fyrir
því að fara í miklar breytingar.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda? Sumt er í góðu lagi
og erum við þakklát fyrir það sem
vel er gert. Nauðsynlegt væri að
málsvarar okkar bænda væru öfl-
ugri í að leiðrétta það þegar farið
er með rangt mál í fjölmiðlum og
beittu sér enn frekar fyrir aukinni
fræðslu til hins almenna neytanda.
Okkur finnst skortur á að það sem
ranglega er sett fram sé leiðrétt og
útskýrt á réttan og vel framsettan
hátt.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Vonandi sem best, hann er jú ein af
aðal undirstöðum þess að við séum
sjálfbær þjóð sem ekki er upp á
aðra komin með þá nauðsynjavöru
sem matvæli eru. Við framleiðum
úrvals vörur á Íslandinu góða.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Okkur hefur sýnst
útflutningur vera býsna fallvaltur
og erfitt að stóla á hann, a.m.k.
núna þegar offramleiðsla á mjólk
er allt of víða vandamál erlendis.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólkin beint úr kúnum og eggin
úr hænunum, smjör, ostur, jógúrt
og skinka.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Sitt sýnist hverjum.
Lamba-, nauta- og folaldasteikur
klikka auðvitað aldrei með góðu
meðlæti og sveppaostasósu.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Ætli það hljóti ekki
að vera þegar við vöknuðum að
morgni 22. maí 2011 og sáum ekki
handa okkar skil vegna öskufalls úr
Grímsvötnum. Þegar við héldum
til fjósverka þann morgun tókum
við á okkur stefnuna enda fjós-
ið hvergi sjáanlegt í kolsvörtum
öskubylnum. Þurftum svo að þreifa
okkur eftir veggjunum til að finna
fjóshurðina.
Þögnin var svo mikil í fjósinu
að við hefðum getað heyrt saum-
nál detta, það er ekki oft sem kýr
setur svona algjörlega hljóðar. Við
vorum nýlega búin að setja út kvíg-
ur og allt lambfé var nýkomið út
í hagana þegar þetta var. Þetta var
ótrúlegur tími og erfitt meðan á því
stóð en betur fór en á horfðist til
lengri tíma litið.
Líf og lyst
Bærinn okkar
Frönsk eggjakaka, Egg Benedict og piparsteik
Að þessu sinni erum við með
franskt þema; nokkra sígilda rétti
sem allir kunna að meta.
Frönsk eggjakaka
› 2 stór egg
› 2 matskeiðar mjólk
› Klípa af salti og ferskur malaður
svartur pipar
› 1 matskeið ósaltað smjör
Hægt er að fylla eggjakökur með
margs konar fyllingu.
Aðferð
Setjið saman egg, mjólk, salt og pipar
í skál og blandið mjög vel með gaffli
eða handþeytara.
Setjið viðloðunarfría pönnu á elda-
vélina. Hitið yfir miðlungsháum hita.
Þegar pannan er orðin heit, bætið
þá smjöri við. Hreyfið pönnuna til
svo smjörið dreifist jafnt, þar til það
hefur alveg bráðnað. Bætið þá eggj-
unum við og látið þau hitna örlítið.
Hrærið þá kröftuglega til að eggið
eldist jafnt. Þegar eggin eru að verða
stíf, hristið pönnuna svo eggin losni
frá pönnunni. Notið spaða til þess ef
þess þarf.
Þá er pönnunni hallað í 45 gráður og
eggjakakan vandlega brotin saman
í umslag. Dragið úr hitanum til
að koma í veg fyrir að eggjakak-
an brúnist of mikið. Sígild frönsk
eggjakaka á að vera ljós og falleg
á að líta. Flytjið kökuna yfir á disk
og reiðið fram.
Þegar eggin eru að eldast bætið við
hráefni að eigin vali áður en kakan
er brotin saman.
Tillögur að fyllingu
fyrir eggjakökur:
› Matskeið fínt saxaðar ferskar krydd-
jurtir. Til dæmis steinselja, basilika,
dill, fáfnisgras, graslaukur eða jafnvel
blóðberg.
› Tvær til þrjár matskeiðar eldað græn-
meti eins og saxaður aspas, spínat
eða annað grænmeti; til dæmis
kúrbítur eða sveppir.
› Tvær matskeiðar saxaður ferskur
tómatur eða avókadó.
› Tvær matskeiðar rifinn ostur; eins og
brauðostur, geitaostur eða fetaostur.
› Tvær matskeiðar hráskinka eða
brauðskinka.
Egg Benedickt:
› 3 matskeiðar hvítvínsedik
› 4 stór egg
› 2 sneiðar útskorin hamborgarabrauð
eða annað mjúkt brauð
› 200 ml heit hollandais-sósa
› 4 sneiðar Parmaskinka (eða önnur
góð skinka)
Aðferð
Setjið yfir pott með vatni til suðu,
að minnsta kosti tvo lítra, og bætið
ediki í.
Brjótið egg í fjóra litla bolla eða
smáskálar. Takið til brauðið og
ristið.
Snúið vatninu hratt með písk þannig
að það myndar hringrás og hellið
egginu ofan í. Eldið í 2–3 mínútur
og veiðið það svo upp úr með skeið
sem er með götum á, þannig að ekk-
ert af vatninu komi með.
Endurtakið þetta með hin eggin,
eitt í einu.
Setjið sósu á hverja sneið og dreif-
ið úr henni yfir brauðið. Næst er
skinku sneið sett ofan á og loks
eggið. Bætið svo hollandaise-sósu
við, ofan á topp eggsins, og fram-
reiðið strax.
Hollandaise-sósa
› 4 eggjarauður
› 1 matskeið nýkreistur sítrónusafi
› 1/2 bolli ósaltað brætt smjör
› Klípa cayenne-piparduft
› Klípa salt
› Salt og pipar, eftir smekk
Pipar-nautasteik
› Ein matskeið olía
› 25 g smjör
› Tvær 400 g steikur (helst nautakjöt
sem búið er að meyrna við bestu
aðstæður í allt að 3–5 vikur)
› Smá smjör
› Tveir stórir skalottlaukar, fínt saxaður
› 6 miðlungs sveppir sneiddir
› 2 teskeiðar græn og bleik piparkorn
mulin í mortéli eða merjið með bakinu
á skeið
› 3 matskeiðar koníak
› 100 ml rauðvín
› 200 ml góður nautakraftur (vatn og
kraftur)
› 3 matskeiðar rjómi
Aðferð
Hitið pönnu yfir miðlungsháum hita.
Hellið olíu á pönnuna og hluta af
smjörinu. Kryddið steikurnar með
salti og nóg af ferskum muldum
pipar og eldið að ykkar smekk
(2 mínútur hvor hlið fyrir medi-
um rare, 3 mín. á hvorri hlið fyrir
miðlungseldun – fer eftir þykkt á
steikunum). Gættu að því að brúna
líka hliðarnar. Færið yfir á disk.
Bætið þá við restinni af smjörinu á
pönnuna, steikið skalottlaukinn og
sveppina og bætið í piparkornum
yfir miðlungs hita í fimm mínútur
þar til skalottlaukur hefur létteldast
og sveppirnir brúnast.
Setjið steikurnar aftur á pönnuna.
Hellið þá víninu á pönnuna, ef það er
notað. Það má kveikja í víninu stutta
stund á heitri pönnunni. Fjarlægið
kjötið og setjið upp á disk.
Hrærið rjóma og soði í, látið sjóða
og leyfa því að þykkna örlítið.
Smakkið til sósuna.
Berið kjötið fram með frönskum
kart öflum og piparsósunni.
Matarkrókurinn – Bjarni Gunnar kristinsson MatreiðsluMeistari
Kálfafell 1b
Hafdís Gígja, Ragnheiður Inga,
Amalía Rut, Ágústa Margrét og Íris
Hanna. Fyrir framan; Daníel Smári
og Símon Snorri.
Ragnheiður Hlín og Björn Helgi.