Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Votlendi og losun gróðurhúsalofttegunda – Nokkrir punktar í tilefni hugleiðinga Guðna Þorvaldssonar og Þorsteins Guðmundssonar Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið er til vegna loftslagsvandans eru ávallt einhverjir hópar sem telja vegið að sínum hagsmunum. Dæmi um slíkt eru ýmsir geirar vinnslu á jarðefnaeldsneyti, en sú andstaða fer óðum þverrandi ef frá er talin kolaiðnaðurinn í Bandaríkjunum. Segja má að andmæli af þessu tagi heyri undir sérstaka „faggrein“ sem nefnd hefur verið afneitunarfræði, þar sem m.a. er sífellt kallað eftir nýjum gögnum til að sanna tiltekinn umhverfisvanda, stundum kallað „show me the data syndrome“ á ensku. Afneitun á slæmu ástandi lands og náttúru víða um heiminn er sama eðlis, þar sem svipaðar aðferðir hafa verið notaðar. Það er gleðiefni að á allra síðustu árum má merkja aukinn áhuga íslenskra bænda á að leggja sitt að mörkum í loftlagsmálum. Landbúnaður hér á landi hefur margvísleg tækifæri á þessu sviði. Þeir möguleikar liggja ekki hvað síst í bættri landnýtingu, skógrækt, uppgræðslu tapaðra og illa farinna gróðurlenda, aukinni beitarstýringu og endurheimt votlenda. Úrtöluraddir Guðna Þorvaldssonar og Þorsteins Guðmundssonar, prófessora við Landbúnaðarháskóla Íslands í síðasta Bændablaði, ganga þvert á þá stefnubreytingu sem orðið hefur meðal bænda. Við tökum það skýrt fram að við fögnum efnislegri umræðu um þessi málefni og því teljum við mikla ástæðu til að svara grein þeirra félaga. Það eru liðin hátt í 15 ár frá því að bent var opinberlega á þá miklu losun gróðurhúsalofttegunda sem á sér stað úr framræstu landi hérlendis og að umfang þeirrar framræslu er langt umfram það sem landbúnaðurinn hefur þörf fyrir til ræktunar. Síðan þá hafa efasemdaraddir verið háværar um áreiðanleika mælinga á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstum votlendum, án þess að til séu neinar rannsóknir sem bendi til hins gagnstæða. Því hefur verið haldið á lofti í þessari umræðu að ferlin sem stýra losun gróðurhúsalofttegunda séu öðruvísi hér á landi en annars staðar, án þess að styðja þá skoðun með gögnum. Á þeim tíma sem framræsla votlenda stóð sem hæst var umræðan um hnattræna hlýnun ekki hafin og hún framkvæmd í góðri trú. Endurheimt votlenda snýst ekki um að finna sökudólga heldur er um að ræða framlag til að draga úr hnattrænni hlýnum, sem er veruleg ógnun við líf á jörðinni og tilveru alls mannkyns. Það eru fyrir hendi nægar rannsóknir og þekking á áhrifum framræslu til þess að alþjóðasamfélagið samþykkti endurheimt votlenda sem mögulega aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda; það eitt ætti að nægja okkur til að grípa til aðgera. Tíminn til aðgerða í loftslagsmálum er að renna út. Við ættum sífellt að stefna að aukinni þekkingu með meiri rannsóknum, en þekkingin er þegar næg til að vita að endurheimt votlenda skilar verulegum ávinningi í loftslagmálum og þá er annar ávinningur ótalinn. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði úr grein dr. Guðna og dr. Þorsteins, sem ástæða er til að ræða nánar. 1. Í greininni segja þeir: „Athygli vekur hversu mikil óvissa er í losunarstuðlum IPCC og sérstaklega hversu mikið stuðlar hafa hækkað fyrir graslendi á framræstu votlendi frá 2006 til 2013 (1. tafla). Það mætti kafa ofan í hvað þar liggur að baki en það sýnir kannski fyrst og fremst að það er erfitt að mæla losunina og aðferðafræðin er enn til skoðunar“ Hér er dregin sú ályktun að breytingar sem orðið hafa á stuðlum IPCC frá 2006–2013 sýni hve örðugt sé að mæla þessa losun án þess að nein rök séu færð fyrir því. Þessi ályktun þeirra stenst engan veginn skoðun. Breytingar á þessum stuðlum frá 2006 til 2013 endurspegla mikla aukningu í mælingum á losun og sterkari vísindalegan bakgrunn viðkomandi stuðla. Árið 2006 þegar IPCC endurskoðaði þáverandi leiðbeiningar um hvernig meta skyldi losun gróðurhúsalofttegunda, hafði áhrifum framræslu á losun verið lítill gaumur gefinn og óvissan því mikil. Árið 2011 var hins vegar samþykkt að endurheimt votlenda skyldi vera meðal þeirra aðgerða sem hægt væri að nýta til að draga úr losun. Tillagan sem sú samþykkt byggðist á var upphaflega flutt af fulltrúum Íslands. Í kjölfar þeirrar samþykktar var IPCC falið að endurskoða fyrri leiðbeiningar um hvernig meta skyldi breytingar á losun vegna þessara aðgerða. Þær leiðbeiningar byggja á afar ítarlegri heimildavinnu úr birtum rannsóknum og ritrýni. Þeir sem hug hafa á, geta kynnt sér heimildir að baki stuðlunum og hvernig staðið var að mati á þeim á heimasíðu IPCC (http:// www.ipcc-nggip.iges.or.jp/ public/wetlands/pdf/Wetlands_ Supplement_Entire_Report. pdf). 2. Höfundar halda því fram að IPCC noti sömu stuðla fyrir tempruð og norðlæg (boreal) svæði sem að ekki er raunin. Fyrir landgerðina „Tún/Cropland“ er einn stuðull fyrir losun úr framræstum landi (7,9 t C ha-1 ári-1 ) fyrir bæði loftslagsbeltin. Fyrir „Grassland (Mólendi)“ eru hins vegar aðskildir stuðlar 5,7 t C ha-1 ári-1 fyrir norðlæg svæði og þrír stuðlar fyrir tempraða loftslagsbeltið: 5,3 t C ha-1 ári-1 fyrir næringarsnauð svæði, 6.1 t C ha-1 ári-1 fyrir mikið framræst næringarrík svæði (deep drained, nutrient rich) og 3,6 t C ha-1 ári-1 fyrir grunnar framræslur á næringarríkum jarðvegi (shallow drained, nutrient rich)3. Höfundar velta fyrir sér : „hvort losun á koltvísýringi úr íslenskum mýrum sé jafn hröð og í löndum með bæði verulega hlýrri og lengri sumur en við njótum.“ Þetta á ekki við um „Mólendið“ því þar eru mismunandi stuðlar. Varðandi „Tún/Cropland“ þá virðast þeir gera ráð fyrir að verið sé að yfirfæra mælingar á tempraða beltinu yfir á norðlægt loftslag. Heimildir að baki stuðlinum er hins vegar m.a. frá Noregi og Finnlandi og er mat IPCC meðalgildi fyrir bæði loftslagsbeltin, en ekki bara annað sem sé svo yfirfært á hitt. 3. Rannsókn sem þeir vitna til varð andi Vesturland greinir frá niðurstöðum mælinga á fimm óræktuðum svæðum á framræstu landi en ekki fjórum mýrartúnum eins og kemur fram í grein þeirra: „Í ráðstefnuritinu (6) er greint frá losun í mýrartúnum á Vesturlandi á árunum 2002, 2003 og 2007 og ef tekið er meðaltal mælinganna þá er árleg meðallosun á C 5,59 t/ ha. Þetta er meðaltal mælinga frá fjórum stöðum“. Þessi meðallosun fellur afar vel að stuðlum IPCC upp á 5,7 t C ha-1 ári-1 fyrir „Grassland“ (mólendi) á norðlægum slóðum. 4. Rannsókn sem vísað er til á Suðurlandi tekur einvörðungu til losunarhraða úr efsta hluta jarðvegsins. Þar var losunin metin fyrir jarðveg niður að þekktu öskulagi (á um 30 cm dýpi) sem var sameiginlegt öllum jarðvegskjörnum sem skoðaðir voru. Hins vegar nær virkni jarðvegsörvera sem sjá um niðurbrot lengra niður, eða eins djúpt og hitastig og aðgengi að súrefni leyfir. 5. Samanburður á losun á C og N, sem greinarhöfundar velta fyrir sér, er í sjálfu sér áhugaverð leið til að meta niðurbrotið sem á sér stað. Við vitum ekki til að það hafi verið gert hér á landi. Það má benda á að ekki er nóg að taka eina afmarkaða kvísl af köfnunarefnis (N) streyminu (upptöku gróðurs) og láta sem það gefi heildarmynd af niðurbrotinu. Það þarf, eins og þeir benda sjálfir á, að gera grein fyrir afdrifum alls þess N sem losnar. Upptaka ofanjarðarhluta plantna yfir vaxtartímann er bara einn þáttur. Önnur losun, útskolun, uppgufun og uppsöfnun eru atriði sem einnig þarf að meta. Kolefnisforði jarðvegs er heldur ekki einsleitur í samsetningu og ekki sjálfgefið að það efni sem brotnar niður og veldur losun á C hafi allt sama hlutfall af C og N. Það eru ansi hæpin rök að nota útreiknað gildi á losun á N í jarðræktartilraun þar sem stór hluti jöfnunnar er óþekktur til þess að vefengja stuðla fyrir losun á C sem byggðir eru á beinum mælingum. 6. Hið mikla tap á N sem verður við niðurbrotið á lífrænu efni og er samkvæmt því sem þeir segja aðeins að litlu leyti tekið upp af gróðrinum, er enn ein ástæða þess að endurheimta votlendi. Með því að láta þau standa framræst tapast næringarefnin úr þeim og þau verða rýrari sem ræktarland. Ef við þurfum á þeim að halda sem framtíðarræktarlandi þá er betra að geyma þau blaut en framræst, þannig varðveitum við betur næringarefnin í jarðveginum. 7. Höfundar telja „að það megi ætla að losun sé minni þar sem kolefni er minna í jarðveginum“. En svo þarf ekki að vera. Þetta gildir þá aðeins, að hraði niðurbrotsins takmarkist af kolefni. Það eru fjölmargir aðrir þættir sem ákvarða hraða á niðurbrotinu svo sem framboð næringarefna og súrefnis. Áhrif mismunandi jarðvegs hafa verið skoðuð hér á landi þar sem losun úr jarðvegskjörnum með mismunandi jarðvegi var mæld við staðlaðar aðstæður. Niðurstaðan benti til að öndunin væri ekki í beinu sambandi við magn kolefnis í jarðvegi en þar segir orðrétt: „Fylgni milli jarðvegsöndunar og prósentu kolefnis sýnir að mikið kolefni eitt og sér jafngildir því ekki að mikil öndun eigi sér stað. Einnig sýna gögnin að gæði lífrænna efna í jarðvegi fyrir örverustarfsemina fer heldur ekki einungis eftir magni niturs. Aðhvarfsjafnan fyrir fylgni bæði kolefnis og niturs við jarðvegsöndun er annars stigs jafna sem sýnir að öndunin er mest við um 1% nitur og um 17% kolefni.”2 Öndunin var minni við bæði meira og minna kolefnismagn en 17%, sem er raunar dæmigert innihald fyrir íslenskan votlendisjarðveg á Suðurlandi svo dæmi sé tekið. 8. Höfundar fullyrða að:„Algengt er að 50 m séu á milli skurða hér á landi“. Þessi viðmiðun á fyrst og fremst við um framræsluskurði sem grafnir voru til túnræktar. Utan túna Framræslur í Mýrdalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.