Bændablaðið - 06.07.2017, Qupperneq 20

Bændablaðið - 06.07.2017, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Í lok júní 2015 upplýsti Bænda- blaðið um þann sérkennilega leik orkusölufyrirtækja að selja erlendum orkusölufyrirtækjum orkuhreinleikavottorð gegn því að Íslendingar tækju á sig að skrá inn í sína orkunotkun að hluti orkunnar sem hér væri framleiddur ætti uppruna sinn í kjarnorku og jarðefnaeldsneyti. Ráðherra lofaði að kippa þessu í liðinn en lítið gerðist og fátt hefur heyrst af því síðan. Orsökin fyrir þessu er að frá 2011 var öllum staðreyndum um orkuframleiðslu Íslendinga algjörlega snúið á haus fyrir tilstuðlan innleiðingar á tilskipun ESB frá árinu 2009. Var hún um útgáfu upprunaábyrgða vegna raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá var um leið opnað fyrir þann möguleika að íslensk orkufyrirtæki seldu fyrirtækjum í Evrópu hreinleikavottorð fyrir framleidda raforku. Þetta er mörgum erlendum fyrirtækjum mikilvægt sem vilja bæta sína umhverfisímynd. Fyrirtæki sem nota orku frá kjarnorkuverum, kola-, olíu- og gasorkuverum gátu í kjölfar þessarar tilskipunar ESB hvítþvegið sig með syndaaflausn frá Íslandi. Allt í einu eru þau farin að framleiða vörur á pappírunum með grænni orku sem þau geta síðan nýtt í sínar auglýsingar. Samt hefur ekkert breyst í raunveruleikanum, þau nota sömu óhreinu orkuna og fyrr, en Ísland er komið með inn á sína fögru ímynd að vera óhreinn orkuframleiðandi. Stór hluti íslenskrar raforku framleiddur með kjarnorku? Þegar rýnt er í tölur Orkustofnunar, sem sér um alla útreikninga vegna sölu á upprunavottorðum raforku, varð veruleg breyting 2011. Í stað þess að vera með nær 100% hreina orkuframleiðslu var Ísland sagt framleiða 5% af sinni raforku með kjarnorku og 6% með jarðefnaeldsneyti, þ.e. kolum, olíu og gasi. Staðan versnaði mikið á pappírunum árið 2012. Þá stóð endrunýjanleg orka einungis fyrir 63% raforkunnar á Íslandi. Jarðefnaeldsneyti var komið með 21% hlut og kjarnorka með 16%. Árið 2013 versnaði hagur endurnýjanlegrar orku verulega og fór í 39%. Þá var jarðefnaeldsneytið komið með 37% hlut og kjarnorkan með 23%. Staða endurnýjanlegu orkunnar vænkaðist aðeins árið 2014 og fór þá í 45%. Jarðefnaeldsneytið var aftur á móti 32% og kjarnorka 23%. Endurnýjanlegu orkugjafarnir á Íslandi tóku svo kipp árið 2015 og fóru í 71%. Þá var jarðefnaeldsneytið komið í 17% og orka framleidd úr kjarnorku í 12%. Stóra stökkið verður svo á síðasta ári, 2016. Þá var endurnýjanlega orkan komin í mikinn minnihluta, eða 21%. Raforka framleidd með jarðefnaeldsneyti var þá komin í 59% og raforka úr kjarnorku í 20%. Samtals var kjarnorka og jarðefnaeldsneyti þá sagt standa fyrir 79% raforkuframleiðslunnar á Íslandi og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Sala á hreinleikavottorðum Þegar Bændablaðið gerði síðast úttekt á þessu 2015 voru grænmetisbændur farnir að hafa miklar áhyggjur af málinu. Þeir höfðu og hafa enn í sinni starfsemi og öllum kynningum gagnvart Íslendingum og erlendum ferðamönnum gert út á ímynd hreinleikans. Þeir stóðu þá frammi fyrir því að verða að hætta öllu slíku tali, enda sagði orkureikningur þeirra annað. Þrátt fyrir að hér á landi væru hvorki kola- né kjarnorkuver til raforkuframleiðslu, þá gátu garðyrkjubændur og aðrir Íslendingar ekki fengið skráð hjá sér kaup á hreinni orku. Var þeim þá boðið upp á að greiða orkufyrirtækjunum sérstaklega fyrir það. Það sem meira var, að framboðið á þessum hreinleikavottorðum var sagt fara þverrandi vegna sölu til útlendinga. Hægt var að fá hreinleikavottorð fyrir 5,1 eyri á kílówattstund Sveinn A. Sæland, fyrrverandi formaður Sambands garðyrkju- bænda, sem rak garðyrkjustöðina Espiflöt með fjölskyldu sinni, staðfesti þetta í samtali við Bændablaðið sumarið 2015. Hann segist hafa fengið tilboð frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, um að garðyrkjubændur sem þar eiga viðskipti gætu keypt sig frá þessari óhreinu orku og fengið stimpil um að þeir notuðu aðeins hreina orku. „Okkur var boðið að kaupa okkur frá þessari vitleysu fyrir sem nemur 5,1 eyri á kílówattstund. Þannig gætum við keypt kjarnorku og jarðefnaeldsneytið út af reikningum hjá okkur og fengið rafrænt „lógó“ inn á heimasíðuna sem segir að við séum að kaupa hreina orku. Ég var bara ekki tilbúinn að taka þátt í svona skrípaleik.“ Þetta gat numið um 4,2 milljónum króna á ári hjá allri garðyrkjunni sem kaupir árlega um 82 milljónir kílówattstunda. Sagði Sveinn að í samtali við fulltrúa ON hafi komið fram að öllum öðrum Íslendingum væri einnig boðið upp á sömu „kostakjör“ á hreinleikanum. Það er að segja svo lengi sem hreinleikavottorðin seldust ekki upp. Bíta höfuðið af skömminni „Mér fannst að þarna væru menn að bíta höfuðið af skömminni. Við sem höfum verið að berja okkur á brjóst í gegnum tíðina að við séum með svo æðislega flotta atvinnugrein og með hreina orku og vatn og enga koltvísýringsmengun. Nú er okkur sagt að þetta sé allt koldrullugt. Svo leyfa menn sér að bjóða okkur að borga okkur frá þessu,“ sagði Sveinn í úttekt Bbl. 2015. Bændablaðið fékk þá staðfest hjá Orku náttúrunnar að hægt sé að fá keypt slík „syndaaflausnabréf“ eins og viðmælandi orðaði það. Einn góður maður setti fram þá samlíkingu að þetta væri eins og einhver kæmi og skiti á tröppurnar hjá manni, bankaði svo á útidyrnar og byði húsráðanda að borga viðkomandi fyrir að þrífa upp skítinn eftir sig. Sala upprunavottorða hófst 2011 Frá því í desember 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir og voru það ár seldar upprunaábyrgðir fyrir um það bil 2 teravattstundir [TWst] vegna raforkuframleiðslu á Íslandi en heildarframleiðslan nam 16,8 TWst., eða 16.800 gígawattstundir. Árið 2013 voru fluttar út upprunaábyrgðir fyrir 11,8 TWh sem er ca 62% af heildarframleiðslu ársins. Á árinu 2014 var endurnýjanleg orka á Íslandi 18.120 gígawattstundir (GWst., eða 18,1 TWst.) og raforka framleidd með jarðefnaeldsneyti 2,4 GWst. Samkvæmt skilgreiningu OS var verið að selja úr landi upprunaábyrgðir 2014 sem nam um 53% af heildarframleiðslunni. Í staðinn fyrir útgefnar og seldar upprunaábyrgðir þarf að færa inn sama magn í hlutföllum samkvæmt vegnu meðaltali á samsetningu raforkuframleiðslu í Evrópu. Þannig er endanleg raforkusala á Íslandi eftir orkugjöfum reiknuð út. Hreinleikavottorðin nú ókeypis til Íslendinga Mikið vatn hefur runnið í gegnum túrbínur orkuveranna síðan en lítið hefur heyrst af breytingum á stöðunni. Í umræðum um orkuskipti og innleiðingu á rafhleðslustöðvum víða um land sem fregnir voru birtar af í Bændablaðinu fyrri skömmu, var þó gaukað í framhjáhlaupi upplýsingum um breytta mynd í hreinleikavottorðsmálunum. Það snerist um að í stað þess að rukka íslenska orkukaupendur um að greiða fyrir hreinleikavottorð á þeirri hreinu orku sem þeir voru að kaupa, þá gátu þeir nú fengið vottorðin frítt. Sem sagt íslensk heimili og íslensk fyrirtæki þurftu ekki að greiða lengur sérstaklega fyrir að segja fólki satt um uppruna orkunnar sem það notaði. Orkustofnun útskýrir málið Í útskýringum Orkustofnunar á málinu sem gefnar voru út 3. júní 2016 segir m.a.: Íslensk fyrirtæki sem framleiða rafmagn geta selt upprunaábyrgðir bæði til innlendra aðila og til evrópskra aðila og hafa gert það frá árinu 2011. Orkustofnun hefur það hlutverk að reikna út uppruna raforku á Íslandi eftir orkugjöfum ásamt öðru tengdu útgáfu á upprunaábyrgðum. Samkvæmt lögum er Landsneti falið að gefa út upprunarábyrgðir á Íslandi. Ef upprunaábyrgðir eru seldar til erlendra aðila í Evrópu þarf að flytja inn ígildi samsvarandi magns raforku í sömu hlutföllum og samsetning raforkuframleiðslu er í Evrópu. Það skýrir það út að uppruni raforku á Íslandi samanstendur af endurnýjanlegri orku, jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Íslenskir raforkukaupendur fá upplýsingar um uppruna raforku með raforkureikningi (uppgjörsreikningi) sínum einu sinni á ári. Upprunaábyrgðir á raforku eru til þess að orkusali geti fullvissað orkukaupanda um að framleidd hafi verið orka með endurnýjanlegum orkugjöfum. Kaupendur upprunaábyrgða eru þeir sem sjá hag sinn í því að styðja við raforkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum og styrkja þannig ímynd sína með því að kaupa upprunaábyrgðir raforku. Nær 100% raforkunnar er hrein Á Íslandi er nánast öll raforku- framleiðsla frá endur nýjanlegum orkugjöfum, jarðvarma og vatnsorku en einungis 0,02% er framleidd með jarðefnaeldsneyti. Meirihluti raforku í Evrópu á hins vegar uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Í yfirlýsingunni kemur fram uppruni raforku og úrgangsefna vegna framleiðslu hennar og eru það þær upplýsingar sem íslenskir raforkukaupendur sjá á raforkureikningi sínum einu sinni á ári. Sölufyrirtæki raforku sem afskráir upprunaábyrgðir í eigin þágu er skylt að gefa út sértæka yfirlýsingu. Með því eykst vægi á uppruna raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum hætti. Fyrir árið 2015 hefur eitt sölufyrirtæki raforku Erlend stórfyrirtæki fegra orkuímynd sína og kaupa syndaaflausnir frá íslenskum orkufyrirtækjum: Íslendingar sagðir skilja eftir sig geislavirkan kjarnorkuúrgang vegna raforkuframleiðslu – Verður þurrkað út af almennum raforkureikningum á næsta ári en Ísland mun samt áfram verða með óhreina orku á sinni ímynd Hörður Kristjánsson hk@bondi.is FRÉTTASKÝRING

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.