Bændablaðið - 06.07.2017, Qupperneq 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017
Fyrir rúmum þrjátíu árum aug-
lýsti Jöfur Skoda 120L með eft-
irminnilegum hætti. Annaðhvort
að kaupa 290 bomsur með
rennilás eða nýjan Skoda á sama
verði. Þá kostaði nýr Skoda 120L
121.600 krónur og voru margir
sem áttu svona bíla. Þar á meðal
var konan mín sem átti svona
eðalvagn þegar við kynntumst
og var farið víða á þessum bíl.
Nú er kominn enn einn nýr bíll
frá Skoda sem ber heitið Skoda
Kodiaq og eru í boði sex mis-
munandi Kodiaq bílar. Ég prófaði
sjálfskiptan Kodiaq með smærri
dísilvélinni sem kostar 5.920.000.
Rúmgóður með mikið
farangursrými
Strax og ég settist inn í bílinn var
ég ánægður með allt rými, en allt
plássið sem maður hefur kom mér
á óvart þar sem að utanfrá virkaði
bíllinn ekkert stór. Geymsluhólf
eru mörg og öll innrétting er
greinilega hönnuð til þess að öllum
sem í bílnum eru líði sem best.
Frammi í bílnum eru a.m.k. þrjú
góð geymsluhólf og glasafestingar
á stöðum sem gott er að ná til þegar
verið er að keyra.
Fyrir farþega í aftursætunum er
hægt að setja niður borð og utan
á því er glasastandur. Einnig er
í bílnum 230 v rafmagnstengill,
USB rafmagnstengill og nokkrir
venjulegir 12v tenglar (hef aðeins
séð 230v tengil í einum öðrum bíl
sem ég hef prófað).
Farangursrýmið aftur í bílnum
er mjög gott og til staðfestingar
á því þá prófaði ég að setja tvö
golfsett og tvær rafmagnskerrur
inn í bílinn sem ekki kemst í
skottið á mörgum bílum. Þetta
komst vel fyrir og töluvert pláss
í afgang.
Eyðslan var langt undir
væntingum
Í flestum sölubæklingum nýrra bíla
er uppgefin eyðsla og er uppgefin
eyðsla á bílnum sem ég prófaði 5,7
lítrar á hundraðið. Almennt er ég
vel yfir þessari tölu í meðalakstri,
en nú bar svo við að ég var eftir
fyrstu 60 km í blönduðum akstri að
eyða samkvæmt aksturstölvunni
nákvæmlega 5,7 lítrum á
hundraðið án þess að reyna neitt
að vera að spara eldsneytið.
Eitthvað sem mér hefur ekki tekist
nema einu sinni áður í þessum
prufukeyrslum mínum. Næstu 50
km var tekið frekar mun meira á
bílnum í innanbæjarakstri og ekki
vottur í aksturslaginu að verið væri
að spara eldsneytið. Niðurstaðan
var rúmir 8 lítra eyðsla og ég sem
taldi mig í „einbeittum brotavilja“
vera að reyna að koma bílnum yfir
10 í eyðslu.
Snilldar varnarbúnaður á
öllum hurðum
Í akstri eru ekki mikil
umhverfishljóð inni í bílnum,
en það heyrist aðeins í vélinni.
Á grófum malarvegi er gott að
keyra bílinn, fjöðrun góð og
nánast ekkert malarvegahljóð
undir bílnum þegar ekið er á möl,
17 tommu dekkin fjaðra vel og
henta vel íslenskum malarvegum.
Örugglega er hægt að minnka
felgustærðina um tommu til
að setja enn belgmeiri og betur
fjaðrandi dekk undir bílinn fyrir
malarakstur og akstur í snjó.
Bíllinn sem ég prófaði var með
150 hestafla vél og að mínu mati
alveg nóg. Hann var þó aðeins
latur af stað fyrstu bíllengdina en
góður eftir það. Í boði er einnig
Kodiaq með 190 hestafla vél.
Fullbúið varadekk er í bílnum
og nokkur góð geymsluhólf við
hliðina á varadekkinu. Ein nýjung
er í Kodiaq sem ég hef ekki séð
áður, en það eru plastverjur sem
koma út á hurðum þegar þær
eru opnaðar sem varna því að
hurðirnar skemmi bíla í stæðum
við hliðina á bílnum ef hurðirnar
rekast í þá.
Eigulegur fjölskyldubíll sem
gott er að keyra
Í bíltúrnum sem ég tók á bílnum
var ég mjög ánægður með hann í
alla staði. Í óréttlátum samanburði
við „heimanmund“ konunnar fyrir
30 árum, sem líkt var við bomsur,
er greinilegt að Skoda er kominn
í flokk með best hönnuðu og
framleiddu bíla, þótt verðið sé
ekkert sérlega lágt þá er þessi
bíll eigulegur bíll sem hentar vel
fyrir flestar fjölskyldur, til bæði
lengri og styttri ökuferða. Verðið
á 150 hestafla Skoda Kodiaq er
frá 5.460.000 upp í 190 hestafla
bíl sem kostar 6.950.000. Hægt er
að nálgast meiri upplýsingar um
bílinn á vefsíðunni www.hekla.is.
Skoda Kodiaq 4x4 Ambition 2.0 TDI. Myndir / HLJ
Golfsettin tvö og kerrurnar rýmdust vel í skottinu.
Séreinkenni Skoda er skafa í bensínlokinu. Þar sem vélin er gerð fyrir
AdBlue tækni má ekki setja á bílinn hvaða dísileldsneyti sem er eins og
Mikið pláss og gott rými fyrir farþega í aftursætum.
Þyngd 1.625 kg
Hæð 1.676 mm
Breidd 1.882 mm
Lengd 4.697 mm
Helstu mál og upplýsingar
É ÁV LAB SINN
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
Fín fjöðrun af belgmiklum dekkjun-
um á malarvegi.
Hurðarverjurnar er hreint snilldar
búnaður til að hurðirnar skemmi ekki
aðra bíla.
Rafmagnstengin þrjú eru fyrir
miðjum bíl.
oft.