Bændablaðið - 23.06.2016, Side 66

Bændablaðið - 23.06.2016, Side 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Píratar vinna eftir ákveðnum grunngildum. Í þessum grunn- gildum er lögð áhersla á að gagn- rýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í þessu felst að píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillagan virð- ist í fyrstu æskileg eða ekki. Þann 1. júní lauk atkvæðagreiðslu inni á heimasíðu pírata um hvort breyta ætti stefnu pírata í landbúnaðarmál- um. Stefnu sem illa var ígrunduð að mati meirihlutans sem kusu um hana og höfnuðu henni. Stefnu sem m.a. innihéldu orðin „Innflutningur matvæla verði tollfrjáls í áföngum“. Fyrir liggur stefna pírata í landbúnaðarmálum. Sú stefna var samþykkt í apríl 2013 og gildir sú stefna því enn. Þannig virka nefni- lega Píratar. Félagar í flokknum gera stefnuna, sem þingmenn flokksins, kosnir af fólkinu í landinu, vinna svo eftir. Stefna pírata í landbúnaðar- málum er m.a. sú að píratar vilja að ungt fólk sem hefur áhuga á að komast inn í greinina geti feng- ið hagstæð lán til jarðarkaupa og stækkunar búa eða fái hagstæða langtímaleigu eða kaupleigusamn- inga á ríkisjörðum. -Styrkjakerfi landbúnaðarins verður að endurskoða frá grunni. Draga þarf úr framleiðslustyrkjum, sér í lagi til stórra iðnaðarbýla, og einbeita sér frekar að skattaafslætti fyrir bændur. Bændur geta sótt um verkefnatengda styrki til framþró- unar og frumkvöðlastarfsemi til sveita, t.d. að virkja bæjarlækinn. -Vernda skal séríslenska búfjár- stofna; s.s. forystufé, landnámshæn- ur og sér í lagi íslensku geitina, t.d. með því að veita styrk af ákveðinni upphæð fyrir hverja skepnu. Með þessa punkta má vinna áfram og sú vinna er í fullum gangi. Allir sem skráðir eru í Pírata halda áfram að koma með hugmyndir til að bæta stefnuna. Við vinnum ekki eftir fyrirfram ákveðinni leið. Við öflum okkur þekkingar á mál- efnum og komumst að upplýstri niðurstöðu. Við höldum málstofur og fundi þar sem við reynum að fá fagfólk til að upplýsa okkur um málefnin. Meðal annarra kom Guðni Ágústsson á landbúnaðarfund pírata í október 2015, fund sem að sjálf- sögðu er aðgengilegur fyrir alla á Youtube en það er almenn regla að allir fundir pírata eru teknir upp. Þar upplýsti Guðni pírata um hreinleika íslensks landbúnaðar sem ber að hlusta á. Nú þegar eru tveir hópar pírata að sinna vinnu sem á að bæta stefnuna enn frekar. Þegar vinunni er lokið fer stefnan svo inn á netið þar sem allir skráðir píratar, sem nálgast nú 3.000 landsmenn, mega kjósa um stefnuna. Allir geta skráð sig inn á píratar.is og tekið þátt í að móta og kjósa um allar stefnur pírata. Ef stefnan er vel samin og ígrunduð bætir hún stefnuna sem nú þegar er til og er búin að liggja fyrir í rúm 3 ár. En ef hún er illa ígrunduð er það næsta víst að vel upplýstir píratar hafna þeirri tillögu, rétt eins og þeir höfnuðu því að leyfa óheftan innflutning á landbúnaðarvörum 1. júní síðastliðinn. Þórður Guðsteinn Pétursson Lesendabás Píratar hafna breyttri landbúnaðartillögu um frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum Stöndum vörð um þau verðmæti sem í fólkinu og landinu búa Við Íslendingar erum rík þjóð. Ekki aðeins í efnislegu tilliti. Verðmæti okkar felast að mínu mati fyrst og fremst í náttúrunni og fólkinu í landinu. Við erum fámenn þjóð í stórbrotnu landi sem að mörgu leyti gerir okkur einstök. Það er afar mikilvægt að við stöndum vörð um þau verð- mæti sem í fólkinu og landinu búa. Tækifærin eru óþrjótandi en þau þarf að nota skynsamlega. Landið okkar er gjöfult og það hefur verið gaman að fylgjast með ýmsum nýjungum sem litið hafa dagsins ljós í matvælaframleiðslu. Aukinn áhugi á hollustu, hreinleika og uppruna matar skapa tækifæri sem við erum þegar byrjuð að nýta og þarna eru vaxtarmöguleik- ar. Samspil matar framleiðslu og ferða mennsku er afar áhugavert og aðdáunar vert hversu hröð uppbygging á matartengdri þjón- ustu við ferðamenn hefur verið. Hvarvetna hitti ég fólk sem lætur vel af þjónustunni, þar er þáttur bænda, bæði í matarframleiðslunni sjálfri og í móttöku ferðamanna, geysimikilvægur. Í ferðaþjónustunni felast mik- ilvæg tækifæri en ég finn það á fólkinu sem ég hef rætt við á ferðum mínum um landið að þörf er á að hraða og bæta upp- byggingu innviða auk þess sem mörkun stefnu í ferðaþjónustu er brýn. Við þurfum að ræða saman og sam- mælast um framtíðar- sýn. Viðfangsefnið er hvernig við getum aukið ávinning af ferðamannastraumn- um en jafnframt tryggt að ekki sé gengið of hart að landsins gæðum eða þeirri sérstöðu sem kyrrð og náttúrufegurð fela í sér. Ef við finnum svarið við þessum spurningum getum við aukið líkurnar á að sú sérstaða sem ferðamenn sækjast eftir haldi sér og notið ábatans til lengri tíma. Sem forseti myndi ég gjarnan vilja standa fyrir samtali um fram- tíðarsýn og áherslur í ferða þjónustu. Þar þurfa fjölbreyttar raddir að heyrast, ekki síst þeirra sem hafa atvinnu af greininni. Við eigum einnig að læra af reynslu annarra þjóða. Þrátt fyrir batnandi efnahags ástand á Íslandi er ég hugsi yfir misskiptingu í landinu, milli þeirra sem eiga mikla fjármuni og litla, milli ólíkra landshluta og misskiptingu tengda uppruna. Ég trúi á jafnrétti fyrir alla. Það Ísland sem ég ólst upp í einkenndist af meira jafnræði. Almennt séð hafði fólk minna af efnislegum gæðum, en tækifærin til að komast til mennta eða sanna sig með vinnu- semi voru til staðar. Að sama skapi greip samfélagið þá sem á stuðningi þurftu að halda. Ég heyri því miður allt of oft sögur af því að óvænt veikindi leiði til fjár- hagsörðugleika vegna þess kostnaðar sem heilbrigðisþjónusta hefur í för með sér. Ég heyri því miður allt of oft um skort á búsetu- úrræðum fyrir aldraða og að þessi hópur, sem skilað hefur sínu ævistarfi, hafi lítið milli handanna. Ég horfi með aðdáun til starfsmanna í heil- brigðiskerfinu sem vinna afar gott starf þrátt fyrir þröngan stakk, en það er ekki endalaust hægt að treysta á bjartsýnina þegar kemur að því að reka vandaða heilbrigð- isþjónustu. Við þurfum að standa vörð um þá samfélagsþjónustu sem sjálfsagt er að íbúar landsins njóti. Ég vil bjóða þjóðinni til samtals um hvernig heilbrigðis- og vel- ferðarkerfi við ætlum að byggja upp til framtíðar. Við þurfum að hafa framsýni til að horfa á heildar- myndina og hugsa til lengri tíma. Við getum lært margt af reynslu annarra sem og af okkar eigin. Ísland er ákaflega gjöfult og gott land. Ég hef búið og starfað í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Norðurlöndum. Þrátt fyrir gefandi tíma og mörg tækifæri í þessum lönd- um hef ég alltaf valið að koma aftur heim. Hreina loftið, vatnið, bæði heitt og kalt, maturinn og umfram allt samfélagið, náungakærleikur og samheldni er á meðal þess sem gerir Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á. Okkur ber skylda til að standa vörð um þessi gæði, því þau eru ekki sjálfgefin. Ungt fólk í dag hefur tækifæri til að búa og starfa um allan heim og ég heyri á mörgu ungu fólki að hugurinn stefnir út. Ég á mér þann draum að unga fólkið okkar velji Ísland sem sitt framtíðarheimili, að þau ferðist víða, láti á sig reyna fjarri heimahögum en velji alltaf að koma aftur heim. Við megum ekki við því að missa þau verðmæti sem búa í unga fólkinu okkar, í þeim eru verðmæti framtíðar fólgin. Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi Halla Tómasdóttir. Um er að ræða jörðina Auðsstaði í Reykholtsdal. Á jörðinni eru eldri byggingar, útihús og íbúðarhús. Land jarðarinar er talið vera um 900 hektarar Auðsstaða- bær stendur skammt frá brekkurótum undir Sandi en svo nefnist fellið á milli Auðsstaða og Gilja, stutt frá Reykjadalsá, sem fellur á grón- um eyrum. Undirlendið og fellið norðanvert eru allgróin, með þurrlendis- og móagróðri. Í hlíðinni er víða lyng og kvistlendi. Þar eru og víða lág klettabelti. Í fjalllendinu sem kallast Auð- staðafjall eru víða votlendir flóar og lítt grónar bungur og mel- ar á milli. Þar er lítið vatn, Sandvatn. Auðsstaðaland afmarkast af Búrfellslandi að sunnan og vestan. Handan Reykjadalsár eru Uppsalir og Kollslækur, en að austan Giljaland. Laxveiði er í Reykjadalsá. Jörðinni fylgir einnig upprekstrarréttur og beitarréttur á Arnarvatnsheiði og Geitlandi skv. skipulagsskrá Sjálfseignarstofnunnar Arnarvatnsheiðar og Geitlands nr. 329, 4. júní 1998, svo og allur réttur skv. samþykktum Veiðifélags Arnarvatnsheiðar nr. 330. 30. ágúst 1977. Nánari upplýsingar veitir Magnús Leópoldsson magnus@fasteignamidstodin.is og á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550-3000/892-6000 sjá einnig www.fasteignamidstodin.is TIL SÖLU JÖRÐIN AUÐSSTAÐIR 311 Borgarbyggð

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.