Bændablaðið - 06.07.2017, Side 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017
Sauðfé með fögur horn er til á
nokkrum stöðum í heiminum en
því hefur farið fækkandi. Sums
staðar er það alveg horfið; dæmi
um þá eyðingu erfðaefnis sem
hefur ágerst síðustu áratugina og
er áhyggjuefni þeirra sem vilja
stuðla að sjálfbærri þróun. Enn
mun vera til ferhyrnt fé í Asíu en
eftir því sem ég kemst næst er helst
að finna ferhyrnt fé í Evrópu á
Íslandi og á nokkrum stöðum á
Bretlandseyjum, einkum á eyjunni
Mön (Isle of Man) á Írlandshafi.
Allt frá háskólaárum mínum í
Wales þegar ég sá fáeina ferhyrnda
hrúta frá Mön á landbúnaðarsýningu
í Englandi, fyrir 50 árum, átti ég mér
þann draum að heimsækja eyjuna
og sjá Manx Loaghtan féð þar. Sá
draumur rættist í byrjun september
2016.
Norrænn uppruni
Það ferhyrnda fé sem enn finnst í
norðanverðri Evrópu er annars vegar
með dindil og því af hinum norð-
ur-evrópska stuttrófustofni, þ.e.a.s.
ferhyrnda féð á Íslandi, Mön og
Suðureyjum (Hebrides), og hins
vegar ferhyrnda, flekkótta Jakobsféð
(Jacob Sheep) á Bretlandseyjum og
víðar sem er langrófufé eins og önnur
bresk fjárkyn. Jakobsféð á uppruna
að rekja til Spánar, hefur hugsanlega
átt einhver erfðatengsl við norrænu
kynin en er töluvert ólíkt þeim.
Einnig mun enn vera til ferhyrnt
langrófufé á Spáni og Kýpur. Þá er til
stofn af Churro fé í Bandaríkjunum,
upprunnið á Spáni, sem með blöndun
við Jakobsfé myndaði ferhyrnda
Navajo-Churro kynið. Þetta fé hefur
verið í útrýmingarhættu og ljóst er
að ferhyrnt fé á alls staðar í vök að
verjast. Fé af Churro stofni sá ég í
Vermont í Bandaríkjunum fyrir rétt-
um 10 árum.
Sennilega er stærsti erfðahópur
norræns, ferhyrnds fjár nú á eyj-
unni Mön á Írlandshafi, áætlaður
um 3000 kindur þar, allt af Manx
Loaghtan kyninu, sá næststærsti á
Íslandi en hér er áætlað að um 1.000
kindur séu ferhyrndar, og sennilega
eru fáein hundruð ferhyrninga á
Suðureyjum. Allt eru þetta sérstakir
stofnar af norrænum uppruna og á
Mön er ferhyrnda féð stundum kallað
Víkingafé til aðgreiningar frá breska
langrófufénu. Þar er allt ferhyrnda
féð mislitt, nær eingöngu mórautt, en
svart á Suðureyjum. Hér á landi er
margt af því mislitt en einnig töluvert
hvítt enda er þetta ekki litatengdur
eiginleiki.
Manx Loaghtan kynið
Á hinni fornu tungu Manverja, köll-
uð Manska, sem nú er að mestu dáin
út sem móðurmál, þýðir „ loaghtan“
mórautt og mjög líkt íslenska heitinu
er lýsingarorðið „ moorit“ notað um
mórautt fé á Hjaltlandseyjum, sem
er einnig mjög algengur litur þar.
Norrænu tengslin leyna sér ekki.
Fyrr á tímum var Manx Loaghtan
féð aðallega hvítt, svart og grátt en
mórauður litur var fremur fáséður.
Mórauð ull varð eftirsótt og þegar
fénu fór að fækka var farið að velja
markvisst fyrir mórauða litnum.
Svo fór að nú er einungis skráð
mórautt fé í ættbók fyrir hreinræktað
Manx Loaghtan fé hjá ræktunarfé-
laginu „The Manx Loaghtan Sheep
Breeders Society“.
Hafa skal í huga að stofninn var
orðinn mjög lítill upp úr miðri liðinni
öld, jafnvel aðeins eitt eða fáein
hundruð og því í útrýmingarhættu.
Nú telur hann rúmlega 3.000 fjár,
eftir því sem næst verður komist, að
hluta erlendis eftir nokkurn útflutn-
ing líffjár um árabil.
Á Mön er auk mórauða litarins
lögð áhersla á að velja ferhyrnt fé
til undaneldis. Þó er þar töluvert
af venjulegu tvíhyrndu fé, einkum
ám, og einnig er til nokkuð af
ferukollóttum kindum líkt og
hér á landi. Þetta fé er heldur
smávaxnara og léttara en íslenska
féð og ullin á því er fínni líkt og á
Hjaltlandseyjafénu eftir markvisst
úrval um fjölda ára. Þessi ull er
eftirsótt til handprjóns og vefnaðar.
Ullarverð er þó ekki hátt.
Búskaparhættir
Þótt haglendi sé ágætt og beit oftast
næg allt árið er töluvert gefið með
að vetrinum, sérstaklega fyrir og
um sauðburð, sem er aðallega í
apríl. Þá eru ær jafnvel hýstar um
skeið. Frjósemi er nokkru minni en
í íslenska fénu. Enn er viðhaldið
þeim sið að framleiða sauðakjöt,
slátra við 18 mánaða aldur, þannig
að aðeins hluti þeirra lamba sem
ekki eru sett á, fara í sláturhús á
haustin. Líkt og hér á landi þykir
sauðakjötið bragðmikið og það
selst ekki síður en lambakjötið.
Féð gengur mest á úthaga en einnig
nokkuð á ræktuðu landi, gjarnan
á haglendi sem ekki nýtist fyrir
nautgripi.
Þess ber að geta að sumir
bændur nota Manx Loaghtan ær í
blendingsrækt til dilkakjötsfram-
leiðslu og eru þá notaðir á þær hrút-
ar af þekktum holdakynjum, svo
sem Suffolk. Það er talinn mikil
kostur við ærnar að þeim gengur
oftast vel að bera og þær eru góðar
mæður.
Líkt og raunin er á hér og í
nágrannalöndunum eru tekjur
sauðfjárbænda á Mön lágar og því
er algengt að afkoman sé bætt með
ferðaþjónustu eða vinnu utan bús.
Heimsókn á Ballacosnahan-
Hillcrest býlið
Ég flaug 2. september til Ballasalla
flugvallar við Ronaldsway, sunnar-
lega á Mön, frá George Best flug-
velli í Belfast á Norður-Írlandi
eftir að hafa setið ráðstefnu
Búfjárræktarsambands Evrópu þar
í borg (sjá Bændablaðið 9. mars
2017, bls. 46).
Á móti mér tóku gestgjaf-
ar mínir, dr. Jenny Shepherd og
sambýlismaður hennar, Rawdon
Hayne, en þeim kynntist ég á
sauðfjár- og ullarráðstefnunni á
Blönduósi haustið 2014. Jenny
er húðsjúkdómalæknir og starfar
hún við þá sérgrein í hlutastarfi en
Rawdon vinnur eingöngu við fjár-
búið sem þau hafa byggt upp síðan
2004. Áður bjuggu þau og störfuðu
í London, hún sem læknir en hann
vann við kvikmyndagerð. Jenny er
ættuð frá Ballacosnahan-Hillcrest
og átti þar heima á barns- og ung-
lingsárum en býlið er í Dalby-sveit
á vesturströnd eyjarinnar skammt
Ferhyrnda féð á eyjunni Mön á Írlandshafi
Jenny Shepherd og Rawdon Hayne á Ballacosnahan-Hillcrest býlinu eru á meðal helstu ræktenda ferhyrnds fjár af Manx Loaghtan kyninu, þarna með
Myndir / Ólafur Dýrmundsson
Hluti af hrútahópnum á býlinu, veturgamlir og eldri, allir fallega ferhyrndir og mórauðir að lit. Sumir þeirra, ásamt
nokkrum ferhyrndum ám, fóru skömmu eftir heimsókn mína til Spánar en þar hefur ferhyrndu fé farið fækkandi.
Mön
Skjaldarmerki Manar.
Fáni Manverja.
Rófulaus köttur af Manarkyni.