Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 7

Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Öflug útikennsla hefur verið í Hrafnagils- skóla undanfarin ár en skólinn býr svo vel að hafa afnot af trjáreit í brekku skammt ofan Hrafnagilshverfis. „Foreldrar standa þétt við bakið á okkur, þeir hafa byggt upp eldstæði og skógarskýli til að sitja inni en þar hafa börnin lært að tálga, gera flautur og margt fleira,“ segir Hulda Magnea Jónsdóttir, kennari við Hrafnagilsskóla, en hún lét af störfum nú í vor eftir 30 ára starf við skólann og 44 ára kennsluferil í allt. Farið í skóginn vikulega í allan vetur Hún segir að smíðakennarinn, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, sé mjög hugmyndarík og vinni með bekkjarkennurum í skógarverkefnum. Nú á liðnum vetri hefur verið farið nánast viku- lega í skóginn og unnið þar að fjölbreyttum verkefnum. „Við höfum þemadaga á vorin og erum þá í skóginum með alla nemendur yfir daginn. Verkefnin sem við unnum að voru t.d. að læra að tálga flautur, rannsaka ánamaðka í víðsjám, læra að þekkja íslenskar plöntur, eins og þjóðarblómið holtasóley, maríustakk, smjör- gras, týsfjólu og fleiri plöntur, sem komnar voru í blóma. Einnig hafa nemendur lært að kveikja eld, leggja göngustíga og poppa yfir opnum eldi,“ segir Hulda. Safna birkisafa og birkifræjum Þá hafa nemendur snemma vors safnað birkisafa úr birkitrjám og á haustin safna þeir birkifræjum sem send eru til Landgræðslunnar sem síðan sáir þeim. „Það lítur mjög vel út með birkifræ núna, allt útlit fyrir mjög gott fræár og skólafólk hefur verið hvatt til að leggja Landgræðslunni lið með því að tína fræ næsta haust.“ Hulda segir nemendur una sér mjög vel í skóginum. Þegar bakað er greinabrauð eða poppkorn poppað er það undantekningarlaust það besta sem þau hafa smakkað. Hrafnagilsskóli hefur um árabil verið einn stærsti dreifbýlisskóli landsins, en nú hin síðari misseri hefur nemendum fækkað nokkuð. /MÞÞ Öflug útikennsla í Hrafnagilsskóla undanfarin ár: Læra að tálga, gera flautur og safna birkifræjum MÆLT AF MUNNI FRAM Enn og aftur biðla ég til hagyrðinga vítt um land að víkja að þættinum efni. Það var í upphafi ásetningur að birta í þættinum sem mest af nýlega ortum vísum sem víðast frá. Þótt talsvert gamalt efni sé til í safni mínu, þá auðgar það efn- istökin ef „nýmeti“ slæðist með. Þó fyrningarnar flestir eigi, fyrirhyggjan slíku réð, er nokkurt magn af nýju heyi nauðsynlegt að hafa með. Í fyrningum er að finna þessar tvær vísur eftir Ólaf Bergsson barnakennara. Höfundi þótti illa horfa fyrir íslenskri vísnagerð eftir daga þeirra miklu skálda, Páls Ólafssonar, Gríms Thomsen og Þorsteins Erlingssonar: Þegar Páls er brostin brá, búið Grím að heygja, og Þorsteinn líka fallinn frá, ferhendurnar deyja. En hin munnlega geymd varðveitir sannarlega marga gersemi genginna kynslóða. Ólafur breytti því vísunni: Þó að Páli bresti brá, bili Grím að skrifa, Þorsteinn líka falli frá, ferhendurnar lifa. Þau sannindi að vel gerð vísa geti létt fólki leiðann, er algild. Þormóður Pálsson frá Njálsstöðum orti: Býsna tómur andinn er ei mun skarta að kvarta. Vísnahljómur veitir mér von í hjarta, bjarta. Sigurður Snorrason bætir við: Þá á tungan engan yl, enga fagra sögu, þegar ekkert efni er til í ferskeytta bögu. Og Guðfinna Þorsteinsdóttir frá Hömrum yrkir áþekkt: Er hún þjóðleg, alltaf ný, áþekk skrýddri brúði, stakan rétta reyfuð í ríms og stuðla skrúði. Þó að skáld falli frá, tekur ný kynslóð við þjóðaríþróttinni. Ragnar Gröndal (Ranki) orti: Bræðir ísinn ylríkt vor, eyðast veðrin ströngu. Þar sem einhvers enda spor annar byrjar göngu. Sr. Sigurður Norland í Hindisvík orti svo fagurlega til sléttubandaháttarins: Sléttubanda háttur hýr, hróður andans fagur, léttu vanda, djarfur, dýr drauma landa bragur. Meðan áttir þekkir þjóð -þagni sláttur nýrri-. Héðan láttu óma óð öllum háttum dýrri. Títtnefndur Einar Kolbeinsson, bóndi í Bólstaðarhlíð, reyndi nokkuð ákaft fyrir sér við sléttubandagerð. Mörgum af hans samferðamönnum þótti kveðskaparformið þreytandi, sér í lagi á hagyrðingasamkom- um. Pétur læknir Pétursson hugðist venja Einar endanlega af þessu sléttubandabulli á samkomu hagyrðinga á Akureyri 2004. Einar er sífellt að ergja mig og ætti að kynnast vöndunum. Hann ætti bara að hengja sig í helvítis sléttuböndunum. Drykkjusvoli drjúgur er, dýrt sinn fola metur. Einar Kol, sem yrkir hér enginn þolað getur. 181 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Myndir / Hulda Magnea Jónsdóttir LÍF&STARF - -

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.