Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017
Ársfundur norsku bændasamtak-
anna var haldinn dagana 13.–15.
júní síðastliðinn í Sarpsborg. Eins
og við mátti búast var samnings-
rof við ríkið eitt af hitamálum
fundarins en þó voru rándýr og
landgræðsla þau málefni sem
mesta umræða varð um á fund-
inum.
Í nýlegri könnun kemur í ljós að
landbúnaður í Noregi stendur fyrir
22 prósenta eyðileggingu á rækt-
anlegu landi á árunum 2004–2015.
Á tímabilinu byggðu norskir
bændur niður að meðaltali 1.750
hektara á ári af góðu ræktanlegu
landi en um 72 prósent landsins er
talið mjög gott ræktanlegt land.
Landgræðsla verði sett
skör hærra
Norski landbúnaðarráðherrann,
Jon Georg Dale, brýnir nú fyrir
greininni að setja landgræðslu enn
ofar til að lagfæra þessa tölfræði.
Það kom einnig forsvarsmönnum
norsku bændasamtakanna á óvart að
greinin stendur fyrir einum fimmta
af eyðileggingunni. Á sama tíma
er um 16 prósenta eyðilegging á
ræktanlegu landi sem fer í vegi og
lestarteina en mestur hlutinn fer til
bygginga á húsnæði, eða um 26
prósent.
Mikil umræða skapaðist á
fundinum um rándýrapólitíkina en
bændur voru vægast sagt illir yfir
sinnuleysi stjórnvalda í þeim efnum
en margir sauðfjárbændur hafa
misst fé sitt í kjaft á úlfaflokkum
sem leika sauðfé grátt. Á dögunum
fundust 100 kindur sundurbitnar og
dauðar í Hedmark- og Oppland-
fylki sem talið er að úlfalæða frá
Svíþjóð hafi ráðist á. Stjórnvöld
hafa nú meðal annars leigt inn tvo
veiðihunda frá Svíþjóð til að taka
á ástandinu á þessu svæði.
Samingsslit við ríkið
Á fundinum urðu samningsslit
við ríkið einnig heitt mál og var
bændum þakkað fyrir þá samstöðu
sem varð í kjölfarið. Um einn
milljarður norskra króna var á milli
krafna bændasamtakanna og þess
sem ríkið var til í að koma til móts
við bændur.
Vilja sömu hækkun
og aðrar stéttir
Bændasamtökin kröfðust ramma
upp á 1.450 norskar krónur en ríkið
bauð upp á 450 milljónir. Þetta
þýðir tekjuaukningu upp á 2,25%
á meðan aðrar starfsstéttir eiga
von á um 3,1% í tekjuaukningu
sem þýðir að bændum var boðið
8.100 norskar krónur í aukningu á
ársverk á meðan aðrar stéttir munu
auka innnkomu sína um 16.700
norskar krónur á hvert ársverk, eða
helmingi meira en bændur.
Degi eftir að ársfundinum
lauk afgreiddi norska þingið
búvörusamningana eða uppgjör
samningsins. Þingið ákvað að
útgjaldaramminn skyldi verða 625
milljónir norskra króna sem er enn
langt frá kröfum bænda og er því
þungt hljóð í forsvarsmönnum
norsku bændasamtakanna þessa
dagana.
Lars Petter Bartnes
fékk yfirburðakosningu til
áframhaldandi formennsku í
samtökunum og Bjørn Gimming
sömuleiðis sem varaformaður. Nýr
annar varaformaður kom inn fyrir
Britu Skallerud en það er Frøydis
Haugen frá Hörðalandsfylki. /ehg
Ólga hjá norskum bændum
FRÉTTIR
Helgina 6. til 9. júlí heldur
Guðríður Gyða Halldórsdóttir
myndlistarsýningu í Helgahúsinu
á Suðureyri.
Verður sýn-
ingin opin frá
kl. 11 til 15
alla dagana.
Gyða hefur
lengi fengist
við að mála
og þá einkum
myndir frá sinni heimabyggð,
fæðingarstaðnum Suðureyri, og
víðar af Vestfjörðum og Vesturlandi.
Myndir hennar ein kennast af
tærum litum og léttleikandi stíl,
þær endurspegla meðal annars
mannlífið og byggðir á þeim
slóðum á seinni hluta síðustu aldar.
Til Suðureyrar kemur Guðríður
Gyða frá Hólmavík, þar sem hún
hélt sýningu dagana 30. júní til 2.
júlí.
Guðríður Gyða Halldórsdóttir
sýnir á Suðureyri
Guðríður Gyða Halldórsdóttir.
Kolugljúfur í Víðidalsá.
Einn af tíu hættulegustu ferðamannastöðunum:
Aðstaða verður bætt við Kolugljúfur
Kolugljúfur í Víðidalsá er
einn af tíu hættulegustu ferða-
manna stöðum landsins, að
mati Stjórnstöðvar ferðamála.
Sveitarfélagið Húnaþing vestra
hefur auglýst deiliskipulag fyrir
svæðið til að bæta aðgengi, öryggi,
upplýsingar og umferð ferða-
manna.
Skipulagssvæðið nær yfir 7,8
hektara landsvæði sem tilheyr-
ir jörðunum Bakka og Kolugili.
Kolugljúfur er á C-hluta náttúru-
minjaskrár. Sveitarfélagið fékk styrk
úr Framkvæmdasjóði ferðamanna-
staða til að láta gera deiliskipulagið.
Fyrirhugað er að bæta aðstöðu til
móttöku ferðafólks og hefja gjald-
töku.
Kolugljúfur er djúpt og stór-
fenglegt gljúfur í Víðidalsá. Áin
fellur niður í gljúfrið í Kolufossum.
Gljúfrin eru kennd við tröllskessuna
Kolu sem sagt er að hafi grafið þau
og átt þar bústað sinn. Heimamenn
hafa haft áhyggjur af því á liðnum
misserum að slys gæti orðið við
gljúfrið, enda fari ferðamenn oft
fram á ystu nöf og standi á brúninni,
en bílaumferð hefur einnig aukist
umtalsvert um svæðið, á degi hverj-
um um 35 einkabílar, 3–5 rútur og
álíka margir minni hópferðabílar.
Lítið er um merkta göngustíga og
því ganga gestirnir um allt og troða
í svað. Ekki er nein salernisaðstaða
og ganga sumir gestir örna sinna á
víðavangi. /MÞÞ
Myndir / Norges Bondelag
Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML):
Semja um áframhaldandi ráðgjöf til kúabænda
Bústólpi og RML hafa endurnýjað
samkomulag sitt þriðja árið í röð
um gerð fóðuráætlana í haust og
ráðgjöf til bænda.
Með samkomulaginu hyggst
Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu
fóðurkaupendum upp á fría grunn-
þjónustu við fóðuráætlanagerð sem
felst í töku heysýna, efnagreiningu og
gerð fóðuráætlunar. Viðskiptavinum
bauðst einnig í fyrra að fá ráðgjafa
RML í heimsókn eftir að fóðuráætl-
un hafði verið gerð. Þetta reyndist
afar vel og verður því þessi þjónusta
einnig í boði í ár.
„Samstarf RML og Bústólpa
hefur gengið mjög vel og í gegn-
um það hafa ráðunautar unnið með
mjög mörgum bændum og skapað
ný tengsl. Markmið RML í fóður-
ráðgjöfinni er alltaf að finna bestu
lausnina fyrir bændur. Við hjálpum
þeim að finna það sem hentar best
miðað við þeirra forsendur, hverjar
svo sem þær eru,“ segir Berglind
Ósk, fóðurfræðingur hjá RML.
RML hefur byggt upp öflugt
starf á sviði fóðurráðgjafar og hafa
ráðunautar þeirra víðtæka þekkingu
og reynslu á því sviði og þá sérstaklega
fóðurráðgjafar til kúabænda. Við
fóðuráætlanagerð er stuðst við
samnorræna fóðurmatskerfið NorFor
ásamt sérhæfðum forritum. Það veitir
RML forskot í sérhæfðri og fyrsta
flokks ráðgjöf til íslenskra bænda.
„Við leggjum áherslu á góða
og faglega þjónustu við okkar við-
skiptavini. Það er okkur mikilvægt að
bændur geti hámarkað sínar afurðir
á sem hagkvæmastan hátt með því
að fá faglega ráðgjöf um fóðrun
og aðstoð við val á kjarnfóðri sem
hentar hverju sinni á móti gróffóðri.
Við erum því afar ánægð með þetta
farsæla samstarf Bústólpa og RML,“
segir Hanna Dögg, sölu- og markaðs-
stjóri Bústólpa.
hjá Bústólpa.